18.4.2008 | 17:33
"Þú berð ábyrð á eigin heilsu"
Já þetta var fyrirsögnin á fyrirlestrinum sem ég fór á í gærkveldi. Ég tók mér námspásu frá sálfræðinni & dreif mig, reif Svandísi mágkonu með mér & er hægt að segja að við höfum setið næstum stjarfar yfir öllu þessu Þetta var fyrirlestur/námskeið sem Davíð Kristinsson hélt & er óhætt að segja að maður hafi fengið nett sjokk Ég kom út af fyrirlestrinum & hugsaði með mér : pjúff ég verð að henda megninu út úr eldhússkápunum hjá mér.... Ekki viss um að ég geti neytt sumra matvara aftur né notað örbylgjuofn framar Vá mér líður eins & ég hafi alla tíð borðað vitlaust, gert allt vitlaust en haldið oft á tíðum að maður sé að gera svona rétt Kannast einhver við það ??? Maður gerði sér í raun ekki grein fyrir hvað var svona rangt við að nota örbylgjuofnana til að hita vatnið okkar, velja fituminni mjólkurvörur eða eins & svo margir gera, borða special K morgunkorn Ætla nú samt ekki að fara mikið meira í þessa sálma því það væri nokkurra bls færsla þar sem ég tók sjálf niður í gær um 4 fullar bls í punkta Talaði svo við Davíð eftir fyrirlesturinn & ætla ég að vera í bandi við hann um áframhald þ.e.a.s. æfingarplan & annað Mér líkaði bara mjög vel við hann, virðist vera mjög jarðbundinn maður sem veit hvað hann er að tala um. Þetta er bara eitthvað til að hlakka til á næstunni utan við að skólinn sé að klárast í bili
Jæja ég var í sjúkraprófi í sálfræðinni í morgun, alls 2 hlutaprófum Gekk ágætlega í öðru, því sem tengdist líffræðinni en var í bölvuðum vandræðum með hinn hlutann, sem var um minnið & atferlisgreiningu. Náði hreinlega ekki að læra það nógu vel fyrir prófið & er kennarinn líka ekki þekktur fyrir auðveld próf, þvert á móti, erfið próf er hennar aðferð Helgin mín mun svo bara fara í lærdóm & meiri lærdóm Svo ætla ég líka að hjúkra litlu stelpunni minni en það var hringt úr skólanum í dag & við beðin um að ná í hana Hún var virkilega slöpp & komin með hita, hún svaf heima hjá mömmu & pabba á meðan ég var í prófinu í dag & er enn hálf drusluleg Svo eru tónleikar með Konnurunum & Álftagerðisbræðrum á sunnudaginn Ætla að reyna njóta þess líka að hafa kallinn eitthvað um helgina en hann hefur verið að vinna til 18 & 19 þessa vikuna & var svo beðin um að vera líka á morgun Allir að fara yfir á sumardekkin, við gerðum það einmitt á miðvikudaginn & þreif meira að segja bílinn okkar, ÉG !!! Pælið í því, ég að þrífa bílinn, það tókst nú samt, ekkert rispaður eða skemmdur eftir mig Hlakkar svo til þegar þessi lærdóms geðbilun verður búin & fæ að fara að vinna, það er sko afslöppun fyrir mig eftir alla törnina í skólanum
Jæja best að fara sinna litla lasarusnum mínum, þangað til næst, ÁFRAM EYÞÓR í kvöld Hafið það gott um helgina elskurnar
Dagga
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dagga mín. Spescial K er sko ekkert megrunarfæði, enda ógeðslega vont finnst mér, en afi þinn borðar þennan óþverra út í AB mjólkina á morgnana. Vonandi hressist litla daman fljótt. knús til ykkar.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.4.2008 kl. 21:32
Hafið það sem best og góða helgi
Margith Eysturtún, 19.4.2008 kl. 07:44
Já Dagga mín alveg rétt sem amma þín segir um Spescial K næringarfræðingurinn minn sagði mér að það er miklu meiri sykur í því en Cherios svona stutt dæmi. Þekki þetta þar sem ég þrufti að breyta til hjá mér líka Hafið það gott um helgina.
Hrönn Jóhannesdóttir, 19.4.2008 kl. 13:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.