Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Komin helgi & ég ekki með afmæli :o)

Já þá eru afmælin komin hjá mér þangað til í desember Smile Búin að halda 4 veislur á 2 vikum, alveg orðið fínt bara Wink Þó mér finnist æðislega gaman að baka & stússa í þessu þá er þetta kannski mikið af því góða svona með öllu skólastússinu líka Smile Verkefni eftir verkefni, próf eftir próf .... ohh hvað ég er fegin að það er komin helgi, var sko búin að lofa sjálfri mér & krökkunum að læra ekkert um helgina, vera bara með þeim Wink Að vísu finna þau nú ekki mikið fyrir þessu því ég næ í þau tvisvar í viku kl.15 & þrisvar kl.16 & þá er ég yfirleitt búin að mestu leyti að læra & ef svo er ekki þá geri ég það á kvöldin eftir að þau eru sofnuð svo þau finna ekki mikið fyrir þessu hjá mér Smile Setti svo inn nokkrar kökumyndir inn í kökualbúmið mitt hérna á síðunni & svo eru komnar um 103 myndir úr afmælinu hans Jóa inn á barnalandssíðuna http://www.barnaland.is/barn/66675 endilega kíkkið.

Vorum að koma heim úr afmæli & ætlum að laga til & baka pítsu, bera svo út moggann í kvöld & eiga gott kvöld saman sem fjölskylda Heart Fórum í gær eftir vinnu hjá Jóa til Helgu Svövu & fjölskyldu, en þau Jói eru systkinabörn, en þar var hittingur í tilefni þess að Dísa amma þeirra hefði orðið 83 ára gömul. Grillaðar voru lundir & meðlæti & allt var alveg æðislega gott & mikið gaman hjá öllum Grin Takk kærlega fyrir kvöldið öll sömul, þetta var alveg yndislegt Heart Elín Alma er svo að fara í tvöfalt strákaafmæli út á Þelamörk á morgun en annars er bara letidagur hjá fjölskyldunni, þeir eru líka ágætir W00t Ágætt líka fyrir stelpurnar að eiga svona letidag enda á fullu alla virka daga. Margrét Birta í fimleikum þrisvar sinnum í viku, 2 klst í senn tvisvar & einu sinni einn & hálfan. Elín Alma æfir tvisvar í viku, 1 klst í senn, sem er bara ágætt fyrir hana þó hún vildi æfa oftar ef hún mætti ráða Smile

Hér gengur lífið bara sinn vanagang & ekkert nýtt að frétta, svo við skrifum bara fljótt aftur Smile

Dagga


Eiginmaðurinn þrítugur í dag

Ástin mín

Til hamingju með daginn elskan mín Heart 

Hlökkum til að njóta dagsins með þér Kissing

Jebbs þá er kallinn orðinn þrítugur Heart Afmælisveislan hans var haldin á laugardaginn í Lárusarhúsi & var þetta yndislegur dagur & kvöld Grin Gestirnir streymdu jafnt yfir daginn & nutum við þess að gera vel við hann. Ég tók & söng fyrir hann 3 lög, tengdamamma & litla systir hans lásu honum falleg orð, börnin hans sungu fyrir hann afmælissönginn & svo fullt af singstar um kvöldið, alger snilld Grin Fyrir hönd mannsins míns vil ég þakka öllum þeim sem komu & hittu okkur á laugardaginn & fallegu kveðjurnar & gjafirnar sem hann fékk Kissing Hann fékk mikið af fallegum gjöfum, blómvendi, gjafakort í 66°norður fyrir 20.000, gjafabréf í Ormsson fyrir 15.000, gjafabréf í Glerártorg fyrir 7.500, Dressmann fyrir 4.000 & Imperial fyrir 5.000. Einnig fékk hann fallega 66°norður flíspeysu, nokkrar vínflöskur, ostakörfu, nammikörfu ásamt helgardvöl á Illugastöðum, bók, hanska, bjórglös & fleira Grin Síðast en ekki síst fékk hann gjafabréf frá litlu systur sinni, henni Ólínu, upp á fría barnapössun í heilt ár, hvenær sem er W00t 

Dagurinn verður bara ljúfur & munu foreldrar mínir, systkini, tengdó & systur hans koma til okkar í kvöldmat, læri mmmmm Tounge Jói tók sér frí í vinnunni, bæði í dekkjahöllinni & í mogganum svo hann fær að njóta dagsins í botn Grin Ég ætla að skreppa aðeins í skólann en kem svo til hans & nýti daginn með honum Wink 

Til þín Jói minn :

Mig langar bara að segja hversu heppin að vera gift þessum manni & er hann guðsgjöfin mín ásamt okkar 3 fallegu börnum. Þú ert kletturinn minn & hefur alltaf & munt alltaf standa þétt upp við mig & styðja mig & hvetja áfram í öllu sem ég tek mér fyrir höndum. Rólyndi þitt kemur saman við mitt hraða eðli & þannig náum við jafnvægi í sameiningu. Þú dregur fram það besta í mér & ég í þér. Við erum eitt & hlakkar mig til að eyða ævinni með þér. Þetta hafa verið bestu 9 ár lífs míns & hlakka til í næstu ár í lífi okkar Heart Með þessu óskum við börnin þér til hamingju með 30 árin þín Heart

Afmæliskveðjur

Dagga & börnin 3


Skemmtileg & annasöm helgi að baki

Afmælisstelpan okkarJá nú er stóra stelpan mín orðin 8 ára & þvílík gleði hjá henni um helgina, hún brosti allan hringinn Grin Við héldum afmælisveislu fyrir fjölskyldu & vini á laugardaginn & var það svo notaleg stund sem maður átti hérna Smile Strax um kvöldið var farið að undirbúa afmælisveislu sunnudagsins sem var haldin fyrir skólasystur hennar Wink Margrét Birta hélt upp á afmælið með skólasystur sinni, Anítu Lind, sem á afmæli samaMargrét í nýju peysunni sinni dag & hún & var veislan haldin hér heima LoL Það var sko mikið fjör hérna þá & mikið hlegið W00t Um kvöldið komu svo tengdó, Svandís & Ólína frá Reykjavík & komu til okkar í kvöldkaffi, það var sko búið að halda þeim vakandi & var það sko ekki auðvelt Tounge Stelpan okkar fékk fullt af gjöfum & pening & var hún í skýjunum yfir þessu öllu saman & sveif hér á sæluskýi á sunnudagskvöld, úrvinda af þreytu eftir alla afmælistörnina sína Sleeping 

Myndin hér til hliðar er af henni í nýju peysunni sinni sem hún keypti sér fyrir afmælispeninginn sinn. Svo eru hérna myndir af fígúrutertunum mínum tvem sem gerðar voru fyrir þessi afmæli núna Smile 

FótboltinnSvo er allt á fullu í undirbúning af næsta afmæli en hann Jói minn er að verða þrítugur á mánudaginn en veislan verður haldin á laugardaginn í Lárusarhúsi, húsi Samfylkingarinnar & verður skemmt sér eins lengi & fólk endist Wizard Ég er búin að reyna að vera baka fyrir afmælið en er líka á fullu við að læra. Er að fara í próf á föstudaginn í félagsfræðilegri greiningu & skila SPSS verkefni í aðferðarfræði sama dag. Nóg að gera en það verður nú líka pínu léttir þegar þessari afmælistörn líkur þó manni hlakki rosa til Grin Fótboltavöllurinn

Annarrs er ekki mikið að frétta fyrir utan það sem ég hef sagt hér að ofan en ég skrifa bara fljótt aftur Smile

Ég er svo búin að setja inn 2 ný albúm á barnaland svo endilega kíkkið & kannski kvittið Wink Myndirnar eru  m.a. frá Akureyravökunni, af okkar flotta furðufugli, afmælunum o.fl.

Jæja hafið það gott

Dagga


Stóra stelpan mín 8 ára í dag

Stoltir foreldrarÞað er óhætt að segja að tíminn líði enda finnst mér eins & það hafi gerst í gær sem ég var að koma frumburði mínum í heiminn Pinch Það tók nú ekki langan tíma miðað við að vera fæða mitt fyrsta barn en ég byrjaði að finna fyrir verkjum milli 3 & 4 um nóttina & hnátan var komin í heiminn kl:10:27 W00t Þvílík gleði & hamingja að fá þessa fallegu stelpu í fangið á mér, gullfalleg & yndisleg, eins & hún er í dag Grin Hér á myndinni vinstra megin sjáiði okkur stoltu foreldrana með stelpuna okkar 5 daga gamla Kissing Stóra stelpan okkar var svo skírð Margrét Birta þann 24.september sama ár en ekki var erfitt að finna nafnið á hana þar sem bæði móðir mín & Enska skólastelpantengdamamma heita því nafni, Margrét Grin Margrét Birta í dag er allt sem foreldri gæti viljað, frábær í alla staði Grin Hún leggur mikinn metnað í það sem hún gerir & sést það mjög vel í henni þar sem hún stundar fimleika & hefur vaxið mjög innan þeirra greinar Wink Einnig æfði hún af kappi fótbolta í sumar & sást einnig þar keppnisskapið & félagslyndið hennar enda kemur henni einstaklega vel við alla þá krakka sem hún hittir Smile Hún náði t.d í sumar einu bronsi með liðinuVerðlaunastelpan sínu á pæjumótinu á Siglufirði & svo fjórða sætinu á Landsbankamótinu, maður er nú bara endalaust stoltur af henni Grin Myndin hér til hægri sýnir hana með bronsið & bikarinn á Siglufirði. Margrét hefur nú prufað allmargt eins & að flytja rétt um 1 árs aldur til Hríseyjar, flutti 5 ára til Englands þar sem hún byrjaði sína skólagöngu & gekk frábærlega & eignaðist fullt af góðum vinkonum þar sem hún hefur enn samband við í dag Smile Myndin hér er af fyrsta skóladeginum hennar í Englandi. Þessi stóra stelpa mín á eftir að gera marga góða hluti í framtíðinni & mun ég & pabbi hennar styðja við bakið á henni í hverju sem hún vill taka sér fyrir hendi í framtíðinni Kissing Til hamingju með daginn elsku fallega Margrét Birta mín & vonandi muntu eiga góðan dag með okkur & fjölskyldu þinni í dag Wizard Elskum þig endalaust mikið dúllan mín Heart

Já dóttirin á afmæli í dag & verður haldin veisla fyrir vini & fjölskyldu í dag kl.15 & verður bara fjör Wink Svo mun hún halda afmælisveislu á morgun fyrir bekkjarsystur sínar en hún heldur hana ásamt annarri bekkjarsystur sinni, henni Anítu, sem á einmitt afmæli sama dag & hún svo við foreldrarnir ákváðum að sameina þessi tvö afmæli í eina veislu, sniðugt ha W00t Svo á morgun kl.13 verður hér troðfullt húsið af 8 ára skvísum Smile Margrét Birta fékk svo pakkana sína áðan frá okkur foreldrunum & systkinum & varð ekkert lítið ánægð enda voru þeir troðfullir af fötum & einum geisladisk Smile Hún er núna að fara í fimleika en hún er á æfingu frá 9-10:30 & er að fara með sleikjó handa stelpunum í sínum hóp Smile Ég er búin að öllu kökustandi & ætla að fara dúlla mér við að setja stóla allsstaðar & dúka & sparileirtauið o.s.frv. W00t

Langar í lokin að þakka kærlega fyrir öll fallegu sms-in & kveðjurnar á blogginu & póstinum sem ég fékk á afmælisdaginn minn & auðvitað allar fallegu gjafirnar Grin Maður fékk nú fullt af fallegum gjöfum, mikið af alls konar fallegu leirtaui, samlokugrill, dvd myndum & litun & plokkun & svo auðvitað blómum Kissing Tengdamömmu fannst það eitthvað svo tilvalið að gefa mér litun & plokkun þar sem alla mánuði sé ég um að lita & plokka & vaxa fólkið mitt, nú væri tími komin á að ég fengi að láta dekra við mig Grin Takk kærlega fyrir mig elskurnar & Sædís vinkona, takk sérstaklega til þín fyrir símtalið frá Kenýa, mér þótti einstaklega vænt um það Heart Sakna þín Kissing

Jæja ætla að halda áfram að njóta dagsins, hafið það gott & hlakka til að sjá flest ykkar í dag Smile

Stolt móðir


Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband