22.6.2008 | 18:28
Komin heim
Jæja þá er komin tími á smá uppfærslu þar sem maður er komin heim úr útilegunni Ekki gerðist nú svo mikið síðan síðast var bloggað, ég naut þess að vera í vaktafríi með krökkunum & kallinum, fengum ágætis veður & vorum þá daga í garðinum Ég fór svo að vinna á föstudagskvöldinu & var að vinna næstum straight til mánudagsmorgun Við vorum svo heppin að það var ein í partýhópnum hjá Jóa sem bauðst til að halda partýið & þáðum við það með þökkum þar sem ég var að vinna bæði á morgunvakt & svo næturvakt þennan dag Ég á náttúrulega frábæra tengdaforeldra sem björguðu okkur með að hafa krakkana yfir nótt svo Jói gæti skemmt sér með fólkinu úr MA á meðan ég var á næturvakt, svo ég fengi líka smá dúr fyrir vaktina Á mánudeginum þegar við vorum að gera okkur klár í útileguna var svona voða hvasst svo við ákváðum að bíða þar til næsta morgun eða um morguninn 17.júní Svo var lagt af stað & ákveðið bara eftir veðurspánni hvert ferðinni væri heitið, fórum bara þar sem veðrið var gott Byrjuðum á Þingvöllum þar sem var yndislegt veður, vorum þar tvær nætur, skoðuðum Gullfoss & Geysi, fórum í sund á Laugarvatni & nutum þess að vera í þessari fallegu náttúruperlu Næst var ferðinni heitið á Snæfellsnesið & tjölduðum við á Stykkishólmi & vá hvað það er fallegt þarna, maður gæti sko alveg sest að þarna Fengum yndislegt veður en ákváðum á leiðinni heim að stoppa á Skagaströnd & hitta Guðbjörgu vinkonu & krakkana hennar, bauð okkur í mat & áttum góða stund með þeim Hittum líka Kæju & fjölskyldu áður en við lögðum í hann & var svo gaman að hitta þau. Komum þreytt heim rétt fyrir miðnætti á föstudagskvöldi & allir sváfu út á laugardeginum
Í gær fórum við svo í sund á Þelamörk, vildum komast áður en henni yrði lokað en hún á að vera lokuð til 1.des frá & með morgundeginum. Fengum yndislegt veður fyrir sundferðina & kom Svandís líka með okkur & höfðum það bara gott Letidagur í dag enda að ná kröftum fyrir vinnudag á morgun. Jói er búin með sitt 2 vikna sumarfrí & byrjar að vinna á morgun & ég er að fara vinna annaðkvöld, þriðjudagsmorgun & svo næturvakt sama kvöld Mamma & pabbi ætla að hafa stelpurnar þá nóttina svo þær þurfti ekki að vakna bara til þess að fara í pössun. Á þriðjudaginn koma svo tengdaforeldrarnir & foreldrar mínir í mat ásamt Svandísi, Ólínu, Sædísi & Sölla þar sem við ákváðum að halda upp á 8 ára brúðkaupsafmælið okkar með þeim & auðvitað afmæli Svandísar
Á föstudaginn höldum við svo á Sauðárkrók þar sem stelpurnar okkar eru að fara keppa á Landsbankarmótinu í fótbolta, voða gaman Verðum þar fram á sunnudag & höfum það bara gott
Jæja læt þetta nægja í bili en það eru komnar nýjar myndir á barnaland, nýtt albúm Júní II með fullt af myndum, endilega kíkkið & kvittið www.barnaland.is/barn/66675
Hafið það gott elskurnar
Dagga & co
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.6.2008 kl. 19:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.