Kallinn kominn í sumarfrí

Vá bara komin vika síðan síðasta blogg en já maður er bara komin á fætur í dag en það var nú eiginlega ekki létt því þegar maður er búin að vera á næturvöktum þá er erfitt stundum að snúa dæminu við en ég var nú vöknuð um tíu leytið í morgun Smile Gat bara ekki með nokkru leyti sofnað í gærkveldi enda sofið langt fram eftir eftir næturvaktina svo ég prjónaði bara Smile Ég er semsagt komin í pínu vaktafrí, kom heim af síðustu vaktinni kl.8 á mánudagsmorgun & fer aftur að vinna kl.15 næsta föstudag Smile Jói minn kominn í sumarfrí en það er orðið SVO langt síðan hann hefur tekið sér almennilegt frí & er hann núna bara heima með okkur Smile Nýtir svo tímann á meðan stelpurnar eru á fótboltaæfingu frá 10-12 í að vinna í pollamótinu en það er svona aukavinnan hans Smile 

FótboltastelpurnarEkki mikið búið að gerast á þessum bæ nema að á miðvikudaginn var fyrsta fótboltaæfingin hjá stelpunum & fannst þeim það ekki leiðinlegt að æfa með öllum stelpunum í Boganum Wink Svo þurfti náttlega að fara & versla á stelpurnar það sem þurfti, þórspeysurnar, legghlífarSoccer girls & gervigrasskó Wink Svo var allur dagurinn nýttur í fótbolta í nýju græjunum Smile Mamma & pabbi fóru svo suður á miðvikudaginn & út til Þýskalands á fimmtudaginn & hafa þau  bara haft gaman þarna úti Smile Ég var að vinna fimmtudags- & föstudagsmorgun & Jói auðvitað líka svo Svandís & Ólína leyfðu stelpunum að gista hjá sér, hjá Svandísi þessar tvær nætur svo við þyrftum ekki að vekja þær eldsnemma til að koma þeim til þeirra um morguninn Smile Það var sko dekrað við dömurnar á meðan múttan var að vinna Smile Á laugardeginum fóru dömurnar mínar í kvennahlaupið þar sem ég var að vinna & fór Ólína líka svo þær þyrftu ekki að ganga einar en Jói var með einhvern derring að vilja ekki sem karlmaður ganga en hann mætti samt & tók myndir Smile Helgin hjá mér fór í næturvaktir & svefn & örlítinn bakstur & næsta helgi verður nákvæmlega eins en samt verður fyrsta "partýið" haldið í íbúðinni okkar á laugardagskvöldið en Jói mun eiga 10 ára stúdentsafmæli á þriðjudaginn næsta Smile Svo nokkrir úr bekknum hans ætla að koma saman & það hérna hjá okkur yfir grilli & skemmtun, bara fjör en ég staldra við þangað til ég fer á næturvaktina mína Smile Svo á sunnudaginn kvöddum við Ólínu en hún var að halda til Danmerkur í tvær vikur þar sem hún ætlar að læra dönsku Smile Svo höldum við upp á það þegar hún kemur til baka en þegar við Jói eigum brúðkaupsafmæli þann 24.júní þá ætlum við að bjóða tengdó, Svandísi, Ólínu & svo foreldrum mínum í mat & þá baka ég köku handa Svandísi minni köku í tilefni dagsins en hún á afmæli þennan dag, hún verður 22 ára & við að fagna 8 ára afmæli Smile

Ætlum svo bara að reyna að skemmta okkur konunglega í sumar, fyrsta ferðalagið sem við förum í 16.júní & verðum í um 7 daga & ætlar Svandís að koma með okkur, þá verður farið bara þangað sem við viljum & allt í útilegu Smile Svo verður ættarmót í Árskógi í Jóa ætt frá 11-13 júlí & mætum við þangað með tjaldið & svo bara það sem við viljum gera Smile Svo má ekki gleyma verslunarferðinni minni til Leicester helgina eftir versló, yndislegt Smile

Hafið það gott elskurnar & svo eru komnar nýjar myndir á barnaland, júní myndir, kíkkið & kvittið Smile www.barnaland.is/barn/66675

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Já það er greinilega svo mikið að gerast hjá þér að bloggið verður svolítið útundan. Kv.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 10.6.2008 kl. 19:33

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ alltaf nóg að gera hjá ykkur Vona að þið eigið eftir að njóta ykkar í útilegum í sumar Átti að skila góðri kveðju til ykkar frá Vigfúsi og fjölskyldu Það eru komnar myndir hjá mér af þeim og aðeins úr ferðinni okkar. Kveðja úr sólinni sem alltaf er í kringum mig hehe

Hrönn Jóhannesdóttir, 11.6.2008 kl. 20:12

3 identicon

Hæ hæ var bara að kíkja við og vildi kvitta fyrir komunni er ekkert of dugleg við það biðjum voða vel að heilsa

Kv Aníta og co

Aníta (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

239 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1216

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband