Ferming Ólínu á morgun

Já þá er bara að koma að þessu, Ólína okkar fermist á morgun Grin Allir hjálpast að við að gera allt klárt en tengdaforeldrar mínir eru alveg ótrúlega rólegir yfir þessu öllu, ekkert stress Wink Fórum í gærkveldi & gerðum salinn klárann, stilltum upp borðum, skreyttum & gerðum eins margt & við gátum fyrir stóra daginn Wink Ólína hafði sko mikla ánægju af þessu öllu & ljómaði alveg af henni Grin Já þetta tókst henni, ná heilsu & koma til Íslands til að fermast Kissing Ekkert minna verður að gera í dag en ég mun gera 2 stk stórar smurbrauðstertur & Jói átti að gera rice krispies turninn sinn Grin Dagurinn í gær var heldur erfiður þar sem eiginmaður minn tók upp á því að veikjast, ekki gott Shocking Þetta byrjaði vísu aðeins á miðvikudagskvöldið, var að drepast í rifbeinunum, eins & hann væri marinn, hefði verið laminn illilega GetLost Hann tók inn verkjalyf um kvöldið & fór snemma í rúmið. Þegar hann vaknaði um morguninn var hann ekkert skárri & ákvað að fara ekki í moggann & ekki í vinnu, ja allaveganna fyrir hádegið eins & hann sagði það GetLost þegar ég kom heim úr skóla um 11 leytið var minn hálf meðvitundarlaus í sófanum sofandi & ekki í neinu ástandi til að mæta í vinnu eftir hádegið Errm Ég fór svo í Ultratone & skildi lasarusinn eftir heima. Þegar ég kom heim um 6 leytið þá var minn steinsofandi & gjörsamlega út úr kú Sick Nú var hann farinn að finna allrækilega til í hálsinum & gat ekkert borðað, lá bara fyrir GetLost Hann áttaði sig strax á því að hann væri trúlega kominn með streptakokkasýkingu & hringdum við strax í mömmu hans sem átti afgang af sýklalyfi, sama & hann hefur notað við þessu. Hann talar svo við lækni núna á eftir til að fá sýklalyf & þannig ætti hann að vera öruggur með að geta mætt í fermingu systur sinnar Smile Hann má ekkert koma nálægt henni núna á meðan hann er á þessu stigi, þarf að vera búin að vera á sýklalyfi í að minnsta kosti 24 klst til að smita ekki Wink Vona að hitinn fari líka lækkandi hjá honum því hann er gjörsamlega vita gagnlaus svona veikur, bara hálf meðvitundalaus & ekki á besta tímanum GetLost

Elín er svo að fara í afmæli beint eftir skóla í dag & verður þar til hún fer í fimleikana, hlakkar mikið til Grin Jói verður semsagt heima í kvöld en það var ekki planið, hann átti að vera á Illugastöðum á vinnufund á vegum samfylkingarinnar en hann getur alveg gleymt því núna FootinMouth Sit núna í tíma, afbyggingu, ekki skemmtilegasta fagið, hlusta á ítalskan kennara tala ensku um fyrri heimstyrjöldina & fasisma, jeiii, einmitt mitt áhugasvið eða hitt þó heldur Pinch 

Jæja skrifa mjög fljótt aftur & mun reyna að henda strax á sunnudaginn inn myndum af fermingunni inn á barnaland Grin Þangað til næst ......

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

vonandi gengur allt vel hjá ykkur og skvísan njóti þess að láta ferma sig og vonandi verður bóndin þinn orðin ról fær til að taka þátt í gleðinni með ykkur hafið ljúfa helgi

Brynja skordal, 28.3.2008 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1249

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband