11.4.2008 | 09:58
Gott að blogga í afbyggingu
Jebb það er ótrúlega gott að blogga í afbyggingu, ég geri mjög margt í þeim tímum, hendi inn á barnaland, skrifa í vefdagbók krakkana, blogga, rápa á barnalandssíðum o.fl Þetta eru hreinlega þeir tímar sem ég get ekki haldið einbeitningu enda verið að tala um eitthvað sem mér er ekkert sérstaklega hugfangið, stjórnmál, stríð, efnahagsmál & það allt á ensku Dead boring..... Hef samt ekki áhyggjur af áfanganum, hef náð ágætum einkunnum þrátt fyrir allt en við erum samt að tala um næstum 3 klst af tíma sem ég nýti í tölvumál mín En já það eru semsagt komnar nýjar myndir inn á barnaland Kíkkið á þær áður en ég hendi svo fleirum inn eftir helgina
Ekki mikið að frétta, ég búin að liggja fyrir síðustu daga með hita & verki, maga & hausverki, mjög skemmtilegt Komin á ról & er svona sæmileg en nú er bara álagið í skólanum að fara segja til sín, hrikalega mikið að gera Í stuttu máli þá er verkefnaskil hjá mér í upplýsingarýni næsta fimmtudag, tek 2 hlutapróf í sálfræði næsta föstudag, svo er síðasta hlutaprófið í aðferðarfræði 22.apríl & einnig skil á einstaklingsverkefninu í þeim áfanga, lokaprófið í afbyggingu 25.apríl svo nóg er að gera Svo eru lokaprófin eftir, sjúkraprófin & skil á vettfangsskýrslunni svo ég verð á fullu fram að því að ég byrja að vinna 12.maí
Svo er það bara kjúklingur í kvöld ásamt Simpson, Bandinu hans Bubba & kannski myndinni sem er á eftir með smá lærdóm & poppi, hver veit Er að ýta á foreldra mína um að ég fái að moka pallinn hjá þeim til að eiga möguleika á að fá þau til að grilla með okkur um helgina, veit ekki hvað verður Okkar grill er ónýtt & ætlum við ekki að kaupa fyrr en í sumar, kannski í næsta mánuði, sjáum til bara þar sem við ætluðum að fjárfesta líka í tengdamömmuboxi, hjólum & tjaldi
Hafið það gott um helgina elskurnar & njótið þess að vera til
Dagga
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hafðu ljúfa helgi elskuleg
Brynja skordal, 11.4.2008 kl. 11:26
Mokið - mokið - mokið meiri snjó
Páll Jóhannesson, 11.4.2008 kl. 12:14
Dagga mín ef þú færð ekki nóga útrás við mokstur á sólpalli pabba þíns máttu alveg moka sólpallinn minn líka. Þú varst að tala um tjald, við eigum 5 manna hústjald sem þú getur fengið hvenær sem er. Við afi þinn erum hætt að sofa í tjaldi.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.4.2008 kl. 14:16
Takk amma mín, gæti vel verið að ég þiggi það hjá þér í sumar að fá lánað tjaldið Fengum það hjá ykkur síðasta sumar & var voða gott að vera í því
Dagbjört Pálsdóttir, 11.4.2008 kl. 19:35
Dagga mín passaðu að fá manual með tjaldinu
Hrönn Jóhannesdóttir, 12.4.2008 kl. 10:43
Rétt Hrönn! það hafa margir lent í kröppum dansi við að koma upp þessu ,,fjölbýlis-hústjaldi" þeirra sem er jú gott þegar það er komið upp
Páll Jóhannesson, 12.4.2008 kl. 11:15
Við fengum nú að vísu ekkert manual með þegar við fengum það síðasta sumar en náðum nú samt að koma því upp á um 15 mín Er ekki alltaf sagt líka að æfingin skapi meistarann Jói var nú nefnilega einn af þeim sem hjálpuðu til við þau ösköp að koma því upp árið 2001 þegar fjölskyldumótið var haldið í bústaðnum hans Dóra
Dagbjört Pálsdóttir, 12.4.2008 kl. 23:04
haha fólk sem vill fá það tjald er ekk í lagi, ég man enn eftir því á fjölskyldumótinu í skagafirði fyrir 100 árum síðan (bakkaflöt minnir mig) þá var amma og afi að reyna að tjalda því og við Sölli að horfa á og einhverjir túristar að reyna að hjálpa þeim og þetta var svo fyndið en honum afa þótti það ekki fyndið:) en við sölli skemmtun okkur ágætlega við að horfa á ósköpin:) kveðja að sunnan.
Ólöf (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 12:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.