Ein stutt færsla í hléi í sálfræðitíma :o)

Jæja ætla bara að henda inn einni stuttri færslu þar sem það er pása í sálfræði Wink 

Fermingin gekk eins & í lygasögu, hreint út sagt betur en maður hefði þorað að vona Smile Ólína var hreint út sagt stórglæsileg & ljómaði öll af gleði, yndislegt að fylgjast með henni Smile Hún var orðin frekar þreytt um kvöldið, skiljanlega en bar sig samt ótrúlega vel & var ekki hægt að sjá um daginn að ekki voru nema 2 vikur síðan hún gekkst undir hjartaaðgerðina. Ég byrjaði daginn minn á að fara í Hlíðarbæ, þar sem veislan var haldin, með eitt stykki Marge Simpson kaka. Eftir það fór ég upp í Vestursíðu til að greiða Svandísi & farða Ólínu & tengdamömmu. Svo brunaði ég heim & gerði liðið klárt fyrir kirkjuna. Börnin voru mjög góð í kirkjunni & svaf Jón Páll mest allan tímann Wink Svo eftir kirkjuna brunuðum við til að opna Hlíðarbæ & gera klárt, allt gekk vel fyrir sig & þar sem ég eyddi mestum tíma í hlaup þá voru fætur mínir orðnir frekar lúnir í lok dags. Gengum svo frá eftir veisluna & vorum komin upp í Vestursíðu um 8 leytið & eyddum kvöldinu með fjölskyldunni. Komum þreytt heim um 11 leytið & krakkarnir sofnuðu í bílnum á leiðinni heim Sleeping Ólína fékk fullt af fallegum gjöfum & ágætan slatta af peningum einnig Wink Voða ánægð með allt saman Smile

Jói var orðin ágætur á laugardeginum & mætti í fermingu systur sinnar en var orðinn frekar slakur á sunnudeginum. Sick Hann er ennþá veikur, er ekki enn orðin hitalaus & er stokkbólgin, sést meira að segja utan á honum öðru megin á hálsinum. Hann leggur bara af & er núna á einni viku búin að missa um 6 kg Errm Hann er að fara tala við lækninn aftur núna á eftir til að vita hvort eitthvað sé hægt að gera en hann hefur bara verið heima í móki & ekki hægt að ná miklu sambandi við kappann síðustu daga Frown

Svona í lokin þá er ég búin að setja inn 110 myndir á barnaland frá fermingunni hennar Ólínu, endilega kíkkið á þær, set svo inn í kvöld inn í vefdagbókina þeirra. Jæja best að hlusta áfram á sálfræðikennarann minn tala um minni Grin

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Halda áfram að læra - ekkert slór

Páll Jóhannesson, 2.4.2008 kl. 11:22

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit og kíkk og til hamingju með mákonuna. Vonandi fer svo Jói að hressast . Kv.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 2.4.2008 kl. 20:50

3 identicon

Hæ hæ og takk fyrir síðast fermingin tókst rosavel og þú stóðst þig eins og hetja í eldhúsinu,kveðja frá öllum úr Skarðshlíðinni

Hafdís og fjölsk (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 16:56

4 Smámynd: Brynja skordal

Gott að allt gekk vel hjá ykkur hún er hetja Fermingaskvísan hafðu ljúfa helgi

Brynja skordal, 3.4.2008 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

240 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband