Færsluflokkur: Bloggar
10.2.2009 | 22:30
Niðurstöðurnar komnar í hús
Já niðurstöðurnar komu til okkar á föstudaginn þ.e. þá hringdi Andrea barnalæknir í okkur með niðurstöðurnar. Bestu fréttirnar voru þær að ekki fundust nein æxli en því miður fannst einhver vökvi í heilanum, á bak við eyrað, ekki samt eins & eyrnabólga heldur mikið lengra inn. Hún vill nú ekkert gera við því sem stendur en við verðum að vera mjög vel vakandi fyrir einkennum þannig að ef þau kæmu fram að þá sé hægt að byrja lyfjagjöf við því Blóðprufurnar komu fínt út sem leiddi það aðeins í ljós að fyrri grunur hennar reyndist því miður réttur, mígreni & það alvarlegt Ákveðið var að byrja strax á lyfjagjöf & byrjaði Elín á lyfjum á laugardagsmorgun. Því miður var Elín búin að vera mjög slæm & þess vegna ég ekki geta skrifað strax eins & ég ætlaði.... Hún byrjaði á að fá mjög slæmt kast aðfaranótt miðvikudags & var með það fram á laugardagskvöld. Málið var að það sem við foreldrarnir vissum ekki var að barnamígreni er víst ekki eins & mígreni í fullorðnum. Flest börn sem eru greind með mígreni finna til í maga en ekki höfði, eftir því sem köstin verða verri & alvarlegri þá leiða þau oft út í höfuð, einmitt það sem Elín er búin að vera þjást af. Hún var semsagt frá í maga, með niðurgang, ælandi & óendanlega þreytt & slöpp allan þennan tíma ( frá miðvikudegi fram á laugardagskvöld ).
Von okkar er að þessi lyf muni hjálpa elskunni okkar að líða betur & vonandi minnka köstin, þ.e.a.s að lengri tími líði á milli kasta & verði kannski ekki eins slæm. Við sem vorum svo ánægð að hún var góð á sunnudag & mánudag en fékk svo eitt kast í dag Því miður..... En þetta var orðið þannig að það liðu ekki nema 2-3 dagar á milli kasta, stundum skemur, ekki gott Við eigum svo að heyra í lækninum aftur eftir 2 vikur eða þarnæsta föstudag til að vita hvernig þessar töflur virka, hvort þurfi að auka skammtinn o.s.frv. Elín fékk semsagt ekki þessar hefðbundnu mígrenislyf þar sem þau eru oft ekki gefin svona ungum börnum þar sem þau geta ekki látið vita í tíma þegar kast er að koma, það bara kemur. Hún er komin á svona einhverskonar blóðþrýstingslyf sem hefur reynst hjálplegt sem fyrirbyggjandi lyf. Þetta minnkar afkastagetu hjartans svo aukaverkanir geta verið töluverðar eins & svimi, ógleði, yfirlið, martraðir, minnkað blóðflæði til útlima, þreyta í vöðvum o.fl. Ekkert nema tíminn getur leitt í ljós hvort þetta virkar eða hvort þurfi að prófa önnur lyf en læknirinn ætlar að halda áfram þangað hún getur hjálpað elskunni okkar.
Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra núna en ég er að undirbúa mig fyrir 50% próf í vinnu-& skipulagssálfræði sem er á föstudaginn. Einnig langar mig að skrifa betur eftir nokkra daga þegar ég get komið með aðrar fréttir en ég get ekki sagt frá í augnablikinu, þið verðið bara að bíða örlítið lengur
Kv.Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.1.2009 | 19:26
Læknamánuðurinn mikli
Jæja já er ekki komin tími á smá update á þessari bloggsíðu Maður ætti að skammast sín en svona er það bara ef það er mikið að gera þá situr víst eitthvað á hakanum eins & bloggið.
Ég veit hreint ekki hvar ég á að byrja en það er ósköp margt búið að gerast á þessum tíma. Desember var ósköp strembinn & hef ég aldrei verið jafn sein að undirbúa jólin eða hreint bara sleppti mörgu í ár en jólin komu samt & voru yndisleg Hér fóru jólin töluvert í veikindi hjá litla prinsinum en hann veiktist á jóladag & var veikur út desember. Þegar hann var hættur að geta kyngt þá var brunað með hann upp á sjúkrahús & þar komst í ljós að um frekar svæsna strepptakokkasýkingu sem var að loka hálsinum á honum, ekki skemmtilegt það Semsagt prinsinn fékk sína fyrstu kokkasýkingu. Annars fór jólahátíðin töluvert í leti & afslöppun sem var bara fínt. Strax í janúar þurfti ég að taka fram skólabækur enda geymdi ég próf sem ég ætlaði að taka í janúar & þar með náði öllu mínu. Skólinn byrjaði af krafti & eru fögin mín núna mjög athyglisverð. Ég semsagt er í afbrotafræði, sálfræði, þróunarsálfræði & vinnu-&skipulagssálfræði. Er einmitt að fara í mitt fyrsta próf á morgun í sálfræði.
Janúar mánuðurinn hefur verið sannkallaður sjúkrahúsmánuður en ég er semsagt loksins búin að fara með Elínu Ölmu til barnalæknis & var hún greind þannig að með 95% líkum sé barnið með mjög alvarlegt mígreni sem þurfi lyfjagjöf EN þessi 5% sem hún vildi útiloka var semsagt æxli við heila & er Elín nú búin að fara í blóðprufur & segulómun & stóð hún sig með mikilli prýði. Við fáum fréttir af þessu núna 6.febrúar en ef niðurstöður koma neikvæðar út, sem við auðvitað búumst við, en þá verður næsta skref að fara ræða um lyfjagjöf. Mikið stress & áhyggjur fylgja þessu ferli þó það sé ákveðin léttir kannski að vita hvað þetta sé & það sé hægt að gera eitthvað við því ( mígreninu þá ). Set hér inn mynd af dömunni þar sem hún var í tækinu.
Ég hef sjálf verið í smá magaveseni & ætla ég ekki of náið í það alveg strax en ég var í stuttu máli sett í neyðarmagaspeglun & fékk önnur lyf í kjölfarið. Sama dag & ég fór í þessa speglun þá keyrði Jói mig á FSA & þegar hann fór aftur til vinnu þá datt hann fyrir framan vinnustaðinn & náði með hjálp að komast inn en þar missir hann meðvitund. Hann neitaði statt & stöðugt þá & allan daginn að fara upp á slysó þar til um kvöldið þegar hann var hættur að geta staðið í fæturnar. Þegar hann fór uppeftir um kvöldið þá kom í ljós að hann hafði slitið liðband & tognað líka ansi vel í ökklanum. Það eru að verða komnar 3 vikur síðan þetta gerðist & hann er ekki ennþá orðin góður, hefur ekki ennþá komist í moggann.
Vonum við að þetta sé nú bara endirinn á þessu læknastússi en við erum alveg búin að fá nóg Svo hefur verið nóg að gera hjá Jóa í fundastússi útaf öllum þessu sem er að gerast í þjóðfélaginu en ég ætla ekki að ræða það hér, við fáum víst nóg af svoleiðis fréttum í sjónvarpi & öðrum fréttamiðlum.
Ég ætla að láta þetta nægja í bili en nú fer maður kannski að skrifa oftar en það eru annars komnar janúar myndir inn á barnaland fyrir þá sem vilja kíkka á þær
Bestu kveðjur
Dagga & co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.12.2008 | 01:22
Hó hó hó & Gleðileg jól
Viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla & farsældar á komandi ári. Við fjölskyldan viljum þakka fyrir okkur & vonum jafnframt að jólahátíðin verði ykkur öllum yndisleg í alla staði & hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Látum hér að ofan fylgja með mynd af fallegu systkinunum á aðfangadagskvöld rétt fyrir kl.18
Jólakveðjur
Dagbjört, Jóhann, Margrét Birta, Elín Alma & Jón Páll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.12.2008 | 02:08
Elín Alma mín 7 ára í dag
Já þessi fallega stelpa er 7 ára í dag & er maður bara endalaust stolt af henni Mér finnst svo stutt síðan hún leit dagsins ljós í rólegu umhverfi á fæðingardeildinni Hún fæddist 13 merkur & 51cm, með bikarsvart hár, dökk augu & dökkt hörund Alger indíánastelpa Hún er yndisleg í alla staði & er ég svo heppin að fá þann heiður að hafa hana hjá mér & gefa henni alla mín ást & umhyggju Til hamingju með daginn elsku Elín mín
Annars er ekki mikið að frétta þó svo það sé næstum því mánuður síðan ég bloggaði síðast. Alveg nóg búið að vera gera, sérstaklega í skólanum & er ég svo fegin þegar ég tók síðasta prófið 12.desember Stelpurnar sungu á frostrósartónleikunum þann 12 með barnakór Glerárkirkju & var það alveg frábær stund Við hjónin erum búin að skreppa á jólahlaðborð hjá Dekkjahöllinni, yndislegt. Krakkarnir mjög spenntir fyrir jólunum enda farið að styttast allrækilega í þau & ég á alltof mikið eftir að gera en svona er það bara hjá skólafólki víst, velja & hafna Elín ætlar svo að halda afmælisveislu á morgun fyrir skólasystur sínar & svo fyrir fjölskylduna á laugardaginn. Svo á föstudagskvöldið er jólasprell hjá Elínu Ölmu í fimleikunum & svo á laugardagsmorgun hjá Margréti Birtu Þær hafa notið þess að geta verið heima þessa dagana enda enginn skóli hjá múttunni en Margrét Birta búin að njóta þess að fá að rækta vinabönd við eina vinkonuna í skólanum & búin að vera mikið með henni bara. Elín fékk svo ælupestina síðustu nótt & vöktum við mæðgur saman & sváfum svo um morguninn Jón Páll elskan kom svo heim í dag úr leikskólanum hálf raddlaus kallinn & sé ég til núna í fyrramálið eða já á eftir hvort ég sendi hann á leikskólann.
Jæja skrifum svo betur síðar en munið að það eru komnar slatti af myndum inn á barnaland & munu svo halda áfram að streyma næstu daga enda nú þegar komin 2 desember albúm inn
Afmæliskveðjur héðan úr Lönguhlíðinni
Dagga & co
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
20.11.2008 | 00:58
Er virkilega nóvember meira en hálfnaður ???
Komin heim úr frábærri ferð á Skagaströnd, yndisleg ferð alveg Krakkarnir skemmtu sér alveg konunglega & léku sér mikið enda kemur þeim alltaf svo vel saman öllum krökkunum þó þau hafi ekki sést í langan tíma Það var leikið sér úti, farið í búðina á staðnum & sjoppuna, litað, föndrað, leikið allskonar leiki & svo mætti lengi telja. Við Guðbjörg lékum okkur líka, að sjálfsögðu, við að horfa á bíómyndir, lita & vaxa & húðhreinsast aðeins Þegar við komum á föstudeginum vorum við svo heppin að það var sýning hjá skólanum að tilefni degi íslenskrar tungu. Við fórum í félagsheimilið, Fellsborg, & horfðum á frábæra sýningu nemenda skólans en Guðbjörg er umsjónarkennari 7.bekks sem stóð sig glæsilega þetta kvöld Höfðum það bara svo gott hjá þeim & var yndislegt að hitta þau öll Takk kærlega fyrir allt elskurnar
Þegar heim var komið þá var drifið sig beint til Ástu vinkonu en hún var 25 ára deginum áður & vildi ég fá að hitta afmælisbarnið mitt Um kvöldið fengu svo stelpurnar að fara með pabba sínum á körfuboltaleik & skemmtu sér bara vel, skruppu svo aðeins til ömmu sinnar & afa upp í Vestursíðu & fóru allt of seint að sofa
Á mánudaginn fór ég með Elínu mína til læknis um morguninn útaf þessum höfuðverkjaköstum sínum Læknirinn gat ekki sagt til um hvað þetta væri & vildi að hún færi til barnalæknis í betri skoðun. Elín hefur undanfarnar vikur þjáðst að höfuðverkjaköstum & var einmitt talað um það í foreldraviðtalinu að hún fyndi oft til í skólanum & þyldi illa hávaða. Þetta hafði líka gerst nokkrum sinnum hérna heima en við fórum ekki að hafa áhyggjur fyrr en kennarinn minntist á að þetta ætti sér líka stað í skólanum Svo núna bíðum við eftir að fá tíma hjá Gróu barnalækni sem mun athuga hvað sé að angra dömuna okkar.
Áfram héldu svo læknisskoðanirnar en á þriðjudaginn fór ég með Jón Pál til Þorvalds bæklunarlæknis til að skoða fæturnar hans. Hann sagðist ekki vilja vanalega gefa krökkum innlegg en eftir að hafa séð drenginn ganga þá sagði hann að það kæmi ekkert annað til greina en að hann fengi innlegg & yrði alltaf að hafa það í skónum sínum. Hann væri með gífurlega snúna hæla & væri það trúlega það sem veldur þessum verkjum & óöryggi hjá honum. Einnig þarf hann alltaf að ganga í góðum skóm, bæði inni & úti. Bara fegin að ekki þurfi að gera meira en læknirinn sagði að þetta ætti að eldast af honum
Svo er jólahreingerningin aðeins byrjuð en við tókum & breyttum herberginu hans Jóns Páls svo hann fengi meira gólfpláss svo það var bara þrifið hátt & lágt í leiðinni Breyttum líka aðeins inni hjá stelpunum & erum að taka í gegn skápana & búin að taka í gegn allt dótið þeirra Ætlum að reyna klára að þrífa íbúðina & setja upp seríur & kannski smá jóladót um helgina svo ég geti bara einbeitt mér að skólanum fram að prófum & á meðan prófunum stendur Laufabrauðsgerð á föstudaginn & svo einhver smákökugerð um helgina, ásamt spilakvöldi með systrum Jóa á laugardagskvöldið & svo snyrtikynning hjá mér á sunnudagskvöldið með Möggu tengdó Þetta verður bara fínasta helgi
Verð í verkefnavinnu í fyrramálið & fer svo á Greifann í hádeginu að hitta hluta af sjúkraliðunum mínum, þeim sem ég útskrifaðist með Það verður bara gaman Svo á eftir að koma í ljós hvort kallinn fari til Rvk um helgina á formannafund en hann er ekki alveg búinn að ákveða sig víst. Frekar mikið að gera hjá honum í samfylkingunni þessa dagana vegna ástandsins í landinu en svona er þetta bara Fór meira að segja í mótmælagöngu hér á laugardaginn, kom í sjónvarpinu & ég missti af því En ég sá mynd af honum með ESB fána á facebook, flottur kallinn
Jæja læt þetta nægja í bili en það eru komnar nýjar myndir inn á barnaland frá ferðinni okkar á Skagaströnd, endilega kíkkið http://www.barnaland.is/barn/66675 & fyrir þá sem ekki vita þá skiptum við um lykilorð en það er ekki flókið, eiginlega það sama nema ekki íslenskir stafir. Þetta var svo að þeir sem við þekkjum í útlandinu & hafa ekki íslenskt lyklaborð geti nú skoðað síðuna okkar.
Dagga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2008 | 01:41
Skagaströnd here we come
Þá er það bara Skagaströnd á morgun, já eða í dag, það er víst komið fram yfir miðnætti Það er svona að vinna eitthvað leiðinlegt aðferðafræðiverkefni þá tapar maður tímaskyni. Þetta er pásan mín áður en ég held áfram svo..... Úff hvað mig hlakkar til að komast frá lærdómnum í 2 daga & hitta hana Guðbjörgu vinkonu mína & krakkana hennar Mikill spenningur í stelpunum & fannst þeim ekki leiðinlegt að fá að pakka niður með mér í kvöld & voru svo duglegar að fara í rúmið, enda algerir englar Ég ætla að njóta þess að dekra við mig & Guðbjörgu vinkonu með litun & vaxi, andlitsmaska, nammi, góðum mat, góðum félagsskap, ánægjan að heyra börnin skemmta sér konunglega, góðar dvd myndir & síðast en ekki síst spjall & slúður Alveg nauðsynlegt að eiga svona helgi einu sinni á ári Við leggjum í hann eftir leikskólann hjá Jón Pál um kl.14 svo við náum að drekka með þeim en ég ætla að mæta með eitthvað bakað með mér
Í gær voru svo foreldraviðtöl í Glerárskóla & fengu stelpurnar okkar bara þessi glimrandi ummæli & hreinlega hvað þeim gengur vel í skóla, eru þægar & prúðar, vandvirkar & vá bara yndislegar í alla staði Það var alveg yndislegt að heyra kennarana tala svona fallega um þær, ekkert út á að setja, alltaf með dótið sitt, kurteisar, engin læti í þeim, duglegar & samviskusamar o.s.frv. mig langaði bara til að tárast Það er alltaf gaman að heyra að börnin manns séu til fyrirmyndar & fá hrós fyrir, ómetanlegt
Í dag var svo foreldrakaffi hjá litla íþróttaálfinum okkar & fannst mér svo leiðinlegt að komast ekki en pabbinn fór með honum Ég hreinlega varð að mæta í tíma þar sem þetta var síðasti aðferðafræðitíminn minn EVER, þarf aldrei að mæta aftur nema bara í munnlega prófið Alveg yndisleg tilfinning. Strákurinn okkar bar fram þennan flotta bakka sem hann hafði útbúið fyrir foreldra sína, pinna með osti, grænmeti, áleggi o.fl. Hann var svo ánægður með þetta & alger dúlla, Jói tók að sjálfsögðu myndir fyrir mig, læt hérna fylgja með eina af honum með bakkann sinn Krakkarnir voru hjá mömmu & pabba í dag eins & yfirleitt á fimmtudögum & fékk Jón Páll í fyrsta skipti að fara & leika við vin úr leikskólanum. Hann er með stráknum á deild sem býr við hliðina á m&p & var ákveðið að prufa hvernig þeim myndi semja & viti menn..... Gekk svona frábærlega bara, hinir mestu mátar. Var hann alveg í meira en 2 klst & ekkert mál, fannst bara æði & hann ljómaði alveg allur það sem eftir var af deginum, kvöldinu Gabríel Ómari, strákurinn sem hann lék við, fannst ekkert gaman að Jón Páll þyrfti að fara & var þeim lofað að þeir mættu nú leika sér saman aftur, enda væri Jón Páll hjá ömmu sinni & afa þrisvar í viku eftir leikskóla Hér sofnaði sko hamingjusamur drengur eftir skemmtilegan dag
Eigið góða helgi öllsömul
Dagga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2008 | 09:13
Tíminn líður alltof hratt .....
Já kannski ég sé ein um það en mér finnst tíminn líða alltof hratt, helgarnar eru nýbúnar þegar næsta helgi er komin Áður en ég veit af verður skólinn búinn & það styttist óðum í það & er mig sko farið að hlakka til að fara í smá jólafrí Alltaf nóg að gera í skólanum með próf & verkefni en nú er ég búin í öllum miðannaprófum, á bara 3 verkefni eftir & svo byrja ég í prófum í byrjun desember
Síðan síðast þá hefur eitthvað gerst en um þarsíðustu helgi þá fórum við í mat til Ástu & Kára í matarboð, alger snilld & var svo gaman að hittast svona Góður matur & frábær félagsskapur Svo á sunnudeginum sungu stelpurnar okkar í fjölskylduguðþjónustu í Glerárkirkju & fannst mér hræðilegt að komast ekki en ég var komin með hita & einhvern óþverra & bannaði kallinn mér að fara nokkurn skapaðan hlut Síðasta vika fór í að reyna hrista þetta úr mér & endaði hjá lækni sem komst að því að ég var með sýkingu í líkamanum & komin með vökva í eyrun, bara eins & litlu börnin Fékk sýklalyf & er bara orðin helv... góð núna Helgin núna var svo bara indæl & borðaði Sædís vinkona hjá okkur á föstudeginum, pöntuðum pítsu, borðuðum nammi & horfðum á imbann með vindsæng á stofugólfinu Á laugardaginn fórum við í bíó með krakkana & fór ég með stelpunum & mömmu á High school Musical 3 myndina & voru stelpurnar svo hamingjusamar með þetta en það var fyrir löngu búið að ákveða að fara. Ég lofaði að fara með þeim þegar það yrði sparbíó & það var sko talið niður í þessa bíóferð Jói fór svo í Borgarbíó með litla guttann á Lukku Láka & skemmtu sér bara vel Jón Páll var eins & ljós í bíóinu þrátt fyrir aö aðrir krakkar væru hlaupandi um þá sat minn góður hjá pabba sínum áður en myndin byrjaði & góður alla myndina, yndislegur strákurinn okkar
Svo eru enn & aftur komnar myndir inn á barnaland svo kíkiði ef þið eruð ekki búin að því. Frí er svo í skólanum hjá stelpunum á morgun en þá förum við foreldrarnir með þær í foreldraviðtal, verður gaman að heyra hvernig þeim gengur í skólanum Svo er foreldrakaffi á fimmtudaginn í leikskólanum & er ég að glíma við hvað ég á að gera, þyrfti að mæta í skólann en langar samt svo að mæta, þetta hefur alltaf lent á þannig tíma að ég komist ekki Svo ætla ég að stinga af um næstu helgi & fara úr bænum með krakkana & skilja kallinn eftir heima Ætla að fara á Skagaströnd á föstudaginn til að hitta Guðbjörgu vinkonu & krakkana hennar Mikil tilhlökkun ríkir hjá krökkunum að fá að fara & er sko talið niður. Við ætlum að skilja pabbann eftir heima & ætlar hann að nýta tímann vel á meðan & vinna í bókhaldi bara. Ætlaði reyndar að fara suður á laugardeginum á fund en var að hugsa um að senda Sölla bróðir fyrir sig svo hann geti unnið í bókhaldi Ætla svo að bruna í bæinn aftur á sunnudaginn & skreppa til Ástu vinkonu í kaffi en hún verður 25 ára á laugardaginn þessi elska
Hafið það gott & verið góð við hvort annað
Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2008 | 00:13
Bloggletin búin
Jæja ætli sé ekki tilvalið að setja niður einhverjar fréttir, ja eða bara eitthvað Það er orðið svo langt síðan ég skrifaði hérna síðast að ég nenni ekki að telja upp allt sem hefur gerst á þeim tíma en eitthvað. Set þetta upp í svona smá glósuformi í anda skólans
- Stelpurnar alltaf jafn duglegar í fimleikunum, skólanum & eru búnar að syngja með barnakórnum í fjölskylduguðþjónustu & aftur núna næsta sunnudag.
- Erum búin að endurheimta Sædísi vinkonu frá Afríku & búin að fá hana í mat & halda með henni myndakvöld.
- Búið að vera brjálað að gera hjá Jóa í vinnunni & höfum við varla séð karlinn.
- Nóg að gera í skólanum, próf & verkefni, fékk meira að segja 8 í heilsusálfræðinni. Hlakka til að eiga bara um mánuð eftir.
- Er að klára síðustu vikuna mína á Gravity námskeiði á Bjargi, æðislega gaman það.
- Jón Páll er búinn í 3 & hálfs árs skoðuninni & í kjölfar hennar kom í ljós að strákurinn okkar fæddist með flatfót & snúna ökkla á báðum fótum. Hann fer í skoðun til Þorvalds bæklunarlæknis 18.nóvember. Þetta er trúlega ástæðan fyrir því að hann grét sem barn við það að standa í fæturnar þegar hann var að byrja að standa & ganga & gekk illa & brösulega að fá hann til að ganga. Hann kvartar enn um í fótunum & getur ekki gert suma hluti eins & önnur börn á hans aldri & er hann í hreyfihóp á leikskólanum. Þroskamatið kom svona misjafnt út en þær vildu sjá meiri framför í málskilning en ákeðið var að gera ekkert strax í þeim málum þar sem hann hefur tekið gríðarlegum framförum síðastliðnar vikur & mánuði, eftir að hann fór á deildina með eldri krökkunum. Læknirinn hélt einning að það hefði haft áhrif að hann fluttist 18 mánaða til Íslands & þá fengið að heyra bæði íslensku & ensku talaða á heimilinu & ekki leikið sér neitt að ráði við önnur börn á hans aldri. Töluskilningurinn hans var samt framar vonum & gat hann auðveldlega & örugglega talið upp í tíu eins & ekkert væri. Þetta kemur allt með kalda vatninu & erum við núna á fullu í að örva hann enn meira, lesum enn meira, látum hann perla & leira & leggjum extra áherslu á lesturinn.
- Það eru nýjar myndir á barnalandi, bæði októberalbúm & lok septermberalbúm svo endilega kíkkið http://www.barnaland.is/barn/66675
- Annars erum við bara búin að hafa það gott í kreppunni & reynt að láta hana ekki eyðileggja góða skapið, við spörum & líður bara ekkert illa með það. Stolt af því að hafa bara eytt 40.000 kr í mat & hreinlætisvörur þennan mánuð en hefur ekkert skort samt. Ætlum að verðlauna krakkana um mánaðarmótin því þetta er auðvitað fjölskyldu átak & hefur þeim fundist gaman að spara & taka þátt í matseðlagerð & svoleiðis stússi.
Jæja ætla ekkert að hafa þetta lengra núna en ég verð ennþá duglegri að blogga, hef bara haft það svo gott undanfarnar helgar með fjölskyldunni að ég opna ekki tölvuna einu sinni, yndislegt alveg Langar svo að óska honum Jóhannesi Óla frænda mínum & Lenu kærustunni hans innilega til hamingju með stelpuna þeirra sem þeim fæddist á föstudagskvöldið, 9 merkur & var hún tekin með keisara & líður þeim víst vel bara. Til hamingju Ætla að fara í háttinn núna, ætla að vera fersk í fyrramálið í skólanum
Dagga
Bloggar | Breytt 29.10.2008 kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.10.2008 | 14:32
ANDLAUS & það er byrjað að snjóa
Þetta er svona einn af þeim dögum, vikum sem maður er gjörsamlega búinn á því, á allan hátt Einn af þeim dögum sem manni langar hreinlega að gefast upp á skólanum & vera bara með krökkunum En sem betur fer eins & alltaf verður hljóðið í manni allt annað trúlegast bara í næstu viku Eftir þriðjudaginn í næstu viku þegar þessi 3 próf mín verða búin þá verður hljóðið pottþétt orðið allt annað Er semsagt að fara í eitt próf á mánudaginn í sögu sálfræðinnar & svo 2 próf á þriðjudaginn, bæði í heilsusálfræði & í mannfélagslegri greiningu, gaman gaman hjá mér
Svo er helgin framundan en síðasta helgi var svo fín, afslöppuð & fín. Berglind, Gunni & börn komu til okkar í mat á föstudagskvöldinu, æðislegt & svo fékk Alexandra dóttir þeirra að gista hjá okkur um nóttina. Það var sko mikið gaman & mikið fjör hjá þeim vinkonum Á laugardeginum var svo lokahóf yngri flokkanna hjá fótboltanum í Þór & voru stelpurnar okkar auðvitað mættar á svæðið & tóku við verðlaunapeningnum sínum Um kvöldið var okkur svo boðið í mat upp í Vestursíðu til tengdó & vorum þar fram eftir kvöldi. Á sunnudeginum var sko bara náttfatadagur & ekki nennt að gera neitt, yndislegt alveg Að vísu fóru stelpurnar með Ólínu sinni í sund en ég nennti allaveganna ekki neinu þennan daginn takk Hef svo ekki hugmynd um hvað gert verður núna um helgina en allt er á lausu enn þar sem kallinn ætlaði að fara suður á landsþing ungra jafnaðarmanna en nú er vetrarvertíðin hjá Dekkjahöllinni & hann trúlega fastur þar um helgina Ég ætlaði sko að nýta mér það & vera hjá mömmu & pabba um helgina en svo verður trúlegast ekki, ætli verði ekki bara lært Kemur allt í ljós Eina sem ég veit að ég verð í fjölskylduguðþjónustu á sunnudaginn, stelpurnar mínar eru að syngja með barnakórnum svo auðvitað mæti ég & vonandi með sem flestum í fjölskyldunni
Sædís vinkona er svo komin til landsins & hlakka ég mjög til að fá hana norður, veit ekki alveg hvenær það verður en trúlegast eftir helgina Velkomin heim elskan
Hér er svo byrjað áð snjóa & fannst stelpunum mínum það æðislegt að horfa út um gluggann í morgun & sjá allan þennan snjó Við vorum í mat hjá mömmu & pabba í gærkveldi & neitaði strákurinn minn að koma heim með okkur, ég hreinlega missti andlitið, þessi heimkæri strákur sem vill alltaf bara vera heima neitaði nú að koma heim & vildi fá að gista hjá ömmu sinni & afa takk fyrir Amma náttúrulega bráðnaði bara að heyra litla kútinn tala um að hann ÆTLAÐI sér að gista hjá ömmu sinni að hún í raun tók þá ákvörðun um að svo auðvitað yrði Hann naut sín víst í botn að vera svona einn með ömmu sinni & afa sem er nú ekki oft & var hann svo ánægður með lífið þessi elska en vá hvað ég saknaði hans Skrítið að labba framhjá herberginu hans áður en ég fór að sofa & sjá hann ekki liggja þar eða vera vakin af honum eldsnemma
Svo svona í lokin þá eru komnar nýjar myndir inn á barnaland, endilega kíkið & kvittið Myndin sem ég setti svo inn er mynd af þeim systrum með verðlaunapeninginn sinn
Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2008 | 17:07
Komin helgi & ég ekki með afmæli :o)
Já þá eru afmælin komin hjá mér þangað til í desember Búin að halda 4 veislur á 2 vikum, alveg orðið fínt bara Þó mér finnist æðislega gaman að baka & stússa í þessu þá er þetta kannski mikið af því góða svona með öllu skólastússinu líka Verkefni eftir verkefni, próf eftir próf .... ohh hvað ég er fegin að það er komin helgi, var sko búin að lofa sjálfri mér & krökkunum að læra ekkert um helgina, vera bara með þeim Að vísu finna þau nú ekki mikið fyrir þessu því ég næ í þau tvisvar í viku kl.15 & þrisvar kl.16 & þá er ég yfirleitt búin að mestu leyti að læra & ef svo er ekki þá geri ég það á kvöldin eftir að þau eru sofnuð svo þau finna ekki mikið fyrir þessu hjá mér Setti svo inn nokkrar kökumyndir inn í kökualbúmið mitt hérna á síðunni & svo eru komnar um 103 myndir úr afmælinu hans Jóa inn á barnalandssíðuna http://www.barnaland.is/barn/66675 endilega kíkkið.
Vorum að koma heim úr afmæli & ætlum að laga til & baka pítsu, bera svo út moggann í kvöld & eiga gott kvöld saman sem fjölskylda Fórum í gær eftir vinnu hjá Jóa til Helgu Svövu & fjölskyldu, en þau Jói eru systkinabörn, en þar var hittingur í tilefni þess að Dísa amma þeirra hefði orðið 83 ára gömul. Grillaðar voru lundir & meðlæti & allt var alveg æðislega gott & mikið gaman hjá öllum Takk kærlega fyrir kvöldið öll sömul, þetta var alveg yndislegt Elín Alma er svo að fara í tvöfalt strákaafmæli út á Þelamörk á morgun en annars er bara letidagur hjá fjölskyldunni, þeir eru líka ágætir Ágætt líka fyrir stelpurnar að eiga svona letidag enda á fullu alla virka daga. Margrét Birta í fimleikum þrisvar sinnum í viku, 2 klst í senn tvisvar & einu sinni einn & hálfan. Elín Alma æfir tvisvar í viku, 1 klst í senn, sem er bara ágætt fyrir hana þó hún vildi æfa oftar ef hún mætti ráða
Hér gengur lífið bara sinn vanagang & ekkert nýtt að frétta, svo við skrifum bara fljótt aftur
Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar