Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæl'hún mamma ......

Til hamingju með daginn elsku mamma mín, vonandi áttirðu yndislegan dag í dag með fólkinu fyrir sunnan Smile Hlakka til að sjá þig í vikunni & hafðu það gott í bústaðnum Smile Mundu að við elskum þig, þúsund kossar & knús Heart

Skrifum betur á morgun Kissing

Ástarkveðjur frá okkur öllum Heart


Bara örlítið smá færslubrot

Jæja ætla ekki að skrifa neitt mikið enda nota ég bara aðra hendina núna þar sem mér tókst að skera mig svona svakalega, djúpt & fallega GetLost Svo nú er litli putti & baugfingur fastir saman með fullt af umbúðum Pinch Var að slökkva á kertum í nótt áður en ég færi að sofa & sprakk stjakinn í höndunum á mér & volla, blóð út um allt Undecided Ég reddaði mér í nótt en fór upp á slysó í morgun & sagði læknirinn ég hefði mátt vera heppin að hitta ekki á taug eða sin, svo djúpur var hann en á vondum stað til að sauma & þess vegna vel pökkuð inn GetLost Svo á ég að reyna halda hendinni upp þar sem mikil bólga er í þessu & verkir & trúlegast blætt töluvert inn á en mér finnst ekkert sérstaklega auðvelt að halda hendinni svona uppi en sem betur fer er þetta vinstri hendin FootinMouth Jæja nóg um það......

Ástæða bloggleysis er nú bara vinnan, ég vaki þegar aðrir sofa & svo öfugt Sleeping Byrjaði semsagt vaktatörnina á fimmtudagsmorguninn síðasta & fór á næturvakt sömu nótt ( vann semsagt 8-15 & byrjaði aftur 23 ) & tók þá 5 næturvaktir sem ég kláraði á þriðjudagsmorgun Wink Guð sé lof fyrir æðislega foreldra & tengdaforeldra Kissing Vanalega er þetta ekki svo mikið mál en þar sem Jói var á fullu í pollamótinu & Jón Páll í fríi á leikskólanum þá hjálpuðu allir til Wink Tengdó tóku fyrstu 3 næturnar & mamma & pabbi síðustu 2 Smile Takk æðislega elskurnar fyrir alla hjálpina Kissing Börnunum leiddist þetta ekki neitt en hvað Jón Páll var samt ánægður að komast heim til sín loksins á þriðjudaginn W00t 

Til hamingju með daginn amma mín, eigðu góðan dag í dag Heart Þúsund kossar & knús frá okkur öllum Kissing

Jæja best að fara að gera eitthvað, erum að fara í smá tjaldútilegu á eftir Smile Förum í Árskóg þar sem ættarmót í Jóa ætt verður haldið, förum eftir vinnu hjá kallinum Wink Ætla svo bara að setja myndir inn eftir það, nenni því ekki núna, læt vita Tounge

Hafið það gott um helgina elskurnar Kissing

Dagga & co


Stolt móðir af stelpunum sínum

Jæja þá er maður komin heim af króknum eftir velheppnaða keppnisferð Wink Ég keyrði á föstudeginum með mömmu & stelpunum á Sauðárkrók & fórum við beint heim til Mörtu & Jónsa Smile Fengum góðan mat hjá Mörtu & svo fór ég með stelpurnar í Árskóla þar sem þórsararnir gistu Wink Stelpunum fannst það sko ekki leiðinlegt að hitta stelpurnar úr liðinu & fá að gista með þeim Grin 

Á laugardeginum voru fjórir leikir spilaðir hjá stelpunum, sá fyrsti var kl.10:30 við ÍR2 & unnu þær 4-0. Annar leikurinn var á móti Völsungi en þar unnu Völsungsstelpur 1-0. Þriðji leikurinn var á móti KA en það var auðvitað sætasti sigurinn en hann unnu þórsstelpurnar 1-0 W00t Síðasti leikur dagsins var á móti Tindastól en þar varð markalaust jafntefli Smile Stelpurnar voru þreyttar & ánægðar með daginn & var margt brallað hjá þeim um kvöldið eins & kvöldvaka Wink Jói, Jón Páll, pabbi & Sædís systir komu svo á krókinn rétt yfir kl.20 & borðuðu með okkur þetta dýrindis læri að hætti Mörtu en Jónsi átti afmæli Smile Skruppum upp í skóla til stelpnanna um kvöldið að kyssa þær góða nótt & leyfa Jóni Páli, pabbanum & Sædísi aðeins að kíkka á þær systur, höfðu samt engan tíma í eitthvað svona Smile Fyrr um daginn komu Nonni, Magga, Svandís & Ólína á krókinn til að ná einum leik með stelpunum & náðu þau KA leiknum góða Wink Þau komu færandi hendi & gáfu stelpunum sitthvort Þórsbuffið & var það strax sett á þær & notað í fyrsta skiptið í KA leiknum Cool Yndislegur dagur þrátt fyrir óskemmtilegt veður en maður þakkaði bara fyrir það að hann hélst þurr yfir daginn Smile Í ljósi góðs árangurs hjá stelpunum fyrr um daginn komst í ljós um kvöldið að þær myndu keppa daginn eftir í A-riðli um 1-5 sæti en ekki B-riðli um 5-10 sæti & urðu foreldrar þá stressaðir þar sem það væru betri lið sem myndu takast á við litlu stelpurnar okkar en auðvitað bara stoltur yfir frábærum árangri þar sem þær voru nú ekki nema 11 talsins Wink

Á sunnudeginum var byrjað að keppa kl.9 um morguninn & var þessi nístingskuldi & töluverður vindur & ekki skemmtilegt keppnisveður Crying Þórsstelpurnar byrjuðu á að taka á móti ÍR 1 & töpuðu þær á móti þeim 8-0 & sjálfstraustið hreinlega gufaði upp enda mjög erfitt lið að taka á móti enda unnu þeir mótið. Svo strax á eftir kl.10 tóku þær á móti Tindastól & töpuðu 4-0. Þarna voru þær gjörsamlega niðurbrotnar & sjálfstraustið ekki mikið Crying Í hádeginu komu þær svona fílsterkar til baka & unnu Völsung 4-0, stórglæsilegur leikur hjá þeim stelpum Smile Svo síðasti leikurinn var á móti Breiðablik & náði Breiðablik að skora á síðustu mínútunum en þá voru sko Þórsstelpurnar gjörsamlega búnar á því en þær töpuðu 1-0 á móti Breiðablik. Engan að furða að stelpurnar væru orðnar þreyttar enda búnar að spila 8 leiki á 2 dögum í þessu ömurlega veðri Pinch Þær eiga sko hrós skilið þar sem vindurinn á sunnudeginum virtist ekki bara feykja boltanum út & suður heldur líka þeim sjálfum Smile

Verðlaunaafhendingin var svo kl.15 & tóku Þórsstelpurnar við verðlaunapening fyrir 4.sæti en það voru 10 lið sem tóku þátt í 7.flokk kvenna Smile Svo var drukkið hjá Mörtu & Jónsa áður en haldið var heim enda allir orðnir vel uppgefnir eftir allt saman & var bara legið í leti allt sunnudagskvöldið Smile Þær fóru seint að sofa þar sem þær höfðu náð sér í kríu fyrr um daginn svo ég leyfði þeim að taka sér frí um morguninn á æfingu & leyfði þeim bara að sofa sem þær gerðu Smile Svo fara þær ferskar á æfingu í dag, þar sem þetta er skrifað eftir miðnætti Smile Ég ætla svo að reyna þrífa íbúðina á morgun & miðvikudaginn & hafa það gott þar sem ég er að fara að vinna á fimmtudagsmorgunn, tek þá morgunvakt & svo 5 næturvaktir áður en ég fer aftur í frí en þetta verður aðallega strembið þar sem ég sé manninn minn ekkert þessa dagana sökum Pollamótsins en ég fæ að sjá hann á sunnudaginn Smile Svo ætla mamma & pabbi að aðstoða mig aðeins svo ég fái aðeins að sofa eftir næturvaktirnar Smile Svo er Jón Páll að fara í sumarfrí í 4 vikur & er síðasti dagurinn núna á föstudaginn, honum mun sko ekki leiðast það þar sem drengurinn er óskaplega heimakær Smile Svo er bara ættarmótið hjá Jóa um þarnæstu helgi í Árskógi & þá verður bara tjaldað & haft gaman af Wink Set hér svo inn eina mynd síðan um helgina & ef þið viljið skoða fleiri myndir þá er ég búin að setja inn um 100 myndir inn á barnalandssíðuna okkar http://www.barnaland.is/barn/66675 endilega kíkkið & kvittið Smile

Fjölskyldan á króknum

Jæja þar til næst elskurnar, hafið það sem allra best Kissing

Dagga


Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

249 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 1174

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband