Stolt móðir af stelpunum sínum

Jæja þá er maður komin heim af króknum eftir velheppnaða keppnisferð Wink Ég keyrði á föstudeginum með mömmu & stelpunum á Sauðárkrók & fórum við beint heim til Mörtu & Jónsa Smile Fengum góðan mat hjá Mörtu & svo fór ég með stelpurnar í Árskóla þar sem þórsararnir gistu Wink Stelpunum fannst það sko ekki leiðinlegt að hitta stelpurnar úr liðinu & fá að gista með þeim Grin 

Á laugardeginum voru fjórir leikir spilaðir hjá stelpunum, sá fyrsti var kl.10:30 við ÍR2 & unnu þær 4-0. Annar leikurinn var á móti Völsungi en þar unnu Völsungsstelpur 1-0. Þriðji leikurinn var á móti KA en það var auðvitað sætasti sigurinn en hann unnu þórsstelpurnar 1-0 W00t Síðasti leikur dagsins var á móti Tindastól en þar varð markalaust jafntefli Smile Stelpurnar voru þreyttar & ánægðar með daginn & var margt brallað hjá þeim um kvöldið eins & kvöldvaka Wink Jói, Jón Páll, pabbi & Sædís systir komu svo á krókinn rétt yfir kl.20 & borðuðu með okkur þetta dýrindis læri að hætti Mörtu en Jónsi átti afmæli Smile Skruppum upp í skóla til stelpnanna um kvöldið að kyssa þær góða nótt & leyfa Jóni Páli, pabbanum & Sædísi aðeins að kíkka á þær systur, höfðu samt engan tíma í eitthvað svona Smile Fyrr um daginn komu Nonni, Magga, Svandís & Ólína á krókinn til að ná einum leik með stelpunum & náðu þau KA leiknum góða Wink Þau komu færandi hendi & gáfu stelpunum sitthvort Þórsbuffið & var það strax sett á þær & notað í fyrsta skiptið í KA leiknum Cool Yndislegur dagur þrátt fyrir óskemmtilegt veður en maður þakkaði bara fyrir það að hann hélst þurr yfir daginn Smile Í ljósi góðs árangurs hjá stelpunum fyrr um daginn komst í ljós um kvöldið að þær myndu keppa daginn eftir í A-riðli um 1-5 sæti en ekki B-riðli um 5-10 sæti & urðu foreldrar þá stressaðir þar sem það væru betri lið sem myndu takast á við litlu stelpurnar okkar en auðvitað bara stoltur yfir frábærum árangri þar sem þær voru nú ekki nema 11 talsins Wink

Á sunnudeginum var byrjað að keppa kl.9 um morguninn & var þessi nístingskuldi & töluverður vindur & ekki skemmtilegt keppnisveður Crying Þórsstelpurnar byrjuðu á að taka á móti ÍR 1 & töpuðu þær á móti þeim 8-0 & sjálfstraustið hreinlega gufaði upp enda mjög erfitt lið að taka á móti enda unnu þeir mótið. Svo strax á eftir kl.10 tóku þær á móti Tindastól & töpuðu 4-0. Þarna voru þær gjörsamlega niðurbrotnar & sjálfstraustið ekki mikið Crying Í hádeginu komu þær svona fílsterkar til baka & unnu Völsung 4-0, stórglæsilegur leikur hjá þeim stelpum Smile Svo síðasti leikurinn var á móti Breiðablik & náði Breiðablik að skora á síðustu mínútunum en þá voru sko Þórsstelpurnar gjörsamlega búnar á því en þær töpuðu 1-0 á móti Breiðablik. Engan að furða að stelpurnar væru orðnar þreyttar enda búnar að spila 8 leiki á 2 dögum í þessu ömurlega veðri Pinch Þær eiga sko hrós skilið þar sem vindurinn á sunnudeginum virtist ekki bara feykja boltanum út & suður heldur líka þeim sjálfum Smile

Verðlaunaafhendingin var svo kl.15 & tóku Þórsstelpurnar við verðlaunapening fyrir 4.sæti en það voru 10 lið sem tóku þátt í 7.flokk kvenna Smile Svo var drukkið hjá Mörtu & Jónsa áður en haldið var heim enda allir orðnir vel uppgefnir eftir allt saman & var bara legið í leti allt sunnudagskvöldið Smile Þær fóru seint að sofa þar sem þær höfðu náð sér í kríu fyrr um daginn svo ég leyfði þeim að taka sér frí um morguninn á æfingu & leyfði þeim bara að sofa sem þær gerðu Smile Svo fara þær ferskar á æfingu í dag, þar sem þetta er skrifað eftir miðnætti Smile Ég ætla svo að reyna þrífa íbúðina á morgun & miðvikudaginn & hafa það gott þar sem ég er að fara að vinna á fimmtudagsmorgunn, tek þá morgunvakt & svo 5 næturvaktir áður en ég fer aftur í frí en þetta verður aðallega strembið þar sem ég sé manninn minn ekkert þessa dagana sökum Pollamótsins en ég fæ að sjá hann á sunnudaginn Smile Svo ætla mamma & pabbi að aðstoða mig aðeins svo ég fái aðeins að sofa eftir næturvaktirnar Smile Svo er Jón Páll að fara í sumarfrí í 4 vikur & er síðasti dagurinn núna á föstudaginn, honum mun sko ekki leiðast það þar sem drengurinn er óskaplega heimakær Smile Svo er bara ættarmótið hjá Jóa um þarnæstu helgi í Árskógi & þá verður bara tjaldað & haft gaman af Wink Set hér svo inn eina mynd síðan um helgina & ef þið viljið skoða fleiri myndir þá er ég búin að setja inn um 100 myndir inn á barnalandssíðuna okkar http://www.barnaland.is/barn/66675 endilega kíkkið & kvittið Smile

Fjölskyldan á króknum

Jæja þar til næst elskurnar, hafið það sem allra best Kissing

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta fótboltamót var BARA gaman

Páll Jóhannesson, 1.7.2008 kl. 15:12

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott að þið skemmtuð ykkur öll vel. Og stelpurnar okkar stóðu sig vel. kveðjur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.7.2008 kl. 16:42

3 identicon

Halló og takk fyrir síðast. Og til hamingju með 4 sætið, glæsilegt hjá ykkur stelpur. Það var virkilega gaman að sjá ykkur Þórsstelpur vinna KA Bara gaman að horfa á.sjáumst vonandi bráðum.Knús og kossar

afi og amma í vestursíðu (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 20:12

4 Smámynd: Brynja skordal

Flottar stelpur! Hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 4.7.2008 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

236 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1228

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband