Færsluflokkur: Bloggar
1.3.2008 | 00:48
Smith, Mills, Burke, Marx, Leo & Nietzhe
Úff maður, komið eftir miðnætti á föstudagskvöldi & mín situr ennþá við tölvuna að læra & það fyrir afbyggingu Ekki uppáhaldsfagið mitt enda get ég ekki með neinu skilið af hverju í ósköpunum ég þarf að sitja þetta fag Hvað ætli skipti miklu máli að ég þekki þessa karla í mínu blessaða sálfræðinámi. Smith & Mills frjálshyggjumenn, Burke íhaldssamur, Marx & kommúnistaávarpið, Leo the pope kaþólikki & Nietzhe of flókinn til að ætla að ræða hér Er semsagt að fara í próf á þriðjudaginn í afbyggingu, 30% próf úr fyrsta hlutanum & er áfanginn kenndur á ensku & þar af leiðandi prófið allt á ensku Ég hef nú alltaf verið talin frekar fær í enskunni en þetta er bara glatað, allt lesefni á svo óskiljanlegu gömlu máli sem finnst sumt hvert ekki í orðabókum. Ekki hjálpar til að þetta eru heimspekingar, pólitíkusar & aldrei er nú auðvelt að skilja þá oft, hvort sem er á íslensku eða ensku
Ég hreinlega varð að koma þessu frá mér, pirringnum, áður en ég fer að sofa á eftir svo hann fylgi mér ekki í bólið Annars fer morgundagurinn bara í hreingerningu, elstu stelpunni boðið í afmæli & svo er ég að farða nokkrar stelpur fyrir árshátíð HA sem ég ákvað að sleppa þetta árið Jói mun svo nýta helgina í bókhald & skattaskýrslur enda sá tími að byrja hjá okkur & alltaf nóg að gera í þeim efnum
Svo í dag fékk hún Ólína okkar, systir Jóa, að vita hvenær hún gæti komist í aðgerðina, ef hún tekur þeim degi Ekki er mikill frestur enda er talað um 14.mars & þyrfti hún að vera komin út til Boston á sjúkrahúsið 13.mars. Henni finnst ákvörðunin erfiðust því henni langar að fermast með bekknum sínum sem er 29.mars Málið er að hún þarf að vera á úti í um 2 vikur & á mörkunum að hún nái en gæti það kannski. Fjölskyldan tekur ákvörðun um helgina & allir taka bara höndum saman um að reyna láta hana fermast þann daginn. Við mamma ætlum að hjálpa þá Möggu við bökunar/skreytingar stúss svo hún þarf ekki að hafa neinar áhyggjur á því sviði
Jæja svona í lokin, allir að mæta í Ultratone á morgun á opinn dag frá kl.10-14 & kíkka á starfsemina
Afbyggingarkveðja
Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.2.2008 | 20:35
Þetta blogg er tileinkað þér elsku Guðbjörg mín
Já þetta blogg ætla ég sko að tileinka vinkonu minni henni Guðbjörgu en það verður stutt & laggott svo SUMIR hafi nú tíma til að lesa það Nefni engin nöfn
Óhætt er að segja að það sé alveg nóg að gera á þessum bæ, ég lít varla upp úr skólabókum eða tölvunni minni, endalaus próf & verkefni Sem ég ætla ekki að þreyta ykkur á með að telja það upp núna Ég vil svo þakka þeim sem hefur séð til þess að ég vaknaði með hita í morgun, kærlega fyrir, það var alveg yndislegt eða þannig Mætti samt í verkefnavinnuna mína í dag kl.16 & var komin heim um kl.19.
Ég vil einnig votta Hafdísi & sonum & fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúðarkveðjur en Bragi bróðir Ólu ömmu minnar lést í gærmorgun aðeins 67 ára gamall að aldri. Honum verður sárt saknað & er hugur minn hjá þeim öllum, þar með bræðum hans & svo ömmu minni
Ætla ekki að blogga mikið núna, geri það bara oftar & minni lesning, að beiðni Þið sem viljið svo vita einhverjar fréttir af krökkunum mínum þrem, þeir kíkja í vefdagbókina þeirra á barnalandi sem er nýuppfærð í kvöld & myndirnar sem eru í nýju albúmi, febrúar II en þar eru myndir ekki bara af krökkunum heldur allri fjölskyldunni. Þar eru myndir af meðal annars afmæli Möggu tengdó Þeir sem vita ekki slóðina en vilja kíkka þá er hún www.barnaland.is/barn/66675 & er síðan læst en verið óhrædd að biðja um lykilorðið ef þið vitið það ekki, sendið mér bara póst
Kveðja frá skólanördinu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2008 | 00:03
Fyrsta færslan á nýju bloggi
Jæja gott fólk
Ákvað núna í dag að prufa að stofna mitt eigið blogg frá grunni, hitt bloggið okkar var upphaflega Jóa blogg & varð svo að mínu seinna meir Núna langaði mig að prufa hvernig þetta blogg virkar & athuga hvort að verður meira um að fólk fari á það, lesi & kannski kommenti, maður veit aldrei Jæja ætla ekki að hafa fyrstu færsluna lengri en ætla að prófa fyrst um sinn að blogga bara hér um allt milli himins & jarðar, hvort sem er fjölskyldu eða bara það sem mig langar til að segja
Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
32 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1394
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar