Crazy days

Óhætt að segja að þetta séu frekar bilaðir dagar & hlakkar mig mjög til eftir síðasta prófið þann 5.maí þó svo ég þurfi í endurtökupróf í lok maí Pinch Er að skila stóru vekefni um dylskynjun á morgun í upplýsingarrýni, 2 hlutapróf í sálfræði á föstudag, aðferðarfræðipróf á þriðjudag ásamt skilum á spss tölfræðiverkefni sama dag & fyrsta stóra prófið á föstudaginn 25.apríl í afbyggingu Gasp Nóg að gera næstu daga & vikur hjá mér Sleeping 

Höfðum það bara fínt um helgina. Ég fékk mér göngutúr með krakkana á laugardeginum til mömmu & pabba þar sem okkur var boðið í hádegismat, kjúklingapottrétt, ofboðslega góður Tounge Svo tók pabbi fram grilltengurnar & grillaði dásamlegan mat um kvöldið, ekki lélegt það Tounge Eftir matinn fórum við upp í Vestursíðu til tengdó & eyddum kvöldinu með þeim, fram til um kl:23 & það voru sko þreytt börn sem fóru í rúmið það kvöld eftir ísát & dekur hjá ömmu & öfum þann daginn Smile Á sunnudeginum skrapp ég upp í Vestursíðu til að taka viðtal við tengdaforeldra mína & á meðan fóru  stelpurnar upp í kjarnaskóg með Ólínu & Jón Páll á rúntinn með Svandísi & græddi shake hjá henni Grin Fórum svo heim þar sem allir fótboltagestirnir voru farnir eftir fótboltaleiki dagsins Wink  

Svo í gær lenti ég aftur í kattaóféti en ég gómaði einn inni hjá mér & ætlaði aldrei að ná honum út, var í stökustu vandræðum að ná honum GetLost Ég tók eftir því að hann var með ól en ekkert stóð á henni en ég var ákveðin í því að fara með hann þangað sem hann byggi & ætlaði sko að tala við eigandann Angry Loksins þegar ég náði taki á honum þá labbaði ég með hann út & henti honum út 6 alla leiðina að dyrinni reyndi hann að bíta mig & klóra & náði sko að klóra mig vel á hendinni Angry Verkefnið mitt í dag verður að klóra alla glugga að utan, nota kannski bara líka sítrónusafa, ég þoli þetta ekki Angry 

Er ekki sumarið svo að koma bara, Jói búin að vera vinna lengur þessa vikuna þó svo þetta sé ekki hans vika til kl: 18, það hefur bara verið svo mikið að gera, allir að skipta yfir á sumardekkin Wink Núna er einmitt bíllinn okkar þar að fá sumardekkin sín Grin Eins gott að það byrji ekki að snjóa um helgina eða eitthvað GetLost Þetta er búið að vera indælt, það að snjóinn sé að fara, ég hef nýtt undanfarna daga & hengt þvottinn minn út á snúru, alveg yndislegt að geta gert það Grin Langar svo að minna aftur á myndirnar á barnalandi en ég hef tekið eftir því að fullt að fólki er búið að skoða þær en enginn búin að kvitta eftir að nýju myndirnar komnar, pínu svekkt GetLost Langar svo í lokin að senda baráttukveðjur upp á barnadeildina til Helga  Þórs & fjölskyldu hans þar sem hann var lagður þar inn í gær en hann var búinn að vera veikur lengi & ekkert geta borðað, ja haldið neinu niðri síðan á föstudag Frown Er komin með næringu í æð & vonandi fer honum nú að batna eftir þetta Smile 

Hafið það gott, best að halda áfram að læra W00t  

Dagga                                                                 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Mjá alltaf í kisunum Dagga mín Mjá

Páll Jóhannesson, 16.4.2008 kl. 23:56

2 Smámynd: Margith Eysturtún

Alltaf nóg að gerða. Nú er ég mikið kattamennska enn skil alveg þitt vandamál. Prófa með píparmyntu og lavandel olíu, líka edikolía hjálpir. Kveðjur frá okkur.

Margith Eysturtún, 17.4.2008 kl. 18:00

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Alltaf nóg að gera á stórum heimilum Annað en hérna ekkert að gera nema njóta veðurblíðunar Sendum okkar bestu batakveðjur til Helga Þórs.

Hrönn Jóhannesdóttir, 18.4.2008 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

241 dagur til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1202

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband