"Þú berð ábyrð á eigin heilsu"

Já þetta var fyrirsögnin á fyrirlestrinum sem ég fór á í gærkveldi. Ég tók mér námspásu frá sálfræðinni & dreif mig, reif Svandísi mágkonu með mér & er hægt að segja að við höfum setið næstum stjarfar yfir öllu þessu Shocking Þetta var fyrirlestur/námskeið sem Davíð Kristinsson hélt & er óhætt að segja að maður hafi fengið nett sjokk Woundering Ég kom út af fyrirlestrinum & hugsaði með mér : pjúff ég verð að henda megninu út úr eldhússkápunum hjá mér.... Errm Ekki viss um að ég geti neytt sumra matvara aftur né notað örbylgjuofn framar Pinch Vá mér líður eins & ég hafi alla tíð borðað vitlaust, gert allt vitlaust en haldið oft á tíðum að maður sé að gera svona rétt GetLost Kannast einhver við það ??? Wink Maður gerði sér í raun ekki grein fyrir hvað var svona rangt við að nota örbylgjuofnana til að hita vatnið okkar, velja fituminni mjólkurvörur eða eins & svo margir gera, borða special K morgunkorn GetLost Ætla nú samt ekki að fara mikið meira í þessa sálma því það væri nokkurra bls færsla þar sem ég tók sjálf niður í gær um 4 fullar bls í punkta Wink Talaði svo við Davíð eftir fyrirlesturinn & ætla ég að vera í bandi við hann um áframhald þ.e.a.s. æfingarplan & annað Grin Mér líkaði bara mjög vel við hann, virðist vera mjög jarðbundinn maður sem veit hvað hann er að tala um. Þetta er bara eitthvað til að hlakka til á næstunni utan við að skólinn sé að klárast í bili Smile

Jæja ég var í sjúkraprófi í sálfræðinni í morgun, alls 2 hlutaprófum Frown Gekk ágætlega í öðru, því sem tengdist líffræðinni en var í bölvuðum vandræðum með hinn hlutann, sem var um minnið & atferlisgreiningu. Náði hreinlega ekki að læra það nógu vel fyrir prófið & er kennarinn líka ekki þekktur fyrir auðveld próf, þvert á móti, erfið próf er hennar aðferð GetLost Helgin mín mun svo bara fara í lærdóm & meiri lærdóm Shocking Svo ætla ég líka að hjúkra litlu stelpunni minni en það var hringt úr skólanum í dag & við beðin um að ná í hana Frown Hún var virkilega slöpp & komin með hita, hún svaf heima hjá mömmu & pabba á meðan ég var í prófinu í dag & er enn hálf drusluleg Frown Svo eru tónleikar með Konnurunum & Álftagerðisbræðrum á sunnudaginn Smile Ætla að reyna njóta þess líka að hafa kallinn eitthvað um helgina en hann hefur verið að vinna til 18 & 19 þessa vikuna & var svo beðin um að vera líka á morgun Woundering Allir að fara yfir á sumardekkin, við gerðum það einmitt á miðvikudaginn & þreif meira að segja bílinn okkar, ÉG !!! Pælið í því, ég að þrífa bílinn, það tókst nú samt, ekkert rispaður eða skemmdur eftir mig W00t Hlakkar svo til þegar þessi lærdóms geðbilun verður búin & fæ að fara að vinna, það er sko afslöppun fyrir mig eftir alla törnina í skólanum Grin 

Jæja best að fara sinna litla lasarusnum mínum, þangað til næst, ÁFRAM EYÞÓR í kvöld Grin Hafið það gott um helgina elskurnar Heart

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Dagga mín. Spescial K er sko ekkert megrunarfæði, enda ógeðslega vont finnst mér, en afi þinn borðar þennan óþverra út í AB mjólkina á morgnana. Vonandi hressist litla daman fljótt. knús til ykkar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.4.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Margith Eysturtún

Hafið það sem best og góða helgi

Margith Eysturtún, 19.4.2008 kl. 07:44

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já Dagga mín alveg rétt sem amma þín segir um Spescial K næringarfræðingurinn minn sagði mér að það er miklu meiri sykur í því en Cherios svona stutt dæmi. Þekki þetta þar sem ég þrufti að breyta til hjá mér líka Hafið það gott um helgina.

Hrönn Jóhannesdóttir, 19.4.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

240 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1206

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband