4.4.2008 | 08:58
Graftarkýli en ekki streptakokkar
Já ætli ég kannski byrji ekki á að útskýra fyrirsögnina Svo er mál með vexti að á miðvikudaginn fór Jói minn í opinn tíma á heilsugæslunni. Hann var ekki fyrr búin að opna munninn þegar hann mátti loka honum aftur Læknirinn tilkynnti honum þá að hann væri með risastórt graftarkýli í hálsinum & þyrfti að fara upp á slysadeild & láta skera í það Eins & flestir sem þekkja manninn minn þá varð minn hvítur í framan við þessar fréttir enda ekki mikið fyrir nálar, hnífa né blóð & yfirleitt endar hann þá í gólfinu rænulaus Við brunuðum upp á slysadeild & biðum eftir að háls-nef & eyrnalæknirinn sem kallaður var út, Erlingur, kæmi á svæðið. Í stuttu máli þá var hann deyfður í hálsinum með spreyi, sprautu & svo skorinn ágætis skurður í kýlið til að hleypa öllu út Sem betur fer var Jói með lokuð augun þegar var skorið á kýlið því mikið var um blóð & gröft en hann stóð sig svo vel, leið ekkert yfir hann í þessu öllu saman Strax á eftir fann hann mun því hann átti auðveldara með að kyngja & ekki eins kvalinn Hann var samt sendur heim með resept upp á sýklalyf, parkódín & svo Vóstar. Þetta er allt annað líf, hann er orðinn hitalaus, getur fengið sér örlítið að borða & getur haldið sér vakandi yfir daginn Ég skutla honum svo upp á slysadeild kl.13 í dag en það á að skoða hann, passa upp á það að skurðurinn loki sér ekki. Hann verður hreinsaður & haldinn opinn svo gröftur nái ekki aftur að loka sig inn í kýlinu Ég get ekki verið með honum þar en ég verð í Ultratone fyrir Möggu tengdó á sama tíma. Magga er að fara suður með Ólínu í skoðun hjá hjartalækninum sínum.
Annarrs er allt gott að frétta hjá okkur, ég hef ekki enn orðið veik, sem betur fer Krakkarnir líka frískir & ánægðir Rosalega mikið að gera í skólanum, finnst ég stundum vera að kafna úr álagi en ætla að taka apríl mánuð með trukki & eiga mér ekki annað líf en skólalíf & njóta þess svo þegar prófin eru búin Ég er svo búin að ráða mig í vinnu en ég ákvað að vera í sumar á gamla vinnustaðnum mínum, ekkert að vera breyta til núna. Ég verð semsagt á Hlíð á Víðihlíð & ætla að vinna 60% vinnu eins & ég gerði áður. Ætli ég verði ekki eitthvað á næturvöktum en þetta verður bara fínt, smá hlé frá skólanum áður en næsta skólaár byrjar Svo verður sumarið í að fara í útileigur & bara ferðast á Íslandi. Ég ætla samt að skreppa í smá konuferð til Leicester & versla Ég er búin að vera safna saman konum í þessa ferð & ef einhverjum langar með, hafið bara samband. Það verður trúlegast farið miðvikudaginn 6.ágúst & komið aftur miðvikudaginn 13.ágúst.
Kveðjur frá afbyggingartíma
Dagga
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi fer hann Jói að ná sér. Ég kannast við hann Erling. Hann var fenginn til að skoða mig og stakk nál hér og þar, hélt að ég væri með ígerð einhverstaðar. Fann ekkert enda reyndist þetta síðar vera kransæðaverkur.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.4.2008 kl. 13:32
Hey, hvað varð um 7. ágúst? Ég var að vonast til að við færum á sama tíma út
Sædís vinkona (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 21:18
Já það eru kýli hér og hvar sem stinga þarf á - ekki satt?
Páll Jóhannesson, 4.4.2008 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.