Skagaströnd here we come

Þá er það bara Skagaströnd á morgun, já eða í dag, það er víst komið fram yfir miðnætti W00t Það er svona að vinna eitthvað leiðinlegt aðferðafræðiverkefni þá tapar maður tímaskyni. Þetta er pásan mín áður en ég held áfram svo..... Shocking Úff hvað mig hlakkar til að komast frá lærdómnum í 2 daga & hitta hana Guðbjörgu vinkonu mína & krakkana hennar Kissing Mikill spenningur í stelpunum & fannst þeim ekki leiðinlegt að fá að pakka niður með mér í kvöld & voru svo duglegar að fara í rúmið, enda algerir englar Halo Ég ætla að njóta þess að dekra við mig & Guðbjörgu vinkonu með litun & vaxi, andlitsmaska, nammi, góðum mat, góðum félagsskap, ánægjan að heyra börnin skemmta sér konunglega, góðar dvd myndir & síðast en ekki síst spjall & slúður Tounge Alveg nauðsynlegt að eiga svona helgi einu sinni á ári Joyful Við leggjum í hann eftir leikskólann hjá Jón Pál um kl.14 svo við náum að drekka með þeim en ég ætla að mæta með eitthvað bakað með mér Wink

Í gær voru svo foreldraviðtöl í Glerárskóla & fengu stelpurnar okkar bara þessi glimrandi ummæli & hreinlega hvað þeim gengur vel í skóla, eru þægar & prúðar, vandvirkar & vá bara yndislegar í alla staði Grin Það var alveg yndislegt að heyra kennarana tala svona fallega um þær, ekkert út á að setja, alltaf með dótið sitt, kurteisar, engin læti í þeim, duglegar & samviskusamar o.s.frv. mig langaði bara til að tárast Crying Það er alltaf gaman að heyra að börnin manns séu til fyrirmyndar & fá hrós fyrir, ómetanlegt Kissing 

Í dag var svo foreldrakaffi hjá litla íþróttaálfinum okkar & fannst mér svo leiðinlegt að komast ekki en pabbinn fór með honum Frown Ég hreinlega varð Jón Páll í foreldrakaffinuað mæta í tíma þar sem þetta var síðasti aðferðafræðitíminn minn EVER, þarf aldrei að mæta aftur nema bara í munnlega prófið W00t Alveg yndisleg tilfinning. Strákurinn okkar bar fram þennan flotta bakka sem hann hafði útbúið fyrir foreldra sína, pinna með osti, grænmeti, áleggi o.fl. Hann var svo ánægður með þetta & alger dúlla, Jói tók að sjálfsögðu myndir fyrir mig, læt hérna fylgja með eina af honum með bakkann sinn Wink Krakkarnir voru hjá mömmu & pabba í dag eins & yfirleitt á fimmtudögum & fékk Jón Páll í fyrsta skipti að fara & leika við vin úr leikskólanum. Hann er með stráknum á deild sem býr við hliðina á m&p & var ákveðið að prufa hvernig þeim myndi semja & viti menn..... Gekk svona frábærlega bara, hinir mestu mátar. Var hann alveg í meira en 2 klst & ekkert mál, fannst bara æði & hann ljómaði alveg allur það sem eftir var af deginum, kvöldinu Grin Gabríel Ómari, strákurinn sem hann lék við, fannst ekkert gaman að Jón Páll þyrfti að fara & var þeim lofað að þeir mættu nú leika sér saman aftur, enda væri Jón Páll hjá ömmu sinni & afa þrisvar í viku eftir leikskóla Tounge Hér sofnaði sko hamingjusamur drengur eftir skemmtilegan dag Smile

Eigið góða helgi öllsömul Heart

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Bið að heilsa bjargvættinum mínum( Guðbjörgu) Góða ferð á Skagaströnd og njótið helgarinnar.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.11.2008 kl. 13:54

2 identicon

Góða helgi og góða skemmtun

Aníta (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

250 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1172

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband