Færsluflokkur: Bloggar

Komin tími á smá update

GrinVá hvað er langt síðan ég hef nú tekið mér tíma til að setjast niður & blogga örlítið Halo Páskafríið hefur verið yndislegt & til að draga það saman þá höfðum við það bara gott Grin Við héldum 2 matarboð, annað á föstudeginum langa & komu þá Andrés & co í mat til okkar. Það seinna var á laugardeginum en það var heldur fjölmennara. Þá komu Halldóra vinkona, Palli maðurinn hennar & litla rúsínan þeirra hún Katrín Sól en Halldóra átti afmæli þennan dag & komu norður til að vera um páskana. Svo komu Berglind & Gunni & börnin þeirra fjögur, Guðbjörg vinkona & Ásta vinkona & Kári & gullið þeirra, Íris Hrönn Grin Fjölmennt en höfðum það svo gott & borðuðum góðan mat saman Grin Við fórum í mat til mömm & pabba á skírdag & einnig páskadag í kalkúninn góða Grin 

Ólína kom svo til Akureyrar á mánudaginn en þau komu til landsins kl.6 á páskadagsmorgun & voru í Sandgerði á páskadag. Á mánudeginum hittu þau svo hjartalæknirinn þeirra í Reykjavík & kom svo beint í flugi norður. Við vorum öll mætt á flugvöllinn að taka á móti þeim & fórum svo með þeim heim að spjalla & drekka saman Grin Svo buðum við þeim í mat um kvöldið & borðuðum saman þetta dýrindis læri Tounge Semsagt allt gekk vel í Boston & var hún útskrifuð endanlega á laugardeginum & fóru svo í flug um kvöldið Grin Það er svo gaman að vera búin að fá Ólínu heim aftur & nú er það bara næsta verkefni, fermingin hennar Grin 

Svo er páskafríinu lokið í skólunum líka & er allt að komast í fastar skorðir á ný en krakkarnir voru að vera frekar leiðir á öllu þessu fríi Wink Mig er strax farið að hlakka til að skólinn klárast enda mun ég ekki stoppa þangað til Crying Byrjaði á fullu strax í dag, þarf að skila enn einu synopsis verkefni á föstudaginn & svo rýnihóparannsóknarskýrslunni okkar sem við eigum að skila á mánudaginn GetLost 

Svo er ég búin að setja mars albúmið inn á barnaland með fullt af myndum, endilega kíkkið á það Smile Skrifa svo fljótt aftur, blogg páskafríið mitt er víst búið Tounge

Dagga


Komin í páskafrí í skólanum

Oh hvað ég er hamingjusöm að fá um viku frí í skólanum, aðeins fá að anda smá Grin Var í prófi í morgun í aðferðarfræði & gekk sko alls ekki vel, ekki séns ég nái þessu prófi Angry Bekkurinn eins & hann leggur sig var EKKI ánægt með prófið, hvort sem þeir hefðu lært í marga sólarhringa eður ei Crying Þetta var bara hræðilegt próf & skildi ég engan veginn í dæmunum hvar ég átti að nota F-próf, t-próf óháð eða háð eða önnur þvíumlík próf til að finna niðurstöðuna GetLost Viðurkenni alveg fúslega að ég hefði getað lært meira fyrir prófið en er nú samt ekki viss um að mér hefði gengið neitt mikið betur. Eins & kannski einhverjir hafa orðið varir við er svona frekar mikið að gera hjá mér & stoppa ég oft ekki fyrr en um miðnætti eða eftir það. Vakna um hálf sjö & er á fullu oft fram eftir kvöldi & fram eftir nóttu, eftir hvað er að gera í skólanum FootinMouth Var að hugsa um að vera kærulaus & horfa bara á sjónvarpið í kvöld & slappa örlítið af W00t Skelli mér svo í klippingu í fyrramálið & svo í Ultratone & þá er ég komin í frí í Ultratone fram á laugardag. Verður samt nóg að gera í bókhaldinu & skattaskýrslum hér heima um páskana Wink Ég hef ekki séð stelpurnar mínar síðan á sunnudaginn enda gista þær hjá mömmu & pabba & koma heim í kvöld eftir að vera búin að vera frá mér í 2 sólarhringa Crying Mig hlakkar svo til að sjá þær & knúsa þær en þetta var gert svo þær þyrftu ekki að vakna snemma á morgnanna bara til að láta skutla sér svo til ömmu sinnar & afa. Ég var upp í skóla í gær til kl.22 & bróðir minn kom svo heim að reyna hjálpa mér í þessari blessuðu aðferðarfræði Whistling

Jæja nú um fólkið mitt í Boston Kissing Ólínu hefur gengið svo vel undanfarið að læknirinn telur hana geta útskrifast í dag eða á morgun & þarf að vera í Boston í 3-4 daga þá. Svo fá þau vonandi grænt ljós á að fljúga til Íslands en þau munu áður en haldið verður til Akureyrar þurfa að hitta hjartalækninn hennar í Rvk, hann Hróðmar, áður en hún getur haldið heim Smile Vonandi koma þau þá til Akureyrar mánudag-þriðjudag í næstu viku sem þýðir að hún mun ná að fermast á tilsettum degi Grin Magga & Nonni settu aftur inn fréttir í commentin fyrir síðustu færslu hjá mér svo endilega kíkkið á það. Við heyrðum í þeim í gærkveldið & var bara gott hljóðið í þeim, þegar þau hringdu í okkur þá voru þau í mötuneytinu á sjúkrahúsinu að borða. Við ætlum svo að hringja í kvöld í þau & leyfa krökkunum að tala við Ólínu en hún bað um það í gær að heyra í litlu dúllunum sínum Grin Ólína, Magga & Nonni, við söknum ykkar SVO mikið & hlökkum til að hitta ykkur í næstu viku. Elskum ykkur svo mikið & sendum þúsund kossa & knús út til ykkar & orð fá ekki lýst hversu mikið við vildum vera hjá ykkur á þessum stundum & veita stuðning Heart

Jæja best að fara drífa sig í Ultratone, skrifa fljótt aftur

Dagga & co


Lífið er bara yndislegt :o)

Já eins & fyrirsögnin segir til um þá er lífið bara yndislegt þó svo það geti oft komið upp erfiðir tímar en maður vinnur bara úr þeim & þroskast Grin Langar til að segja ykkur smá fréttir frá fallegu hetjunni okkar frá Boston Smile Jói talaði við pabba sinn í gærkveldi & voru bara góðar fréttir, hún var farin að ganga aðeins um & fara á klósettið & svona. Svo hringdu þau í okkur í dag þar sem þau ætluðu að fara í sturtu á hótelinu en gátu það ekki þar sem vatnið hitnaði ekki & urðu þau að þvo sér með kattarþvotti Shocking Magga svaf sína aðra nótt á spítalanum hjá Ólínu & svaf Magga greinilega bara ágætlega, ja eða allaveganna fast, því henni var tilkynnt að allt hefði gengið vel um nóttina, farið einu sinni á wc & þær hefðu ekki viljað vekja hana því hún svæfi svo vært Wink Allt gengur semsagt vel & er hún laus við flest tæki nema að hún er ennþá tengt við hjartalínurit & svo með súrefni þar sem hún mettar ekki vel Frown Hún er með vökva í lungunum & á ekki auðvelt með að tala, hún er einnig í æfingum með að blása & getur náð núna tveim kúlum af þrem upp Wink Hún fékk svo að skreppa í tölvu í dag & talaði hún við okkur núna undir kvöld á msn-inu & hafði skrifað komment á síðustu færslu um hversu mikið þessi dúlla saknaði okkar & hlakkaði til að hitta okkur Kissing Magga & Nonni settu einmitt inn í gær komment um stöðu mála & þykir okkur alveg óendanlega vænt um það Kissing Svo hringdum við í hana um 8 leytið í kvöld & brá okkur svo við að tala við hana, hún talaði lágt & var ekki auðvelt fyrir hana að tjá sig en við náðum að segja henni hvað okkur hlakkaði til að sjá hana & elskuðum hana Heart Krakkarnir fengu að tala við ömmu sína í morgun í síma & voru svo hamingjusamir með það Kissing Við hringjum svo aftur á morgun & heyrum í henni & setjum þá vonandi bara fleiri góðar fréttir þá Smile

En stelpurnar fóru til mömmu & pabba í kvöld þar sem þær munu gista næstu tvær nætur þar sem páskafríið í skólanum er byrjað & ég þarf að mæta í skólann næstu tvo daga GetLost Jón Páll er líka í leikskólanum fram á miðvikudag en ég er líka í Ultratone fram á miðvikudag eftir skóla svo mamma & pabbi ákváðu að þetta væri besta lausnin svo við þyrftum ekki að vekja þær snemma á morgnanna til að fara með þær til þeirra Smile Ég get þá líka einbeitt mér að því að læra fyrir prófið á þriðjudaginn í aðferðarfræði Wink Einar Geir fékk svo að gista hjá okkur á föstudagskvöldið & var mikið fjör hjá krökkunum Grin Á laugardaginn var Jói að vinna til 2 & ég í Ultratone til hádegis & ákvað svo að skreppa með mömmu & stelpunum á opnun í Rúmfatalagernum á meðan Jón Páll svaf vært hjá afa sínum Wink Gott kvöld svo með fjölskyldunni & auðvitað Svandísi, elduðum pítsu & horfðum á góða fjölskyldumynd Smile

Jæja best að halda áfram að læra fyrir aðferðarfræðiprófið mitt.

Dagga & co


Aðgerðin búin

Jæja ætlaði bara að skjóta inn smá fréttum frá Boston áður en ég fer að sofa Wink Ólína fór í aðgerðina í morgun klukkan 7:30 að staðartíma & tók hún 4 klst. Fyrstu fréttirnar sem við fengum voru þær að hann hefði gert við hjartað eins & hann hafði ætlað sér læknirinn & nú væri verið að mynda hjartað til að sjá hvort það virkaði sem skildi Woundering Henni var að sjálfsögðu haldið í svæfingunni á meðan. Svo komu þær fréttir til okkar að læknirinn var ekki alveg nógu ánægður með það hvernig hjartað starfaði & ákvað hann að reyna aðeins að laga það betur. Síðustu fréttirnar sem við fengum af henni voru að hún væri komin úr aðgerð & hjartað væri farið að starfa sjálft, án tækja & að aðgerðin hefði tekist & sögðu læknarnir hún hafi gengið eins vel & hægt væri Grin Mikill léttir varð þá allt í einu, að vita að allt hefði nú gengið vel & þetta væri loksins yfirstaðið. Við höldum svo áfram að vera dugleg að koma með fréttir af þeim þarna úti svo fylgist með Wink 

Í kvöld var svona pínu fjölskyldukvöld & borðuðu Andrés & co hjá okkur & var svo horft á sjónvarpið Smile Einar Geir fékk svo að gista hjá okkur & fannst honum það ekki leiðinlegt Smile Ultratone í fyrramálið, Jói að vinna & svo bíða óteljandi skattaskýrslur handa Jóa fyrir helgina að vinna GetLost Ég ætla að taka mér frí frá lærdóm á morgun & njóta þess að þrífa, skipta á rúmum & hafa það gott með krökkunum eftir hádegið & annað kvöld Joyful Elín fór í afmæli & skemmti sér konunglega & svo eru fimleikar hjá henni í fyrramálið eftir smá frí vegna árshátíðarinnar í Glerárskóla. Skrifa betur síðar, minni enn & aftur á flottu afmælismyndirnar hans Jóns Páls á barnalandssíðunni okkar www.barnaland.is/barn/66675 endilega kíkkið Grin

Best að drífa sig í háttinn enda klukkan orðin tvö Sleeping Kveðjur úr Draumalandi

Dagga & co


Aðgerðardagurinn

Jæja þá er dagurinn kominn, stóri dagurinn, aðgerðardagurinn Woundering Hún fer í aðgerðina núna klukkan 7:30 að staðartíma þarna úti. Við heyrðum í þeim í gær & voru það mjög góðar fréttir sem við fengum þá. Læknirinn sem gerir aðgerðina telur að hann geti hreinlega lagað lokuna í stað þess að þurfa að taka loku úr lunganu & flytja í hjartað Grin Hann talar um að það séu 97% líkur á því að þetta geti gengið & þá er þetta líka ekki eins stór aðgerð eða um 4 klst Grin Læknirinn mun líka prufa að setja hjartað í gang til að vita hvort þetta virkar & ef ekki þá er það bara það sem var upprunalega áætlað. Þá er lungnaloka tekin & sett í hjartað & annað hvort tekið úr svíni eða látnum einstakling loka til að geta sett í lungað. Ef þetta tekst þá styttist dvöl hennar úr 10 dögum á spítalanum í 5 daga & þarf hún svo að vera í Boston í 3-4 daga á eftir áður en hún fær að fljúga heim til okkar Grin Þetta þýðir að hún nær pottþétt fermingunni sinni Grin Við heyrðum í þeim í gærkveldi & talaði Jói við pabba sinn lengi á meðan hann sat á bekk & mæðgurnar voru að versla inn í Wallmart eða ég held það heiti það Joyful Við hin heyrðum bara í Ólínu um kvöldmataleytið til að óska henni góðs gengis á aðgerðardaginn. Hún er þokkalega ánægð ennþá en hún er nýbúin að fá ferðadvd frá foreldrum sínum & svo gáfum við, Andrés & co & Svandís henni fermingargjöfina áður en hún fór út, myndavél Grin Set hér mynd meðfylgjandi af henni í Rvk með nýju flottu, bleiku vélina GrinÓlína með nýju bleiku myndavélina sína

Ekki það mikið að frétta af okkur hinum, bara mikið að gera. Ég er búin að vera í Ultratone síðan á þriðjudag alltaf eftir skóla & ég var í sálfræðiprófi síðasta miðvikudag & hefði alveg viljað ganga betur Errm Ég fékk aftur á móti út úr afbyggingarprófinu mínu & ég er í skýjunum, þessi áfangi sem er á ensku um leiðinlega kalla & fólk heldur áfram að detta úr áfanganum Whistling Ég var ekkert endilega viss um að ná honum en það náðu allir, lægsta einkunn 5 & hæðsta 8 & ég náði 7 LoL Vá hvað ég var ánægð, það var ekkert smá Grin Svo er búin að vera árshátíð í Glerárskóla & var Elín að sýna, syngja Grin Ég fór á sýningu á miðvikudaginn með Margréti minni & höfðum gaman, Elín kom svo til okkar eftir að hennar atriði lauk en þau voru fyrst Smile Glæsileg árshátíð Wink Í gærmorgun var svo Margrét Birta að spila á flautu með bekknum sínum & komst ég ekki en pabbi hennar fór & tók atriðið upp á videóvélina okkar & afinn mætti með myndavélina sína Grin 

Svo í kvöld ætlum við að hafa svona lítið fjölskyldukvöld & koma til okkar Andrés & co & Svandís & ætlum við að borða saman & hafa það gott Grin Er svo búin að setja inn myndir á barnaland frá afmælinu & fleira Grin Endilega kíkið & kvittið Grin 

Baráttukveðjur til fólksins mín í Boston Heart

Dagga & co


Afmæli

P3090645Þá er enn eitt afmælið búið & var það nú bara óvenju rólegt þ.e.a.s. margir sem komust ekki en þetta var bara kósý stemming Joyful Strákurinn fékk mikið af flottum gjöfum & naut dagsins í faðmi vina & ættingja Grin

Á laugardaginn eða á afmælisdegi sonarins þá vöktum við hann um morguninn með pökkum & afmælissöng & sá var sko aldeilis ánægður með allt playmódótið sitt Grin Um hádegið fór ég með krakkana upp í Vestursíðu til tengdó svo ég kæmist á jarðarför Braga frænda. Eftir hana var haldið aftur í Vestursíðu til að borða afmælistertu & hafði mín yndislega tengdamamma búið til pönnukökur handa mér, glútenfríar & góðar Grin Jói var á ráðstefnu frá 10-16 sem þau í samfylkingunni stóðu fyrir, bleik orka & heppnaðist svona vel líka Smile Um JónPáll_Greifi 028 - Copykvöldið var ferðinni heitið á Greifinn að borða með allri fjölskyldunni & var það hrein snilld Grin Við vorum ekki bara að halda upp á afmæli stráksins heldur einnig að kveðja Ólínu okkar sem heldur til Boston á morgun Kissing

Í gær eftir að síðustu gestirnir voru farnir héldum við mæðginin upp á slysadeild þar sem við létum líta á puttan hans & hálsinn á mér Errm Ég hafði vaknað um morguninn skrítin & með svona hálsbólgu en samt bara væga. Þegar tók að líða á daginn jókst hún & var ég hætt undir kvöld að geta kyngt & hitinn hækkaði verulega Frown Puttinn á Jóni Páli var líka orðinn vel bólginn, heitur & greinilega gröftur í honum GetLost Við löbbuðum út með sinnhvorn sýklalyfjaskammtinn, ég með streptakokka & hann með sýkingu í puttanum Crying Við höfum náð að halda þessu í 3 ár að láta hann ekki fara á sýklalyf en nú bara var ekki annað hægt, hann semsagt fór á sinn fyrsta sýklalyfjakúr í dag GetLost Við höfum alltaf geta notast við eitthvað annað eða beðið læknana ekki að gefa það ef það er ekki nauðsyn. En ég fór ekki í skólann í morgun þar sem læknirinn bannaði mér það, enda ekki með neina heilsu í það & fann það líka að ég hefði kannski ekki fúnkerað þar í dag Wink

Í dag komu svo tengdó & Ólína til að kveðja okkur & einnig Andrés, Hafdís & strákarnir til okkar í kaffi Grin Ákváðum meira að segja að borða saman um páskana hérna & hafa það gott, einnig var svona fjölskyldukvöld ákveðið næsta föstudagskvöld Smile Í fyrramálið skutlar Jói fólkinu sínu á flugvöllinn þar sem þau munu fljúga til Rvk & halda svo seinnipartinn til Boston. Svo mun Ólína leggjast inn þann 13. & aðgerðin svo þann 14. Woundering Við verðum svo dugleg að setja inn fréttir af þeim hingað inn svo þið getið fylgst með.

Ég hef að vísu ekki tíma til að setja inn myndir á barnaland núna né á morgun en ætla að gera það á miðvikudaginn. Er að fara í sálfræðipróf á miðvikudaginn Errm Læt vita þegar ég verð búin að setja þær inn. Þangað til hafið það sem allra best Kissing

Streptakokkakveðjur

Dagga


Litli strákurinn minn 3 ára í dag

Litli fallegi strákurinn minn er 3 ára í dag Wizard Til hamingju með daginn elsku ástin mín Heart Hann fæddist fyrir þrem árum síðan klukkan 10:02 að morgni & var heilar 15 merkur & 55 cm á lengd Grin Hann hefur alltaf verið alveg yndislegt barn & gæti ég eytt heilmiklum tíma núna í að skrifa um kosti hans en þetta finnst mér samt segja allt um hann, YNDISLEGUR Heart

Skrifum aftur í kvöld, erum á leiðinni út að borða núna öll hele familien Kissing

Afmæliskveðjur

Dagga, Jói, Margrét Birta, Elín Alma & Jón Páll


Tölur & aðeins tölur í dag

Sæl veriði

Það er sko óhætt að segja að þetta sé töludagur hjá mér W00t Þið skiljið kannski engan vegin hvað ég meina með því en jú síðan í gær er ég búin að vera læra fyrir upplýsingarýni prófið mitt sem  var í morgun Errm En sá lærdómur snérist dálítið mikið um tölur, marktækar tölur, lélegar tölur, skuggatölur & mikið fleiri tölutal GetLost Elsta stelpan, hún Margrét Birta, tók svo upp á því í gærkveldi að fá hita, ekki mikinn en ég sendi barnið ekki með hita í skólann svo Jói var heima með stelpurnar í morgun til 10 á meðan ég var í prófinu. Elín var að verða hitalaus í morgun en svona er samt á mörkunum Frown Ég reyndi svo þegar ég kom heim til að fá þær til að leggja sig með mér sem gekk ekki sem skildi. Ég hafði nefnilega ekki náð nema 2 tímum í hvíld í nótt þar sem ég fór í rúmið um fjögur & vaknaði "fersk" um 6 Sleeping Elín vaknaði meira að segja 10 mínútum á undan mér, Jón Páll 10 mín á eftir mér & Margrét um hálf sjö GetLost Ég sem ætlaði að vakna á undan krökkunum svo ég næði að lesa aðeins fyrir prófið en já svona fór það nú GetLost Ég ákvað í morgun, svona til öryggis, að mæla Jón Pál til að athuga hvort hann væri nokkuð með hita en nei & minn bara svo hress að ég fór með hann í leikskólann Grin Svo var hringt í mig um hálf tvö, bara hálftíma áður en hann átti að vera búinn í leikskólanum & beðin um að sækja hann Crying Þá var hann búin að vera ekki með sjálfum sér í allan dag & komin með hita svo líka Frown Þannig að börnin verða öll heima á morgun, þori ekki að láta stelpurnar fara strax í skólann svo þeim slái ekki niður.

Áðan var tölustaðan sú að Margrét Birta var með 37,8°, Elín Alma með 37,3°en Jón Páll með 38,3° svo tölurnar fylgja mér í dag W00t Annarrs er alveg nóg að gera, er að reyna laga til & svo er undirbúiningur afmælið Jóns Páls að komast í gang. Er að fara lita & plokka/vaxa í kvöld svo ég & fleiri lítum nú vel út um helgina Kissing Ætlum þrátt fyrir veikindi að halda ótrauð með að fara öll saman út að borða, kemur í ljós á morgun hversu mörg við verðum en þetta verður bara gaman Grin Erum að gera boðskortin núna fyrir afmælið svo fólk geti fengið í kvöld eða í fyrramálið. Var svo að pæla að búa hérna til albúm með kökunum mínum en þeir sem vilja skoða myndir af fjölskyldunni eða vita meira um hana lesa það á barnalandi, verið óhrædd að biðja um lykilorðið ef þið vitið það ekki Grin Setti nýtt í vefdagbókina í gær Smile

Kveðjur úr veikindabælinu

Dagga


Próf & aftur próf

Jæja þá er ég búin í þessu blessaða afbyggingarprófi & þori ég varla að segja til um hvernig mér gekk, náði að svara öllum spurningum en svo er bara spurningin hvernig kennarinn metur þær hjá mér Errm Ekki auðveldasta fag sem ég hef tekið & hlakkar mig mjög til þegar þessi áfangi klárast í vor Grin En svo er bara að byrja læra undir næsta próf sem er á fimmtudag í upplýsingarrýni.

Gærdagurinn var að mestu nýttur í prófalestur en Jói var heima fyrir hádegi með miðbarnið enda komin með bullandi hita & magaverk Shocking Ég nefnilega gat ekki sleppt skólanum þar sem ég var að gera rýnihóparannsókn & ekki hægt að taka það neitt upp aftur, ég hefði bara fengið 0 ef ég hefði ekki mætt Errm Ég á náttúrulega svo góða foreldra að þegar ég sá fram á það að hitinn hjá stelpunni hækkaði bara & hún ekkert á leiðinni í skólann daginn eftir þá tók mamma bara ákvörðun fyrir mig Tounge Já þegar hún kom með strákinn minn til mín eftir leikskólann þá ákvað hún bara að taka stelpuna & hafa hana hjá sér Wink Bæði svo ekki þyrfti að vekja hana snemma um morguninn & einnig svo ég gæti lært fyrir prófið mitt Grin Um kvöldið kom Svandís, systir Jóa, til að passa fyrir okkur þar sem Jói var að fara á bæjarmálafund & ég að fara upp í skóla að læra Smile 

Elín var nú orðin hitalaus í dag & fer í skólann á morgun en verða samt í pössun hjá ömmu sinni svo ég geti unnið aðeins fyrir Möggu tengdó í Ultratone á meðan hún útréttar. Margt sem þarf að gera áður en þau halda út til Boston eftir viku Woundering Jói & Svandís fóru svo í dag á jarðaför hjá Freyju bestu frænku þeirra. Ég bauð svo Svandísi í mat & í ljós til að þakka fyrir pössunina kvöldið áður Grin Vá hvað var þægilegt að liggja í bekknum & slaka á í smá tíma Smile Tengdó & Ólína fóru suður í dag & komu samt aftur heim í kvöld þar sem þau voru í viðtali hjá hjartalækninum. Allt gekk vel & mörgum spurningum svarað. Þau fara semsagt út eftir viku eða 11.mars & aðgerðin 14.mars. Hugur okkar verður hjá þeim allan tíman úti Halo

Jæja læt þetta nægja í bili

Prófkveðjur

Dagga


Náttfatadagur

Ég held hreinlega að það hafi verið komin tími á einn svoleiðis, náttfatadag Grin Við krakkarnir erum búin að vera í náttfötunum í allan dag, Jói hins vegar bara í fötum, rosa hallærislegur miðað við okkur hin Tounge Þetta er búið að vera svo notalegt & krakkarnir búnir að vera svo góðir að leika sér í allan dag & eru enn Halo Ég man hreinlega ekki eftir því að við höfum öll, utan við Jóa, verið allan dag í náttfötum, höfum stundum klætt okkur vel eftir hádegi. Ég var byrjuð að læra fyrir hádegi & Jói í bókhaldinu, ég einmitt er líka búin að vera baka marens í dag, fyrir afmælið hans Jóns Páls um næstu helgi. Ávað að byrja að baka, marensa & brúna botna til að auðvelda mér lífið í vikunni, voða sniðug Wink Við ætlum að halda upp á afmælið hans Jóns Páls næsta sunnudag þó svo hann eigi afmæli á laugardaginn. Ástæðan er sú að Samfylkingin er með ráðstefnu, bleik orka & verður Jói auðvitað að vera á svæðinu sem varaformaður ungliðanna Wink Svo eru trúlega ég & fjölskylda mín & fleiri að fara á jarðaför svo við ákváðum að fara bara út að borða með fjölskylduna á laugardagskvöldið Grin

Dagurinn í gær var bar fínn, Margrét Birta fór í afmæli út á Þelamörk til bekkjabróður síns & skemmti sér konunglega. Við skruppum í smástund til Möggu í Ultratone. Ég fór seinnipartinn & farðaði nokkrar stelpur fyrir árshátíðina, viðurkenni að þegar ég sá alla fína & flotta þá langaði mig pínu að fara en ég fer bara næsta ár Wink Kvöldið var líka þægilegt, Ásta vinkona & Halldóra vinkona komu til mín & voru hjá mér til miðnættis en þá þurftu þær að fara sinna litlu krílunum sínum Smile Við gerðum saman þennan fína marensrétt með vanillusósu, rjóma & ferskum ávöxtum & var hreint út sagt æðislegur, geri hann sko pottþétt fyrir afmælið Grin Svo komst á hreint í gær að Ólína fer í aðgerðina 14.mars svo nú fer bara allt á fullt, ég ætla að reyna aðstoða Möggu við að vera í Ultratone & við mamma reynum svo að sjá saman um baksturinn & skreytingarnar fyrir ferminguna Joyful Allir leggjast á eitt & hjálpast að, þannig eiga líka fjölskyldur að starfa Grin

Jæja ætla að fara gera pasta handa okkur & halda svo áfram í þessari blessuðu afbyggingu sem ég elska svo Sick 

Afbyggingarkveðjur

Dagga


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

32 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 1394

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband