21.4.2008 | 10:24
Fyrsta tönninn farin - Leitin að tönninni stendur enn
Helstu fréttirnar eru auðvitað þær að Margrét Birta missti sína fyrstu tönn í gærdag & hamingjan sem ríkir á þessum bæ með það er ekkert lítil
Stelpan sem er orðin 7 & hálfs var farin að missa alla von um að hún myndi missa tönn enda flest allir sem hún þekkir farnir að missa & sumir hverjir fyrir löngu síðan
Hún var búin að vera laus í dáltinn tíma en núna undir lokin eingöngu verið spurning um hvenær hún myndi detta, gátum ekki skilið þá hvað það var sem hélt henni ennþá
Hún kom allt í einu hlaupandi í gær eftir hádegið úr herberginu sínu með miklum ákafa til að tilkynna að tönninn væri dottin
Allir voru svo ánægðir með henni & þegar við vildum fá að sjá tönninna kom skrýtinn svipur á mína
Við reyndum að fá hana til að segja okkur hvernig hún datt o.s.frv en hún vissi það ekki & þar með hafði ekki hugmynd um hvar tönninn var
Mikil rannsóknarvinna hefur staðið vegna þessa & höfum við náð að þrengja leitina við bara þeirra herbergi
Hún var semsagt enn með tönnina eftir matinn þegar hún fór inn til að leika sér en ekki hjálpar til þar sem þær voru að fíflast upp í efri koju & ýmislegt fleira svo tönninn gæti verið hvar sem er
Þetta er verkefnið hennar & á hún að finna tönnina sína sjálf en hún segist ekki finna hana útaf dóti sem liggur á gólfinu ...
Við bentum henni nú bara á að þetta dót væri vegna þeirra systra & ættu þær sjálfar að ganga frá því svo hún gæti fundið tönnina sína
Tókum það líka fram að við myndum hjálpa henni að leita betur þegar þær væru búnar að ganga frá dótinu eftir sig
Þannig að tannálfurinn kom víst ekki í heimsókn í nótt en hver veit kannski í nótt, þ.e.a.s. ef tönninn finnst
Helgin bara róleg hjá okkur en laugardagurinn fór að mestu í ekki neitt Jói var grátbeðin um að vinna & gerði hann það & átti hann að vera búin kl:14 en var ekki komin heim fyrr en um kl:16, svo mikið var að gera
Ég verð nú að viðurkenna að ég var ekki neitt í skýjunum yfir þessu þar sem við höfðum ætlað að gera eitthvað saman með krökkunum áður en þetta vinnutal kom upp
Við krakkarnir vorum líka orðin frekar þreytt á biðinni enda vorum við bíllaus hér heima & biðum eftir kallinum síðan um hálf þrjú leytið
Komust við loksins af stað um hálf fimm & þá var brunað í búðirnar áður en þær lokuðu, fórum svo heim & gerðum matinn klárann í ofninn áður en við fórum aftur út
Á meðan maturinn mallaðist í ofninum fórum við öll saman að bera út moggann svo við komum svöng heim í mat
Kvöldið fór svo bara í hvíld & fjölskyldumynd & svo snemma í rúmið
Sunnudagurinn var líka rólegur en við skötuhjúin skelltum okkur á tónleika í Glerárkirkju sem voru haldnir í tilefni 50 ára afmælis körfuknattleiksdeildar Þórs
Það voru Konnararnir & Álftagerðisbræður sem skemmtu okkur & var þetta hin fínasta skemmtun, ekki of langdregið sem var fínt þar sem veðrið var hreint æði
Krakkarnir voru hjá fólkinu sínu í Vestursíðu & skemmtu sér konunglega, amman & afinn voru víst heillengi með barnabörnunum sínum úti & farið víst eitthvað á rúntinn líka
Erfiðast var að ná krökkunum heim aftur þar sem þau voru ekkert á því þótt klukkana væri að ganga sjö
Kvöldið hjá mér fór svo bara í lærdóm, ekkert annað & verður þessi dagur mjög svipaður, lærdómur
Próf á morgun hjá mér & skila tveim verkefnum & svo þarf maður að fara læra undir næsta próf sem er á föstudaginn
Þetta styttist senn
Stelpurnar eru svo að fara í kórpartý til Ástu kórstjóra í dag/kvöld frá kl:18-20 & er sko mikil tilhlökkun fyrir það
Meira síðar, hafið það gott í góða veðrinu
Dagga
265 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ já alltaf svo mikil spenna þegar fyrsta tönnin fer
En vonandi finnur skvísan hana svo tannálfurinn geti veitt verðlaun
Gangi þér vel í prófum hafðu ljúfa viku
Brynja skordal, 21.4.2008 kl. 12:08
Kíkk og innlit.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 21.4.2008 kl. 12:14
Já alltaf gaman með þessar blessuðu tennur. Andrías kyngdi sína fyrstu tönn, enn voru við að borða kótelettur
. Stráksi greyið hræddur um að hann fékk ekkert frá tannálfinum, enn hann fékk samt smá pening sem fór í sparbaukinn
. Vonandi finnur hún sína tönn
.
Margith Eysturtún, 21.4.2008 kl. 18:52
Já var ekki tannálfurinn bara svona snöggur? ég held það
Páll Jóhannesson, 21.4.2008 kl. 23:07
Gleðilegt sumar
Brynja skordal, 25.4.2008 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.