Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Smá niðursveifla & nýjar myndir á barnalandi

Ætli sé ekki óhætt að segja að maður sé í einhverri niðursveiflu núna, gjörsamlega búin að fá nóg stundum Undecided Ég vona að ég sé ekki sú eina sem lendir í því að vera að niðurlotum komin & endalaust þreytt GetLost Maður hreyfir vart á sér rassgatið í þessari prófatíð, er stöðugt þreyttur & finnst maður gjörsamlega andlaus & ömurlegur í því sem maður er að gera Undecided Vá hvað mig hlakkar til þegar þetta verður búið núna en ég á samt eftir að læra í maí þar sem ég þarf í próf í lok maí líka GetLost Oh hvað mig hlakkar til að fara að vinna, það verður sko frí fyrir mig Wink Jæja ætla ekki að þreyta ykkur meira með þessu væli, tími á smá update Smile 

Á laugardaginn var bara slakað á & krakkarnir skemmtu sér konunglega þar sem Sara, vinkona stelpnanna, gisti hjá þeim á föstudagskvöldinu & var hjá þeim fram yfir hádegi á laugardeginum Smile Við Jói fórum svo á lokahóf körfuknattleiksdeildar Þórs um kvöldið & borðuðum voða góða grillmat frá Greifanum Tounge Jói stóð sig glæsilega sem veislustjóri & var mikið fjör Smile Skemmtum okkur konunglega & vorum komin heim um ellefu leytið. Ákváðum að vera fótgangandi um kvöldið & var það himneskt þó svo það væri frekar kalt úti, frískandi bara Wink Ólína & Eyrún pössuðu krakkana & var víst mikið fjör hér á bæ Smile Borðuðu pítsu, átu nammi, fóru í singstar & horfðu á fjölskyldumynd Smile Enda voru krakkarnir steinsofnaðir þegar við komum heim Smile

Á sunnudeginum var ferðinni heitið til Hríseyjar þar sem við vorum að fara í skírn Smile Berglind & Gunni voru að skíra fallega strákinn sinn sem fæddist 1.febrúar síðastliðinn & fékk hann nafnið Auðunn Snær Smile Skírnarveislan var svo haldin í Brekku & var margt í boði, sveppasúpa, allskonar brauð með því ásamt fullt af tertum Smile Við fórum aftur heim með þrjú ferjunni & þá var bara lestur sem tók við hjá mér fram eftir kvöldi & heldur hann enn áfram GetLost Ég mun ekki líta upp úr bókum fram til kl.14 á miðvikudag þegar erfiðasta prófið mitt er, sálfræði Crying Náði samt svona meðfram lestrinum að segja inn fullt af nýjum myndum á barnaland Smile Endilega kíkkið á þær Smile

Jæja best að halda áfram að læra, er núna að læra utanað starfsemi heilans, ja allaveganna hluta hans Smile

Lærdómskveðjur

Dagga


Gleðilegt sumar

Ein aðeins of sein í að óska gleðilegu sumari en læt það flakka samt & þakka ykkur öllum fyrir veturinn sem nú er liðinn & vona að sumarið verði ykkur öllum gott & hreint yndislegt Kissing Ætla nú ekki að fara djúpt í fréttir liðinnar viku en það hefur sko verið yfirdrifið að gera Wink Svo eitthvað sé nefnt þá voru fimleikaæfingar, próf, skilaverkefni ásamt einni heimsókn á sjúkrahúsið með litla strákinn minn Errm Ekkert alvarlegt en það fór að leka blóð á leikskólanum úr "litla vininum" & kom svo í ljós að það hefði verið dáltil sprunga þar á ferð sem blóðið hefði lekið úr Frown Þeir á sjúkrahúsinu vildu náttúrulega bara fullvissa sig um að þetta væri ekki komið frá þvagrásinni & nú er bara skol þarna 2x á dag svo hann verði fínn Wink Finnur stundum til við þvaglát & svona en það er nú bara eðlilegt.

Ég er semsagt búin að skila þeim verkefnum sem á að skila fyrir utan vettfangsskýrsluna mína sem ég á að skila 9.maí. Var í prófi í morgun í afbyggingu, ekki uppáhaldsfagið mitt en gekk bara okay þrátt fyrir það Smile Svo núna fer ég á fullt í að læra fyrir stóra sálfræðiprófið mitt sem er upp úr öllu efninu & er næsta miðvikudag, svo nú verður tíminn nýttur í það Wink Ætla samt ekkert að læra í dag, ætla að laga til, baka brauð, elda góðan mat & vera með krökkunum mínum Smile Dagurinn í gær fór nú líka pínu í að vera með familíunni en við fórum um hádegið í Brynju & fengum okkur hádegismat, ís Smile Tengdaforeldrar mínir & Ólína komu með okkur áður en þau lögðu af stað suður Smile Ólína er að fara í skoðun í dag hjá hjartalækninum. Gangi þér vel elskan Kissing Svo var farið í búðir til að versla smá sumargjafir & svo í sólina til mömmu & pabba á pallinn Cool Svo var grillað um kvöldið dýrlegt læri & meðlæti svo maður fór saddur heim um hálf átta í gær Grin Svo tók bara lærdómur við um kvöldið, snemma að sofa & vaknað fersk í morgun um hálf sex til að læra aðeins meira Wink Fór svo upp á Hlíð áðan að skrifa undir ráðningarsamninginn minn & komst þá á hreint að ég verð trúlega mestmegnis á næturvöktum  því ég þurfti að gefa svar því, þar sem þá er ég ráðin með ábyrgð & auðvitað meiri laun Wink Fínt fyrir námsmann Tounge

Svo er bara að skella sér á lokahóf körfuboltans annað kvöld & skreppa út í Hrísey á sunnudag í skírn til Gunna & Berglindar Smile Ætla ekki að setja inn fleiri apríl myndir á barnaland fyrr en eftir skírnina á sunnudaginn Wink Fólk hefur nú líka ekki verið neitt ofboðslega duglegt að láta vita af sér þar eftir að maður er búinn að setja inn myndir svo ég er þá ekkert að flýta mér heldur W00t 

Ætla ekkert að ræða um þessi mótmæli hér enda myndi þá bara allt leysast út í vitleysu, þori ekki öðru en að hafa þá skoðun út af fyrir mig Police Bandit

Í lokin vil ég senda hlýjar kveðjur til Ivans litla frænda & fjölskyldu hans þar sem litli kúturinn brenndist pínu illa á fótum eftir að heitt vatn helltist á hann hjá dagmömmunni sinni Crying Sendi ykkur þúsund kossa & knús frá okkur elskurnar Heart

Sól & sumarkveðjur Kissing

Dagga


Fyrsta tönninn farin - Leitin að tönninni stendur enn

Fyrsta tönnin farinHelstu fréttirnar eru auðvitað þær að Margrét Birta missti sína fyrstu tönn í gærdag & hamingjan sem ríkir á þessum bæ með það er ekkert lítil Grin Stelpan sem er orðin 7 & hálfs var farin að missa alla von um að hún myndi missa tönn enda flest allir sem hún þekkir farnir að missa & sumir hverjir fyrir löngu síðan Smile Hún var búin að vera laus í dáltinn tíma en núna undir lokin eingöngu verið spurning um hvenær hún myndi detta, gátum ekki skilið þá hvað það var sem hélt henni ennþá Wink Hún kom allt í einu hlaupandi í gær eftir hádegið úr herberginu sínu með miklum ákafa til að tilkynna að tönninn væri dottin Grin Allir voru svo ánægðir með henni & þegar við vildum fá að sjá tönninna kom skrýtinn svipur á mína Woundering Við reyndum að fá hana til að segja okkur hvernig hún datt o.s.frv en hún vissi það ekki & þar með hafði ekki hugmynd um hvar tönninn var Errm Mikil rannsóknarvinna hefur staðið vegna þessa & höfum við náð að þrengja leitina við bara þeirra herbergi Cool Hún var semsagt enn með tönnina eftir matinn þegar hún fór inn til að leika sér en ekki hjálpar til þar sem þær voru að fíflast upp í efri koju & ýmislegt fleira svo tönninn gæti verið hvar sem er Pinch Þetta er verkefnið hennar & á hún að finna tönnina sína sjálf en hún segist ekki finna hana útaf dóti sem liggur á gólfinu ... GetLost Við bentum henni nú bara á að þetta dót væri vegna þeirra systra & ættu þær sjálfar að ganga frá því svo hún gæti fundið tönnina sína Wink Tókum það líka fram að við myndum hjálpa henni að leita betur þegar þær væru búnar að ganga frá dótinu eftir sig Smile Þannig að tannálfurinn kom víst ekki í heimsókn í nótt en hver veit kannski í nótt, þ.e.a.s. ef tönninn finnst Wink

Helgin bara róleg hjá okkur en laugardagurinn fór að mestu í ekki neitt GetLost Jói var grátbeðin um að vinna & gerði hann það & átti hann að vera búin kl:14 en var ekki komin heim fyrr en um kl:16, svo mikið var að gera Frown Ég verð nú að viðurkenna að ég var ekki neitt í skýjunum yfir þessu þar sem við höfðum ætlað að gera eitthvað saman með krökkunum áður en þetta vinnutal kom upp GetLost Við krakkarnir vorum líka orðin frekar þreytt á biðinni enda vorum við bíllaus hér heima & biðum eftir kallinum síðan um hálf þrjú leytið GetLost Komust við loksins af stað um hálf fimm & þá var brunað í búðirnar áður en þær lokuðu, fórum svo heim & gerðum matinn klárann í ofninn áður en við fórum aftur út Wink Á meðan maturinn mallaðist í ofninum fórum við öll saman að bera út moggann svo við komum svöng heim í mat Tounge Kvöldið fór svo bara í hvíld & fjölskyldumynd & svo snemma í rúmið Smile Sunnudagurinn var líka rólegur en við skötuhjúin skelltum okkur á tónleika í Glerárkirkju sem voru haldnir í tilefni 50 ára afmælis körfuknattleiksdeildar Þórs Smile Það voru Konnararnir & Álftagerðisbræður sem skemmtu okkur & var þetta hin fínasta skemmtun, ekki of langdregið sem var fínt þar sem veðrið var hreint æði Smile Krakkarnir voru hjá fólkinu sínu í Vestursíðu & skemmtu sér konunglega, amman & afinn voru víst heillengi með barnabörnunum sínum úti & farið víst eitthvað á rúntinn líka Smile Erfiðast var að ná krökkunum heim aftur þar sem þau voru ekkert á því þótt klukkana væri að ganga sjö Wink Kvöldið hjá mér fór svo bara í lærdóm, ekkert annað & verður þessi dagur mjög svipaður, lærdómur GetLost Próf á morgun hjá mér & skila tveim verkefnum & svo þarf maður að fara læra undir næsta próf sem er á föstudaginn Errm Þetta styttist senn Wink

Stelpurnar eru svo að fara í kórpartý til Ástu kórstjóra í dag/kvöld frá kl:18-20 & er sko mikil tilhlökkun fyrir það Smile 

Meira síðar, hafið það gott í góða veðrinu Smile

Dagga


"Þú berð ábyrð á eigin heilsu"

Já þetta var fyrirsögnin á fyrirlestrinum sem ég fór á í gærkveldi. Ég tók mér námspásu frá sálfræðinni & dreif mig, reif Svandísi mágkonu með mér & er hægt að segja að við höfum setið næstum stjarfar yfir öllu þessu Shocking Þetta var fyrirlestur/námskeið sem Davíð Kristinsson hélt & er óhætt að segja að maður hafi fengið nett sjokk Woundering Ég kom út af fyrirlestrinum & hugsaði með mér : pjúff ég verð að henda megninu út úr eldhússkápunum hjá mér.... Errm Ekki viss um að ég geti neytt sumra matvara aftur né notað örbylgjuofn framar Pinch Vá mér líður eins & ég hafi alla tíð borðað vitlaust, gert allt vitlaust en haldið oft á tíðum að maður sé að gera svona rétt GetLost Kannast einhver við það ??? Wink Maður gerði sér í raun ekki grein fyrir hvað var svona rangt við að nota örbylgjuofnana til að hita vatnið okkar, velja fituminni mjólkurvörur eða eins & svo margir gera, borða special K morgunkorn GetLost Ætla nú samt ekki að fara mikið meira í þessa sálma því það væri nokkurra bls færsla þar sem ég tók sjálf niður í gær um 4 fullar bls í punkta Wink Talaði svo við Davíð eftir fyrirlesturinn & ætla ég að vera í bandi við hann um áframhald þ.e.a.s. æfingarplan & annað Grin Mér líkaði bara mjög vel við hann, virðist vera mjög jarðbundinn maður sem veit hvað hann er að tala um. Þetta er bara eitthvað til að hlakka til á næstunni utan við að skólinn sé að klárast í bili Smile

Jæja ég var í sjúkraprófi í sálfræðinni í morgun, alls 2 hlutaprófum Frown Gekk ágætlega í öðru, því sem tengdist líffræðinni en var í bölvuðum vandræðum með hinn hlutann, sem var um minnið & atferlisgreiningu. Náði hreinlega ekki að læra það nógu vel fyrir prófið & er kennarinn líka ekki þekktur fyrir auðveld próf, þvert á móti, erfið próf er hennar aðferð GetLost Helgin mín mun svo bara fara í lærdóm & meiri lærdóm Shocking Svo ætla ég líka að hjúkra litlu stelpunni minni en það var hringt úr skólanum í dag & við beðin um að ná í hana Frown Hún var virkilega slöpp & komin með hita, hún svaf heima hjá mömmu & pabba á meðan ég var í prófinu í dag & er enn hálf drusluleg Frown Svo eru tónleikar með Konnurunum & Álftagerðisbræðrum á sunnudaginn Smile Ætla að reyna njóta þess líka að hafa kallinn eitthvað um helgina en hann hefur verið að vinna til 18 & 19 þessa vikuna & var svo beðin um að vera líka á morgun Woundering Allir að fara yfir á sumardekkin, við gerðum það einmitt á miðvikudaginn & þreif meira að segja bílinn okkar, ÉG !!! Pælið í því, ég að þrífa bílinn, það tókst nú samt, ekkert rispaður eða skemmdur eftir mig W00t Hlakkar svo til þegar þessi lærdóms geðbilun verður búin & fæ að fara að vinna, það er sko afslöppun fyrir mig eftir alla törnina í skólanum Grin 

Jæja best að fara sinna litla lasarusnum mínum, þangað til næst, ÁFRAM EYÞÓR í kvöld Grin Hafið það gott um helgina elskurnar Heart

Dagga


Crazy days

Óhætt að segja að þetta séu frekar bilaðir dagar & hlakkar mig mjög til eftir síðasta prófið þann 5.maí þó svo ég þurfi í endurtökupróf í lok maí Pinch Er að skila stóru vekefni um dylskynjun á morgun í upplýsingarrýni, 2 hlutapróf í sálfræði á föstudag, aðferðarfræðipróf á þriðjudag ásamt skilum á spss tölfræðiverkefni sama dag & fyrsta stóra prófið á föstudaginn 25.apríl í afbyggingu Gasp Nóg að gera næstu daga & vikur hjá mér Sleeping 

Höfðum það bara fínt um helgina. Ég fékk mér göngutúr með krakkana á laugardeginum til mömmu & pabba þar sem okkur var boðið í hádegismat, kjúklingapottrétt, ofboðslega góður Tounge Svo tók pabbi fram grilltengurnar & grillaði dásamlegan mat um kvöldið, ekki lélegt það Tounge Eftir matinn fórum við upp í Vestursíðu til tengdó & eyddum kvöldinu með þeim, fram til um kl:23 & það voru sko þreytt börn sem fóru í rúmið það kvöld eftir ísát & dekur hjá ömmu & öfum þann daginn Smile Á sunnudeginum skrapp ég upp í Vestursíðu til að taka viðtal við tengdaforeldra mína & á meðan fóru  stelpurnar upp í kjarnaskóg með Ólínu & Jón Páll á rúntinn með Svandísi & græddi shake hjá henni Grin Fórum svo heim þar sem allir fótboltagestirnir voru farnir eftir fótboltaleiki dagsins Wink  

Svo í gær lenti ég aftur í kattaóféti en ég gómaði einn inni hjá mér & ætlaði aldrei að ná honum út, var í stökustu vandræðum að ná honum GetLost Ég tók eftir því að hann var með ól en ekkert stóð á henni en ég var ákveðin í því að fara með hann þangað sem hann byggi & ætlaði sko að tala við eigandann Angry Loksins þegar ég náði taki á honum þá labbaði ég með hann út & henti honum út 6 alla leiðina að dyrinni reyndi hann að bíta mig & klóra & náði sko að klóra mig vel á hendinni Angry Verkefnið mitt í dag verður að klóra alla glugga að utan, nota kannski bara líka sítrónusafa, ég þoli þetta ekki Angry 

Er ekki sumarið svo að koma bara, Jói búin að vera vinna lengur þessa vikuna þó svo þetta sé ekki hans vika til kl: 18, það hefur bara verið svo mikið að gera, allir að skipta yfir á sumardekkin Wink Núna er einmitt bíllinn okkar þar að fá sumardekkin sín Grin Eins gott að það byrji ekki að snjóa um helgina eða eitthvað GetLost Þetta er búið að vera indælt, það að snjóinn sé að fara, ég hef nýtt undanfarna daga & hengt þvottinn minn út á snúru, alveg yndislegt að geta gert það Grin Langar svo að minna aftur á myndirnar á barnalandi en ég hef tekið eftir því að fullt að fólki er búið að skoða þær en enginn búin að kvitta eftir að nýju myndirnar komnar, pínu svekkt GetLost Langar svo í lokin að senda baráttukveðjur upp á barnadeildina til Helga  Þórs & fjölskyldu hans þar sem hann var lagður þar inn í gær en hann var búinn að vera veikur lengi & ekkert geta borðað, ja haldið neinu niðri síðan á föstudag Frown Er komin með næringu í æð & vonandi fer honum nú að batna eftir þetta Smile 

Hafið það gott, best að halda áfram að læra W00t  

Dagga                                                                 


Gott að blogga í afbyggingu

Jebb það er ótrúlega gott að blogga í afbyggingu, ég geri mjög margt í þeim tímum, hendi inn á barnaland, skrifa í vefdagbók krakkana, blogga, rápa á barnalandssíðum o.fl Tounge Þetta eru hreinlega þeir tímar sem ég get ekki haldið einbeitningu enda verið að tala um eitthvað sem mér er ekkert sérstaklega hugfangið, stjórnmál, stríð, efnahagsmál & það allt á ensku Whistling Dead boring.....Sleeping Hef samt ekki áhyggjur af áfanganum, hef náð ágætum einkunnum þrátt fyrir allt en við erum samt að tala um næstum 3 klst af tíma sem ég nýti í tölvumál mín Grin En já það eru semsagt komnar nýjar myndir inn á barnaland Wink Kíkkið á þær áður en ég hendi svo fleirum inn eftir helgina Smile

Ekki mikið að frétta, ég búin að liggja fyrir síðustu daga með hita & verki, maga & hausverki, mjög skemmtilegt GetLost Komin á ról & er svona sæmileg en nú er bara álagið í skólanum að fara segja til sín, hrikalega mikið að gera Pinch Í stuttu máli þá er verkefnaskil hjá mér í upplýsingarýni næsta fimmtudag, tek 2 hlutapróf í sálfræði næsta föstudag, svo er síðasta hlutaprófið í aðferðarfræði 22.apríl & einnig skil á einstaklingsverkefninu í þeim áfanga, lokaprófið í afbyggingu 25.apríl svo nóg er að gera Errm Svo eru lokaprófin eftir, sjúkraprófin & skil á vettfangsskýrslunni svo ég verð á fullu fram að því að ég byrja að vinna 12.maí Crying

Svo er það bara kjúklingur í kvöld ásamt Simpson, Bandinu hans Bubba & kannski myndinni sem er á eftir með smá lærdóm & poppi, hver veit Wink Er að ýta á foreldra mína um að ég fái að moka pallinn hjá þeim til að eiga möguleika á að fá þau til að grilla með okkur um helgina, veit ekki hvað verður Smile Okkar grill er ónýtt & ætlum við ekki að kaupa fyrr en í sumar, kannski í næsta mánuði, sjáum til bara þar sem við ætluðum að fjárfesta líka í tengdamömmuboxi, hjólum & tjaldi Wink

Hafið það gott um helgina elskurnar & njótið þess að vera til Kissing

Dagga


Kettir ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagana

Einmitt, kettir ekki ofarlega á vinsældarlista mínum þessa dagana GetLost Veit ekkert meira pirrandi en að koma heim til mín & sjá drullug kattarspor út um allt í hvítu rúmfötunum mínum, hreinu hvítu gluggakistunum, í andlitum okkar á nóttinni eða hreinlega sundurnagaða kjúklingaleggi á eldhúsgólfinu sem áttu að vera í matinn um kvöldið Angry Ég hef ekkert á móti köttum sem slíkum svo framarlega sem þeir koma ekki óboðnir inn á mitt heimili & brjóta & bramla, éta matinn minn & drulla allt út fyrir mér GetLost Ég verð bara að vera ljót í mér & segja, er erfitt fyrir eigendu að halda þessum dýrum inn á sínum eigin heimilum..... ef ekki af hverju að senda þau þá ekki bara í sveit eða sleppa því að eiga þá Woundering Ef fólk er á annað borð að fara fá sér gæludýr á það að vera inn á þeirra heimilum en ekki annarra. Veit það er asnarlegt kannski að bera saman en ekki yrði það neitt vinsælt ef börnin mín færu óboðin inn í einhver hús & færu að brjóta hluti eða annað eins, það yrði allt brjálað & mér kennt um að geta ekki hugsað um börnin mín GetLost Ég gjörsamlega missti mig í gær þegar ég kom heim & sá drullug kattarspor í hvítu rúmfötunum mínum & hringdi í framkvæmdarnefnd akureyrarbæjar til að vita hver réttur minn væri gagnvart þessu Errm Ég tjáði þeim að ég væri búin að fá nóg & vildi hreinlega vita hvort ég gæti eitthvað gert & sagði í reiði minni hvort ekki væri hreinlega hægt að eitra fyrir þeim í glugganum..... en sagði samt að ég vildi ekki drepa þá, bara varna því að þeir kæmust inn til mín. Hann benti mér á eitthvað efni sem væri til í Húsasmiðjunni í Gæludýrabúðinni en vissi ekki hvort það virkaði. Hitt í stöðunni væri að hringja bara í sig ef ég gómaði kött í íbúðinni minni & hann kæmi & tæki hann Pinch Viti menn, núna í morgun þá lá mín í rúminu veik & gat engan veginn sofnað & þegar ég er u.þ.b. að sofna þá finn ég eitthvað við fætur mínar & var það ekki eitt stykki köttur Angry Mín var sko fljót á fætur & fram á eftir kettinum & hringdi í manninn síðan í gær, tjáði honum að ég væri með kött á heimilinu sem ég vildi losna við..... Maðurinn hjá Akureyrarbæ var fljótur & var mættur innan 10 mín. með búr & alles. Tók köttinn & sagði mér endilega að láta sig vita aftur ef fleiri kettir kæmu, þetta væri auðvitað algjörlega óviðunandi & ef þeir fyndu eiganda kattarins þá fengi hann að vita um þetta Wink Ég var ánægð yfir því að eitthvað system virki hér á Akureyri, að svona eigi ekki að gerast & eigendur eiga að vera ábyrgir gæludýra sinna eins & við foreldrar gagnvart börnum okkar...... Vona að ég muni aldrei framar sjá kött á mínu heimili, vona að þetta hafi alltaf verið sami kötturinn að verki & nú sé þessu lokið ..... Smile

Jæja best að halda áfram að læra fyrir sálfræðiprófið sem er á morgun en ég var svo heppin að fá einhvern hita í mig í gær með beinverkjum & öðru skemmtilegu Crying Ætla nú samt að mæta í þetta próf sama hvernig ég verð þar sem ég hef verið að læra fyrir það & nenni engan veginn að taka eitt enn prófið í endurtöku. Annars er allt gott að frétta, leti á sunnudeginum en Ólína bauð stelpunum í bíó með sér & fórum við síðan í heimsókn til tengdó. Margrét Birta er svo að fara á eftir með bekknum sínum í keilu & er mikið tilhlökkun fyrir það. Er svo búið að lofa Elínu að við förum einhvern tímann öll saman í keilu því hún var ekki sátt við að fá ekki að fara líka Wink

Sálfræðikveðjur

Dagga


Tengdapabbi 50 ára :o)

P4051087_editedElsku Nonni pabbi, afi & tengdapabbi. Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins HeartVona að dagurinn hafi verið þér eins góður & þú óskaðir þér. Við nutum þess að eyða deginum með þér & familíunni & skemmtu þér vel í kvöld í faðmi góðra vina Wizard Mundu hversu óendanlega við elskum þig mikið & metum Heart Knús & kossar frá okkur öllum InLove 

P4051072Já tengdapabbi er 50 ára í dag & nutum við dagsins með þeim umvafin fullt af kökum & kræsingum Kissing Jói minn byrjaði morguninn á því að færa pabba sínum snúð með fígúrukalli á W00t Já minn kall dreif sig bara í bakarí eftir að hann var búinn að bera út moggann & fór svo í mjög svo snemmabúna heimsókn Wink Ég & Magga skruppum svo saman í smá búðarráp um 10 leytið, leyta að afmælisgjöf fyrir afmælisbarnið & versla aðeins fyrir veisluna Smile Svo var veislan um daginn & vorum við hjá þeim alveg til um kl.21 í kvöld. Ég & Jói skruppum að vísu frá í 1 klst til að bera út moggann en það var svo gott að komast aðeins út & fá sér frískt loft & hreyfingu eftir allt átið Wink Við gáfum honum skyrtu & golfhanska en krakkarnir fengu að gefa honum 1 kassa hver af "afaís" Tounge "Afaís" eru bara vanillustangir & var Jói búin að prenta út miða & setja á hvern kassa sem á stóð "Fyrsta hjálp afa" P4051064geymist í kæli & svo var stór kross í miðjunni W00t Svona eins & á fyrsta hjálpar kössunum en þetta vakti mikla lukku Grin Svo þurfti Ólína aðeins að dekra við krakkana, gaf þeim nokkur sokkapör & stelpunum sokkabuxur. Svo fengu þær kjúklinganagga, franskar & svala hjá frænkunni sinni & ekki lítið ánægðar með það Smile Ólína kom að sunnan í gær & hafði þá keypt handa þeim sokkana en hún var í skoðun sem kom vel út enda þarf ekki að koma aftur suður fyrr en 25.apríl Smile Svo fékk Ólína að koma með okkur heim & fær að gista hjá okkur í nótt, fyrsta skiptið eftir aðgerðina enda var hún  svo spennt að spyrja okkur hvort hún mætti nú gista Wink

Jæja þangað til næst, hafið það gott elskurnar mínar Heart

Dagga & co


Graftarkýli en ekki streptakokkar

Já ætli ég kannski byrji ekki á að útskýra fyrirsögnina Wink Svo er mál með vexti að á miðvikudaginn fór Jói minn í opinn tíma á heilsugæslunni. Hann var ekki fyrr búin að opna munninn þegar hann mátti loka honum aftur Woundering Læknirinn tilkynnti honum þá að hann væri með risastórt graftarkýli í hálsinum & þyrfti að fara upp á slysadeild & láta skera í það GetLost Eins & flestir sem þekkja manninn minn þá varð minn hvítur í framan við þessar fréttir enda ekki mikið fyrir nálar, hnífa né blóð & yfirleitt endar hann þá í gólfinu rænulaus Tounge Við brunuðum upp á slysadeild & biðum eftir að háls-nef & eyrnalæknirinn sem kallaður var út, Erlingur, kæmi á svæðið. Í stuttu máli þá var hann deyfður í hálsinum með spreyi, sprautu & svo skorinn ágætis skurður í kýlið til að hleypa öllu út Sick Sem betur fer var Jói með lokuð augun þegar var skorið á kýlið því mikið var um blóð & gröft en hann stóð sig svo vel, leið ekkert yfir hann í þessu öllu saman Smile Strax á eftir fann hann mun því hann átti auðveldara með að kyngja & ekki eins kvalinn Smile Hann var samt sendur heim með resept upp á sýklalyf, parkódín & svo Vóstar. Þetta er allt annað líf, hann er orðinn hitalaus, getur fengið sér örlítið að borða & getur haldið sér vakandi yfir daginn Tounge Ég skutla honum svo upp á slysadeild kl.13 í dag en það á að skoða hann, passa upp á það að skurðurinn loki sér ekki. Hann verður hreinsaður & haldinn opinn svo gröftur nái ekki aftur að loka sig inn í kýlinu Wink Ég get ekki verið með honum þar en ég verð í Ultratone fyrir Möggu tengdó á sama tíma. Magga er að fara suður með Ólínu í skoðun hjá hjartalækninum sínum.

Annarrs er allt gott að frétta hjá okkur, ég hef ekki enn orðið veik, sem betur fer Wink Krakkarnir líka frískir & ánægðir Smile Rosalega mikið að gera í skólanum, finnst ég stundum vera að kafna úr álagi en ætla að taka apríl mánuð með trukki & eiga mér ekki annað líf en skólalíf & njóta þess svo þegar prófin eru búin Wink Ég er svo búin að ráða mig í vinnu en ég ákvað að vera í sumar á gamla vinnustaðnum mínum, ekkert að vera breyta til núna. Ég verð semsagt á Hlíð á Víðihlíð & ætla að vinna 60% vinnu eins & ég gerði áður. Ætli ég verði ekki eitthvað á næturvöktum en þetta verður bara fínt, smá hlé frá skólanum áður en næsta skólaár byrjar Wink Svo verður sumarið í að fara í útileigur & bara ferðast á Íslandi. Ég ætla samt að skreppa í smá konuferð til Leicester & versla Smile Ég er búin að vera safna saman konum í þessa ferð & ef einhverjum langar með, hafið bara samband. Það verður trúlegast farið miðvikudaginn 6.ágúst & komið aftur miðvikudaginn 13.ágúst.

Kveðjur frá afbyggingartíma Kissing

Dagga


Ein stutt færsla í hléi í sálfræðitíma :o)

Jæja ætla bara að henda inn einni stuttri færslu þar sem það er pása í sálfræði Wink 

Fermingin gekk eins & í lygasögu, hreint út sagt betur en maður hefði þorað að vona Smile Ólína var hreint út sagt stórglæsileg & ljómaði öll af gleði, yndislegt að fylgjast með henni Smile Hún var orðin frekar þreytt um kvöldið, skiljanlega en bar sig samt ótrúlega vel & var ekki hægt að sjá um daginn að ekki voru nema 2 vikur síðan hún gekkst undir hjartaaðgerðina. Ég byrjaði daginn minn á að fara í Hlíðarbæ, þar sem veislan var haldin, með eitt stykki Marge Simpson kaka. Eftir það fór ég upp í Vestursíðu til að greiða Svandísi & farða Ólínu & tengdamömmu. Svo brunaði ég heim & gerði liðið klárt fyrir kirkjuna. Börnin voru mjög góð í kirkjunni & svaf Jón Páll mest allan tímann Wink Svo eftir kirkjuna brunuðum við til að opna Hlíðarbæ & gera klárt, allt gekk vel fyrir sig & þar sem ég eyddi mestum tíma í hlaup þá voru fætur mínir orðnir frekar lúnir í lok dags. Gengum svo frá eftir veisluna & vorum komin upp í Vestursíðu um 8 leytið & eyddum kvöldinu með fjölskyldunni. Komum þreytt heim um 11 leytið & krakkarnir sofnuðu í bílnum á leiðinni heim Sleeping Ólína fékk fullt af fallegum gjöfum & ágætan slatta af peningum einnig Wink Voða ánægð með allt saman Smile

Jói var orðin ágætur á laugardeginum & mætti í fermingu systur sinnar en var orðinn frekar slakur á sunnudeginum. Sick Hann er ennþá veikur, er ekki enn orðin hitalaus & er stokkbólgin, sést meira að segja utan á honum öðru megin á hálsinum. Hann leggur bara af & er núna á einni viku búin að missa um 6 kg Errm Hann er að fara tala við lækninn aftur núna á eftir til að vita hvort eitthvað sé hægt að gera en hann hefur bara verið heima í móki & ekki hægt að ná miklu sambandi við kappann síðustu daga Frown

Svona í lokin þá er ég búin að setja inn 110 myndir á barnaland frá fermingunni hennar Ólínu, endilega kíkkið á þær, set svo inn í kvöld inn í vefdagbókina þeirra. Jæja best að hlusta áfram á sálfræðikennarann minn tala um minni Grin

Dagga


Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

271 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband