Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Farin á krókinn

Hæ hæ

Langaði bara að henda inn nokkrum línum en nú erum við að fara leggja í hann á Sauðárkrók þar sem stelpurnar mínar eru að fara keppa á sínu fyrsta fótboltamóti, Landsbankamótinu Smile Ég ætla að keyra þangað með þeim & ætlar móðir mín að koma með okkur Wink Á morgun eða annaðkvöld munu svo Jói, Jón Páll, pabbi & Sædís mæta á svæðið til að taka þátt í þessu með okkur Smile Stelpurnar orðnar virkilega spenntar & fengu þær einmitt í gær liðsgalla á sig, keppnistreyjur, stuttbuxur, sokka, vindjakka & fl. en sumt voru fyrirframafmælisgjafir þar sem öll herlegheitin kosta sitt Whistling Ætla setja hérna inn mynd af þeim þar sem þær voru að máta í gærkveldi áður en ég fór að merkja allan fatnað & dót sem tekið verður með á krókinn.

Keppnisstelpan      Hin keppnisstelpan    Keppnisnúmerin Ekkert smá sætar

Þetta eru svo númerin þeirra en þau voru valin þannig að afmælisdagur þeirra var notaður Smile Vantar bara keppnisskóna & legghlífarnar sem við nenntum nú ekki að setja þær í þegar herlegheitin voru mátuð Wink 

 

Fótboltagellur  

 

 

Látum þessa flottu fyrirsætumynd duga í bili, setjum svo inn fullt af myndum þegar við komum heim á sunnudagskvöldið Smile

Hafið það gott um helgina Cool

Keppniskveðja frá þórsurunum


8 ár í hjónasælu

Ákvað að skella inn einni stuttri færslu áður en ég færi í rúmið en nákvæmlega fyrir 8 árum síðar var ég enn á fótum & Jói að fara þrífa bílinn fyrir stóra daginn Smile Fyrir 8 árum á Jónsmessu giftist ég manni mínum & er enn með honum í dag, sem virðist vera nokkuð merkilegur hlutur W00t Mér finnst ennþá jafn asnalegt að heyra spurninguna " Eigið þið öll börnin saman " ? Já það er kannski ekki algengt nú á tímum en það gerist jú víst Wink Þetta hefur verið ótrúlega fljótt að líða þessi 8 ár en ég ætla ekkert að ljúga & segja að allt hafi gengið eins & dans á rósum Whistling Við höfum fengið okkar skerf af erfiðleikum & komið saman standandi úr þeim, betri fyrir vikið & vitrari (vonandi) W00t Ég segi að til að hlutirnir geti virkað í hjónabandi þurfa að ríkja samheldni, traust, ást & virðing. Að vísu þeir sem eru í sambandi vita að málamiðlanir er einnig mjög stór hlutur í þessu.

Jói minn, til hamingju með daginn okkar ástin mín & hlakka til að eiga með þér enn fleiri ár til viðbótar Heart Vil ekki hafa þetta væmnara en koss & knús elskan til þín Kissing

Til hamingju með daginn Svandís mín & hlökkum til að sjá þig í dag Heart

Jæja best að drífa sig í rúmið, morgunvakt í fyrramálið & svo næturvakt um kvöldið Sleeping

Dagga


Komin heim

Jæja þá er komin tími á smá uppfærslu þar sem maður er komin heim úr útilegunni Smile Ekki gerðist nú svo mikið síðan síðast var bloggað, ég naut þess að vera í vaktafríi með krökkunum & kallinum, fengum ágætis veður & vorum þá daga í garðinum Smile Ég fór svo að vinna á föstudagskvöldinu & var að vinna næstum straight til mánudagsmorgun Sleeping Við vorum svo heppin að það var ein í partýhópnum hjá Jóa sem bauðst til að halda partýið & þáðum við það með þökkum þar sem ég var að vinna bæði á morgunvakt & svo næturvakt þennan dag Wink Ég á náttúrulega frábæra tengdaforeldra sem björguðu okkur með að hafa krakkana yfir nótt svo Jói gæti skemmt sér með fólkinu úr MA á meðan ég var á næturvakt, svo ég fengi líka smá dúr fyrir vaktina Smile Á mánudeginum þegar við vorum að gera okkur klár í útileguna var svona voða hvasst svo við ákváðum að bíða þar til næsta morgun eða um morguninn 17.júní Smile Svo var lagt af stað & ákveðið bara eftir veðurspánni hvert ferðinni væri heitið, fórum bara þar sem veðrið var Krakkarnir hjá Strokkgott Grin Byrjuðum á Þingvöllum þar sem var yndislegt veður, vorum þar tvær nætur, skoðuðum Gullfoss & Geysi, fórum í sund á Laugarvatni & nutum Fjölskyldan hjá Gullfossþess að vera í þessari fallegu náttúruperlu Smile Næst var ferðinni heitið á Snæfellsnesið & tjölduðum við á Stykkishólmi & vá hvað það er fallegt þarna, maður gæti sko alveg sest að þarna Wink Fengum yndislegt veður en ákváðum á leiðinni heim að stoppa á Skagaströnd & hitta Guðbjörgu vinkonu & krakkana hennar, bauð okkur í mat & áttum góða stund með þeim Smile Hittum líka Kæju & fjölskyldu áður en við lögðum í hann & var svo gaman að hitta þau. Komum þreytt heim Fallegu börninrétt fyrir miðnætti á föstudagskvöldi & allir sváfu út á laugardeginum Smile

Í gær fórum við svo í sund á Þelamörk, vildum komast áður en henni yrði lokað en hún á að vera lokuð til 1.des frá & með morgundeginum. Fengum yndislegt veður fyrir sundferðina & kom Svandís líka með okkur & höfðum það bara gott Smile Letidagur í dag enda að ná kröftum fyrir vinnudag á morgun. Jói er búin með sitt 2 vikna sumarfrí & byrjar að vinna á morgun & ég er að fara vinna annaðkvöld, þriðjudagsmorgun & svo næturvakt sama kvöld Sleeping Mamma & pabbi ætla að hafa stelpurnar þá nóttina svo þær þurfti ekki að vakna bara til þess að fara í pössun. Á þriðjudaginn koma svo tengdaforeldrarnir & foreldrar mínir í mat ásamt Svandísi, Ólínu, Sædísi & Sölla þar sem við ákváðum að halda upp á 8 ára brúðkaupsafmælið okkar með þeim & auðvitað afmæli Svandísar Smile

Á föstudaginn höldum við svo á Sauðárkrók þar sem stelpurnar okkar eru að fara keppa á Landsbankarmótinu í fótbolta, voða gaman Smile Verðum þar fram á sunnudag & höfum það bara gott Smile

Jæja læt þetta nægja í bili en það eru komnar nýjar myndir á barnaland, nýtt albúm Júní II með fullt af myndum, endilega kíkkið & kvittið  www.barnaland.is/barn/66675

Hafið það gott elskurnar

Dagga & co


Kallinn kominn í sumarfrí

Vá bara komin vika síðan síðasta blogg en já maður er bara komin á fætur í dag en það var nú eiginlega ekki létt því þegar maður er búin að vera á næturvöktum þá er erfitt stundum að snúa dæminu við en ég var nú vöknuð um tíu leytið í morgun Smile Gat bara ekki með nokkru leyti sofnað í gærkveldi enda sofið langt fram eftir eftir næturvaktina svo ég prjónaði bara Smile Ég er semsagt komin í pínu vaktafrí, kom heim af síðustu vaktinni kl.8 á mánudagsmorgun & fer aftur að vinna kl.15 næsta föstudag Smile Jói minn kominn í sumarfrí en það er orðið SVO langt síðan hann hefur tekið sér almennilegt frí & er hann núna bara heima með okkur Smile Nýtir svo tímann á meðan stelpurnar eru á fótboltaæfingu frá 10-12 í að vinna í pollamótinu en það er svona aukavinnan hans Smile 

FótboltastelpurnarEkki mikið búið að gerast á þessum bæ nema að á miðvikudaginn var fyrsta fótboltaæfingin hjá stelpunum & fannst þeim það ekki leiðinlegt að æfa með öllum stelpunum í Boganum Wink Svo þurfti náttlega að fara & versla á stelpurnar það sem þurfti, þórspeysurnar, legghlífarSoccer girls & gervigrasskó Wink Svo var allur dagurinn nýttur í fótbolta í nýju græjunum Smile Mamma & pabbi fóru svo suður á miðvikudaginn & út til Þýskalands á fimmtudaginn & hafa þau  bara haft gaman þarna úti Smile Ég var að vinna fimmtudags- & föstudagsmorgun & Jói auðvitað líka svo Svandís & Ólína leyfðu stelpunum að gista hjá sér, hjá Svandísi þessar tvær nætur svo við þyrftum ekki að vekja þær eldsnemma til að koma þeim til þeirra um morguninn Smile Það var sko dekrað við dömurnar á meðan múttan var að vinna Smile Á laugardeginum fóru dömurnar mínar í kvennahlaupið þar sem ég var að vinna & fór Ólína líka svo þær þyrftu ekki að ganga einar en Jói var með einhvern derring að vilja ekki sem karlmaður ganga en hann mætti samt & tók myndir Smile Helgin hjá mér fór í næturvaktir & svefn & örlítinn bakstur & næsta helgi verður nákvæmlega eins en samt verður fyrsta "partýið" haldið í íbúðinni okkar á laugardagskvöldið en Jói mun eiga 10 ára stúdentsafmæli á þriðjudaginn næsta Smile Svo nokkrir úr bekknum hans ætla að koma saman & það hérna hjá okkur yfir grilli & skemmtun, bara fjör en ég staldra við þangað til ég fer á næturvaktina mína Smile Svo á sunnudaginn kvöddum við Ólínu en hún var að halda til Danmerkur í tvær vikur þar sem hún ætlar að læra dönsku Smile Svo höldum við upp á það þegar hún kemur til baka en þegar við Jói eigum brúðkaupsafmæli þann 24.júní þá ætlum við að bjóða tengdó, Svandísi, Ólínu & svo foreldrum mínum í mat & þá baka ég köku handa Svandísi minni köku í tilefni dagsins en hún á afmæli þennan dag, hún verður 22 ára & við að fagna 8 ára afmæli Smile

Ætlum svo bara að reyna að skemmta okkur konunglega í sumar, fyrsta ferðalagið sem við förum í 16.júní & verðum í um 7 daga & ætlar Svandís að koma með okkur, þá verður farið bara þangað sem við viljum & allt í útilegu Smile Svo verður ættarmót í Árskógi í Jóa ætt frá 11-13 júlí & mætum við þangað með tjaldið & svo bara það sem við viljum gera Smile Svo má ekki gleyma verslunarferðinni minni til Leicester helgina eftir versló, yndislegt Smile

Hafið það gott elskurnar & svo eru komnar nýjar myndir á barnaland, júní myndir, kíkkið & kvittið Smile www.barnaland.is/barn/66675

Dagga


Yndislegt líf að vera búin í skólanum

Jæja þá er maður sko loksins búinn í prófum & búin að sóla sig aðeins í góða veðrinu hérna á norðurlandi Cool Síðasti prófið mitt var á fimmtudaginn & fagnaði ég því bara með leti um kvöldið enda gjörsamlega búin á því eftir Margrét með námsmatiðprófatörnina Wink Á föstudagsmorguninn fór ég svo með stelpunum mínum í Glerárskóla á skólaslitin & fengu þær svo námsmatið sitt, glæsilegt það Elín með námsmatiðSmile Glæsilegar umsagnir & einu "einkunnirnar" þeirra var úr stærðfræði & náðu þessar elskur 9 í því, stórglæsilegt Grin Fórum svo í Glerártorg & skoða herlegheitin & það var eins & akureyringar hefðu aldrei haft leikfangaverslun, ekkert smá fjöldi þar á ferð Smile Það eina sem ég keypti þann daginn var eitt fótboltamark svo krakkarnir gætu æft sig hérna heima í fótbolta enda stelpurnar loksins að byrja á morgun, búnar að bíða síðan í september eftir þessu Grin Þær verða semsagt í 7.flokk kvenna & munu æfa á hverjum virkum degi frá kl.10-12 Grin Ólína & Eyrún vinkona hennar, eyddu svo deginum með stelpunum & komu tvær mjög ánægðar skvísur heim seinnipartinn Smile Á föstudagskvöldið fór svo Jói & Sölli bróðir keyrandi, á bíl Svandísar, í Húnaver þar sem einhverskonar vinnufundur ungra jafnaðarmanna var haldin Wink Ekki var nú leiðinlegt hjá okkur um kvöldið þar sem Svandís & Ólína voru hjá okkur frameftir að spila partý & co, voða fjör Smile 

Á laugardaginn var bakað um morguninn, svo fórum við Svandís með krakkana í sund í Þelamörk & var sko ekki leiðinlegt Smile Loksins þegar litli kúturinn minn fékkst til að fara í rennibrautina þá hreinlega vildi hann ekki hætta Smile Yndislegt að sjá hann. Eftir sundið var svo haldið upp í Vestursíðu í smá "pikk nikk" þar sem var leiðinlegt veður. Borðað í Drekagilinu um kvöldið þar sem litli kútur var komin með hita eftir allt saman, 38,7 Jón Páll lasarusFrown Fórum svo aftur upp í Vestursíðu þar sem tók við náttfata & spilakvöld en strákurinn með hita enn, fór upp í 39,6 & þá fékk ég nóg & gaf honum hitastillandi. Ohh hvað var gaman, allir í náttfötum & spilað partý & co,  borðað nammi & snakk & mikið hlegið Smile Jói kom svo í bæinn um kl.00:30 & vorum við ekki komin heim fyrr en um kl.1:30 & allir orðnir dauðuppgefnir eftir daginn Sleeping 

Sunnudagurinn var líka yndislegur, fjölskyldudagur. Fótboltamarkið sett upp í garðinum, göngutúr í Glerártorg, úti allan daginn Smile Jói vann meira að segja bókhaldið sitt úti Wink Svandís besta frænkan skrapp með Ólínu í rúmfó & kom til baka með eitt stykki stóra buslulaug til að nota, geggjað Smile Gallinn var að við áttum ekki slöngu til að geta fyllt laugina svo til að redda okkur þá var notað við bala & fötu til að setja örlítið vatn í hana, Sundlaugargamansvona til að prufa Smile Mikið fjör & mikið gaman með loforði um að kaupa slöngu strax daginn eftir, sem var að sjálfsögðu gert með öllu tilheyrandi Smile 

Yndislegt veður hélt svo áfram á mánudaginn en ég átti að vera á kvöldvakt en strákurinn var ennþá drulluslappur, fór ekki í leikskólann svo ég tók mér veikindafrí vegna hans, ekki vel við það en svona er það nú bara Frown Eftir að Ólína var búin í skólanum kom hún beinustu leið hingað með Svandísi & fylltu þær á laugina & fór Ólína & Eyrún vinkona hennar með stelpunum í hana & vildu bara helst ekkert koma upp úr aftur Smile Svandís hafði það nú bara gott í sólbaði á meðan Cool Pabbi kom svo við hjá okkur & setti nýjar lamir á sandkassann svo ég gæti farið að bera á hann & gert hann örlítið huggulegri Wink 

Ekki mikið gert í dag nema laga til & svo fengum við heimsókn í morgun, Guðbjörg vinkona með krakkana & gerðum við vöfflur & skruppum aðeins í Glerártorg, voða fjör Smile Mamma, pabbi, Sölli & Sædís komu í mat til okkar í kvöld þar sem þau halda suður á morgun & fara til Þýskalands á fimmtudaginn, æskulýðskórinn að fara syngja Smile Snyrtistofa svo sett upp í kvöld & nokkrar augabrúnir litaðar, vaxaðar & hendur lakkaðar & skreyttar með munstrum Smile

Svo í dag átti hún Sædís vinkona mín afmæli, til hamingju elskan með daginn Kissing 

Vona að veðrið verði gott á morgun svo ég geti farið með krakkana & Ólínu & Svandísi í húsdýragarð rétt hjá Dalvík & svo í sund til Dalvíkur, vonum að veðurguðirnir verði mér góðir á morgun Smile Fer svo að vinna á fimmtudag & föstudag á morgunvöktum & svo á laugardag á morgunvakt en líka næturvakt en skiptir ekki máli því kallinn er að fara í tveggja vikna sumarfrí eftir vinnu á föstudaginn, lovely Smile Stelpurnar okkar eru sko farnar að telja niður í ferðalagið okkar sem er eftir nákvæmlega 13 daga Smile Bara við, Svandís, bíllinn, tjaldið, góður matur, gott veður & fagra Ísland Smile Ef þið viljið svo skoða fleiri flottar myndir þá eru ein 3 maí albúm inn á barnalandi & eitt svona lok maí, byrjun júní albúm, endilega kíkkið á myndirnar Smile

Jæja búin að skrifa allt of mikið svona í einu. Hafið það gott elskurnar & njótið góða veðursins á norðurlandi & hvar sem þið eruð á landinu Kissing

Sól & sumarkveðjur

Dagga


Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband