Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Bloggleti eða hvað .......

Úff hvað er langt síðan ég hef bloggað, ég skammast mín eiginlega barasta Pinch Það hefur nú bara margt gerst síðan ég bloggaði síðast. Var nú samt bara að hugsa um að stikla á stóru með það fyrst það er svona langt síðan & yrði færslan frekar löng ef ég ætlaði að segja ALLT Smile

Það sem er helst er að ég byrjaði að vinna 9.maí & naut ég þess að slaka aðeins á með krökkunum þangað til. Bróðir minn átti svo afmæli þann 12.maí & var okkur boðið í afmælisdinner til hans. Svo var farið með Elínu Ölmu & hinum í 1.bekk í Kjarnaskóg ásamt fjölskyldum & grillað & haft gaman. Stífar æfingar voru hjá stelpunum í fimleikum nú í maí vegna vorsýningarinnar sem haldin var í Íþróttahöllinni þann 18.maí, glæsileg sýning hjá þeim Smile Afi var heiðraður af þórsurum vegna afreka sinna í kraftlyftingum frá árunum 1979-1991 með glæsilegum skáp sem innihélt verðlaun hans sem verður geymdur í Hamri. Keyptum okkur stórglæsilegt grill & getum ekki hætt, búin að fá fyrstu vinina í grillmat Smile Fórum í grill/eurovision partý með fjölskyldunni & við hjónin skemmtum okkur aðeins lengur áfram með hópnum á meðan krakkarnir fengu að fara heim með Svandísi eftir keppnina. Búin að njóta í botn góða veðursins með að læra úti í grasinu & njóta þess. Fyrsti garðslátturinn búinn & næsti fljótlega aftur. Byrjuð í "prófum" aftur & á eftir tvö próf eftir núna, eitt á morgun & svo á fimmtudaginn. Búin að fá tvær einkunnir 7,5 í afbyggingu 20.aldar & svo 8,5 í eigindlegum rannsóknaraðferðum & er mjög sátt við þær Smile Krakkarnir búnir að fara allir til tannlæknis, stelpurnar búnar í fimleikum þar til í haust, skólaslit hjá þeim á föstudaginn & svo fer fótboltinn að byrja hjá þeim Smile

Jæja ég held að ég sé nú búin að koma svona einhverju frá mér en er pottþétt að gleyma fullt líka en þetta hefur nú bara verið þannig að ég hef hreinlega fengið gubbu við að horfa á tölvuna mína þar sem hún minnti mig of mikið á skólann Wink Er bara búin að njóta þess að gera eitthvað allt annað en að vera í tölvunni & sé ekkert eftir því en núna er ég að komast yfir þetta & get farið að halda blogginu mínu áfram eftir góða hvíld frá tölvunni & von bráðum skólanum líka. Klukkan nákvæmlega 17 á fimmtudaginn verð ég búin í prófum & get farið að gera það sem mig langar að gera, svona meðfram vinnunni Smile Vinnan er bara draumur í dós enda vinn ég nokkrar vaktir & svo komin í frí & vinnuálagið orðið svo mikið minna þar sem við erum fleiri að vinna svo álagið dreifist meira & manni kvíður ekki lengur fyrir að byrja á vinnutörn þar sem það tók mann marga daga að ná sér Smile 

Skrifa MJÖG fljótt aftur en ég ætla ekki að setja inn á barnaland nýjar myndir fyrr en á fimmtudagskvöldið kannski en ég er nú samt búin að vera dugleg, komin þrjú maí albúm nú þegar Wink Þar getiði nú fundið myndir af flestu því sem ég var að skrifa um, endilega kíkkið ef þið eruð ekki nú þegar búin að því Smile Jæja ætla að halda áfram að lesa fyrir upplýsingarrýni & ætla að fara í sturtu & snemma í rúmið Smile

Sumarkveðjur úr sólinni

Dagga


Prófatörnin búin í bili & fullt af nýjum myndum

Já nú er sko gaman hjá minni, síðasta prófið mitt í gær kl:9 í upplýsingarýni Smile Stelpurnar eiga svo góðar frænkur en Svandís & Ólína tóku þær á föstudagskvöldið & leyfði þeim að gista til að létta á mér Cool Var mikið fjör & gaman þar á bæ enda voru þær að gista í fyrsta skiptið heima hjá Svandísi Wink Ég var einmitt í prófi á laugardaginn kl:14 & ákvað að læra svo ekkert eftir prófið, sé ekkert eftir því Wink Grilluðum með mömmu & pabba um kvöldið, skruppum svo í Vestursíðuna & vorum þar fram eftir kvöldi Smile Á sunnudeginum var dagurinn tekinn nokkuð snemma, stelpurnar okkar voru mættar í kirkjuna kl:10:30 & við hin litlu seinna. Það var semsagt messa, þó svo það hafi ekkert verið "messulegt" við hana & voru kórarnir tveir að syngja, æskulýðskórinn & barnakórinn Smile Þetta var hin mesta snilld, það kom brúðuleikari & var með sýningu sem var hreint frábær & svo sungnir skemmtilegir sálmar & lög Grin Eftir messinu var vorhátíðin en það voru hoppukastalar, grill, andlitsmálning & fleira fyrir krakkana Wink Voða gaman allt saman Smile Myndir frá þessu öllu er á barnalandinu okkar í maí albúminu, endilega kíkkið Grin Svo var bara lært aðeins meira fram eftir nóttu enda prófið kl:9 um morguninn Sleeping

SunddrottninginÍ gær, eftir að ég hafði öskrað eins & ég gat eftir prófið, þá var bara náð í börnin í skóla & leikskóla & brunað út á SundstrákurinnDalvík með Ólínu Grin Fórum þangað í sund í þessari yndislegu veðurblíðu & allir brúnir eftir sundið Cool Eftir sundið með krökkunum, Ólínu, Sædísi vinkonu & mömmu hennar var haldið í Samkaup & keypt handa liðinu ís áður en við héldum aftur í bæinn Tounge Ég slakaði svo bara á um kvöldið & naut þess að gera ekki neitt W00t Margrét Birta & Ólína

Jón Páll með litla lambiðÍ morgun fór mín sko með stráknum sínum í sveitarferð með leikskólanum á Stóra-Dunhaga en fyrir þá sem ekki vita er ég algjört borgarbarn GetLost Átti oft í svo miklum vandræðum með mig að hreinlega æla ekki, mér leið svo illa á köflum, það eina sem bjargaði var að sjá litla guttann njóta sín í botn, var samt voða háður mömmu sinni, mátti ekkert fara Kyssa lambiðÁ traktornumfrá honum Wink Þetta var bara ágætt & entist ég allan tímann, sko mína LoL Þið getið einnig séð fullt af myndum inn á barnalandinu okkar í maí II albúminu Smile Er svo núna að reyna klára vettfangsskýrsluna mína, sem er um hjartaaðgerð Ólínu minnar, sem á að skila á föstudaginn Smile Svo er ég að byrja að vinna á föstudaginn, aðeins fyrr en ég átti að byrja en allt í lagi bara Wink Er að vinna föstudags, laugardags, sunnudags & mánudagskvöld & svo þriðjudagsmorgun & þá er mín komin í 8 daga frí, nice W00t

Jæja ætla að fara koma mér í rúmið, á skikkalegum tíma til tilbreytingar, er líka að fara hlusta á dóttir mína í fyrramálið í Glerárkirkju kl:9 en krakkarnir í 2. bekk eru að fara spila á flauturnar sínar þá Grin Koma svo fólk að skoða myndirnar á barnalandi & kvitta, núna eru semsagt komin 2 ný albúm, bæði maí & maí II Wink Endilega skoðið áður en ég set meira inn Wink

Sól-& sumarkveðjur

Dagga


Próflestur

Héðan er nú kannski ekki mikið að frétta nema endalaus prófalestur GetLost Fór semsagt í sálfræðipróf á miðvikudaginn eftir að hafa setið heima & lært stanslaust síðan á sunnudag. Gekk mér bara ágætlega í prófinu, kom mér kannski á óvart með að ég bjóst við að það væri enn þyngra en það var en samt alveg nógu þungt Pinch Þetta var bara alltof mikið efni fyrir próf & gat maður ekki lært þetta allt utan af en ég hlýt að ná, kannski ekki með neinum níum & tíum en næ vonandi Wink Við hjónin ákváðum svo að hafa bara fjölskyldukvöld á miðvikudagskvöldið þar sem ég varð að hvílast aðeins frá þessum blessaða lærdóm. Keyptum smá nammi & gos handa krökkunum, sem við höfum ekki gert lengi, keyptum einnig dvd mynd handa þeim, Bee movie, & svo var bara slappað af um kvöldið Joyful Í gær var maður ekki komin alveg í lærdómsfíling en við skruppum út á Árskóg á árlega vormarkaðinn sem haldinn er þar Smile Keypti nokkrar jólagjafir & fengu krakkarnir smotterí & auðvitað kíkt á tengdamömmu sem var að kynna Ultratone, Orkupunktajöfnun & aloe vera vörurnar sínar Wink Horfði svo á mynd með kallinum þegar við komum heim sem voru valdar af honum, vildi endilega eignast þessar tvær myndir, Revenge of the nerd I & II Wink Horfðum á fyrri myndina en ég hafði aldrei séð þessar myndir & þetta var bara hin fínasta skemmtun & sé ekki eftir að hafa fjárfest í þeim Smile Guðbjörg vinkona & börnin hennar kíktu svo til okkar í heimsókn, alltaf gaman að fá hana & krakkana & skemmtu krakkarnir sér konunglega saman Smile 

Jæja ætla að halda áfram að læra áður en ég næ í krakkana til mömmu & pabba en ég er að fara í próf á morgun kl:14 í eigindlegum rannsóknaraðferðum Wink Svo ég þarf víst að harka af mér & horfa á Silence of the lambs í kvöld með kallinum eftir að krakkarnir eru sofnaðir en það er ritgerðarspurning upp úr þessari mynd & ég ekki horft á hana í 10 ár Woundering Hlakkar ekki neitt voða til en læt mig hafa það Wink Svo er næsta próf á mánudaginn & er það síðasta prófið núna, svo bara endurtökupróf í lok mánaðar Wink 

Lærdómskveðjur

Dagga


Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

243 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1191

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband