Gleðilegt sumar

Ein aðeins of sein í að óska gleðilegu sumari en læt það flakka samt & þakka ykkur öllum fyrir veturinn sem nú er liðinn & vona að sumarið verði ykkur öllum gott & hreint yndislegt Kissing Ætla nú ekki að fara djúpt í fréttir liðinnar viku en það hefur sko verið yfirdrifið að gera Wink Svo eitthvað sé nefnt þá voru fimleikaæfingar, próf, skilaverkefni ásamt einni heimsókn á sjúkrahúsið með litla strákinn minn Errm Ekkert alvarlegt en það fór að leka blóð á leikskólanum úr "litla vininum" & kom svo í ljós að það hefði verið dáltil sprunga þar á ferð sem blóðið hefði lekið úr Frown Þeir á sjúkrahúsinu vildu náttúrulega bara fullvissa sig um að þetta væri ekki komið frá þvagrásinni & nú er bara skol þarna 2x á dag svo hann verði fínn Wink Finnur stundum til við þvaglát & svona en það er nú bara eðlilegt.

Ég er semsagt búin að skila þeim verkefnum sem á að skila fyrir utan vettfangsskýrsluna mína sem ég á að skila 9.maí. Var í prófi í morgun í afbyggingu, ekki uppáhaldsfagið mitt en gekk bara okay þrátt fyrir það Smile Svo núna fer ég á fullt í að læra fyrir stóra sálfræðiprófið mitt sem er upp úr öllu efninu & er næsta miðvikudag, svo nú verður tíminn nýttur í það Wink Ætla samt ekkert að læra í dag, ætla að laga til, baka brauð, elda góðan mat & vera með krökkunum mínum Smile Dagurinn í gær fór nú líka pínu í að vera með familíunni en við fórum um hádegið í Brynju & fengum okkur hádegismat, ís Smile Tengdaforeldrar mínir & Ólína komu með okkur áður en þau lögðu af stað suður Smile Ólína er að fara í skoðun í dag hjá hjartalækninum. Gangi þér vel elskan Kissing Svo var farið í búðir til að versla smá sumargjafir & svo í sólina til mömmu & pabba á pallinn Cool Svo var grillað um kvöldið dýrlegt læri & meðlæti svo maður fór saddur heim um hálf átta í gær Grin Svo tók bara lærdómur við um kvöldið, snemma að sofa & vaknað fersk í morgun um hálf sex til að læra aðeins meira Wink Fór svo upp á Hlíð áðan að skrifa undir ráðningarsamninginn minn & komst þá á hreint að ég verð trúlega mestmegnis á næturvöktum  því ég þurfti að gefa svar því, þar sem þá er ég ráðin með ábyrgð & auðvitað meiri laun Wink Fínt fyrir námsmann Tounge

Svo er bara að skella sér á lokahóf körfuboltans annað kvöld & skreppa út í Hrísey á sunnudag í skírn til Gunna & Berglindar Smile Ætla ekki að setja inn fleiri apríl myndir á barnaland fyrr en eftir skírnina á sunnudaginn Wink Fólk hefur nú líka ekki verið neitt ofboðslega duglegt að láta vita af sér þar eftir að maður er búinn að setja inn myndir svo ég er þá ekkert að flýta mér heldur W00t 

Ætla ekkert að ræða um þessi mótmæli hér enda myndi þá bara allt leysast út í vitleysu, þori ekki öðru en að hafa þá skoðun út af fyrir mig Police Bandit

Í lokin vil ég senda hlýjar kveðjur til Ivans litla frænda & fjölskyldu hans þar sem litli kúturinn brenndist pínu illa á fótum eftir að heitt vatn helltist á hann hjá dagmömmunni sinni Crying Sendi ykkur þúsund kossa & knús frá okkur elskurnar Heart

Sól & sumarkveðjur Kissing

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gleðilegt sumar Dagga mín og takk fyrir veturinn. Sumarkveðjur til fjölskyldunnar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ Dagga min og sumarkveðjur til ykkar Af Ivani er það að frétta að hann fór á endurkomu á slysó núna eftir hádegi Það veður athugað betur á mánudag með hann en þeim grunar að það geti verið á tveim stöðum hjá honum þriggja stiga bruniVonum bara að allt fari vel að lokum

Hrönn Jóhannesdóttir, 25.4.2008 kl. 15:16

3 identicon

Hæ hæ og gleðilegt sumar og takk fyrir kveðjuna 

Kv úr Njarðvík

Aníta (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

241 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1202

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband