Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008
20.11.2008 | 00:58
Er virkilega nóvember meira en hálfnaður ???
Komin heim úr frábærri ferð á Skagaströnd, yndisleg ferð alveg
Krakkarnir skemmtu sér alveg konunglega & léku sér mikið enda kemur þeim alltaf svo vel saman öllum krökkunum þó þau hafi ekki sést í langan tíma
Það var leikið sér úti, farið í búðina á staðnum & sjoppuna, litað, föndrað, leikið allskonar leiki & svo mætti lengi telja. Við Guðbjörg lékum okkur líka, að sjálfsögðu, við að horfa á bíómyndir, lita & vaxa & húðhreinsast aðeins
Þegar við komum á föstudeginum vorum við svo heppin að það var sýning hjá skólanum að tilefni degi íslenskrar tungu. Við fórum í félagsheimilið, Fellsborg, & horfðum á frábæra sýningu nemenda skólans en Guðbjörg er umsjónarkennari 7.bekks sem stóð sig glæsilega þetta kvöld
Höfðum það bara svo gott hjá þeim & var yndislegt að hitta þau öll
Takk kærlega fyrir allt elskurnar
Þegar heim var komið þá var drifið sig beint til Ástu vinkonu en hún var 25 ára deginum áður & vildi ég fá að hitta afmælisbarnið mitt Um kvöldið fengu svo stelpurnar að fara með pabba sínum á körfuboltaleik & skemmtu sér bara vel, skruppu svo aðeins til ömmu sinnar & afa upp í Vestursíðu & fóru allt of seint að sofa
Á mánudaginn fór ég með Elínu mína til læknis um morguninn útaf þessum höfuðverkjaköstum sínum Læknirinn gat ekki sagt til um hvað þetta væri & vildi að hún færi til barnalæknis í betri skoðun. Elín hefur undanfarnar vikur þjáðst að höfuðverkjaköstum & var einmitt talað um það í foreldraviðtalinu að hún fyndi oft til í skólanum & þyldi illa hávaða. Þetta hafði líka gerst nokkrum sinnum hérna heima en við fórum ekki að hafa áhyggjur fyrr en kennarinn minntist á að þetta ætti sér líka stað í skólanum
Svo núna bíðum við eftir að fá tíma hjá Gróu barnalækni sem mun athuga hvað sé að angra dömuna okkar.
Áfram héldu svo læknisskoðanirnar en á þriðjudaginn fór ég með Jón Pál til Þorvalds bæklunarlæknis til að skoða fæturnar hans. Hann sagðist ekki vilja vanalega gefa krökkum innlegg en eftir að hafa séð drenginn ganga þá sagði hann að það kæmi ekkert annað til greina en að hann fengi innlegg & yrði alltaf að hafa það í skónum sínum. Hann væri með gífurlega snúna hæla & væri það trúlega það sem veldur þessum verkjum & óöryggi hjá honum. Einnig þarf hann alltaf að ganga í góðum skóm, bæði inni & úti. Bara fegin að ekki þurfi að gera meira en læknirinn sagði að þetta ætti að eldast af honum
Svo er jólahreingerningin aðeins byrjuð en við tókum & breyttum herberginu hans Jóns Páls svo hann fengi meira gólfpláss svo það var bara þrifið hátt & lágt í leiðinni Breyttum líka aðeins inni hjá stelpunum & erum að taka í gegn skápana & búin að taka í gegn allt dótið þeirra
Ætlum að reyna klára að þrífa íbúðina & setja upp seríur & kannski smá jóladót um helgina svo ég geti bara einbeitt mér að skólanum fram að prófum & á meðan prófunum stendur
Laufabrauðsgerð á föstudaginn & svo einhver smákökugerð um helgina, ásamt spilakvöldi með systrum Jóa á laugardagskvöldið & svo snyrtikynning hjá mér á sunnudagskvöldið með Möggu tengdó
Þetta verður bara fínasta helgi
Verð í verkefnavinnu í fyrramálið & fer svo á Greifann í hádeginu að hitta hluta af sjúkraliðunum mínum, þeim sem ég útskrifaðist með Það verður bara gaman
Svo á eftir að koma í ljós hvort kallinn fari til Rvk um helgina á formannafund en hann er ekki alveg búinn að ákveða sig víst. Frekar mikið að gera hjá honum í samfylkingunni þessa dagana vegna ástandsins í landinu en svona er þetta bara
Fór meira að segja í mótmælagöngu hér á laugardaginn, kom í sjónvarpinu & ég missti af því
En ég sá mynd af honum með ESB fána á facebook, flottur kallinn
Jæja læt þetta nægja í bili en það eru komnar nýjar myndir inn á barnaland frá ferðinni okkar á Skagaströnd, endilega kíkkið http://www.barnaland.is/barn/66675 & fyrir þá sem ekki vita þá skiptum við um lykilorð en það er ekki flókið, eiginlega það sama nema ekki íslenskir stafir. Þetta var svo að þeir sem við þekkjum í útlandinu & hafa ekki íslenskt lyklaborð geti nú skoðað síðuna okkar.
Dagga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.11.2008 | 01:41
Skagaströnd here we come
Þá er það bara Skagaströnd á morgun, já eða í dag, það er víst komið fram yfir miðnætti Það er svona að vinna eitthvað leiðinlegt aðferðafræðiverkefni þá tapar maður tímaskyni. Þetta er pásan mín áður en ég held áfram svo.....
Úff hvað mig hlakkar til að komast frá lærdómnum í 2 daga & hitta hana Guðbjörgu vinkonu mína & krakkana hennar
Mikill spenningur í stelpunum & fannst þeim ekki leiðinlegt að fá að pakka niður með mér í kvöld & voru svo duglegar að fara í rúmið, enda algerir englar
Ég ætla að njóta þess að dekra við mig & Guðbjörgu vinkonu með litun & vaxi, andlitsmaska, nammi, góðum mat, góðum félagsskap, ánægjan að heyra börnin skemmta sér konunglega, góðar dvd myndir & síðast en ekki síst spjall & slúður
Alveg nauðsynlegt að eiga svona helgi einu sinni á ári
Við leggjum í hann eftir leikskólann hjá Jón Pál um kl.14 svo við náum að drekka með þeim en ég ætla að mæta með eitthvað bakað með mér
Í gær voru svo foreldraviðtöl í Glerárskóla & fengu stelpurnar okkar bara þessi glimrandi ummæli & hreinlega hvað þeim gengur vel í skóla, eru þægar & prúðar, vandvirkar & vá bara yndislegar í alla staði Það var alveg yndislegt að heyra kennarana tala svona fallega um þær, ekkert út á að setja, alltaf með dótið sitt, kurteisar, engin læti í þeim, duglegar & samviskusamar o.s.frv. mig langaði bara til að tárast
Það er alltaf gaman að heyra að börnin manns séu til fyrirmyndar & fá hrós fyrir, ómetanlegt
Í dag var svo foreldrakaffi hjá litla íþróttaálfinum okkar & fannst mér svo leiðinlegt að komast ekki en pabbinn fór með honum Ég hreinlega varð
að mæta í tíma þar sem þetta var síðasti aðferðafræðitíminn minn EVER, þarf aldrei að mæta aftur nema bara í munnlega prófið
Alveg yndisleg tilfinning. Strákurinn okkar bar fram þennan flotta bakka sem hann hafði útbúið fyrir foreldra sína, pinna með osti, grænmeti, áleggi o.fl. Hann var svo ánægður með þetta & alger dúlla, Jói tók að sjálfsögðu myndir fyrir mig, læt hérna fylgja með eina af honum með bakkann sinn
Krakkarnir voru hjá mömmu & pabba í dag eins & yfirleitt á fimmtudögum & fékk Jón Páll í fyrsta skipti að fara & leika við vin úr leikskólanum. Hann er með stráknum á deild sem býr við hliðina á m&p & var ákveðið að prufa hvernig þeim myndi semja & viti menn..... Gekk svona frábærlega bara, hinir mestu mátar. Var hann alveg í meira en 2 klst & ekkert mál, fannst bara æði & hann ljómaði alveg allur það sem eftir var af deginum, kvöldinu
Gabríel Ómari, strákurinn sem hann lék við, fannst ekkert gaman að Jón Páll þyrfti að fara & var þeim lofað að þeir mættu nú leika sér saman aftur, enda væri Jón Páll hjá ömmu sinni & afa þrisvar í viku eftir leikskóla
Hér sofnaði sko hamingjusamur drengur eftir skemmtilegan dag
Eigið góða helgi öllsömul
Dagga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2008 | 09:13
Tíminn líður alltof hratt .....
Já kannski ég sé ein um það en mér finnst tíminn líða alltof hratt, helgarnar eru nýbúnar þegar næsta helgi er komin Áður en ég veit af verður skólinn búinn & það styttist óðum í það & er mig sko farið að hlakka til að fara í smá jólafrí
Alltaf nóg að gera í skólanum með próf & verkefni en nú er ég búin í öllum miðannaprófum, á bara 3 verkefni eftir & svo byrja ég í prófum í byrjun desember
Síðan síðast þá hefur eitthvað gerst en um þarsíðustu helgi þá fórum við í mat til Ástu & Kára í matarboð, alger snilld & var svo gaman að hittast svona Góður matur & frábær félagsskapur
Svo á sunnudeginum sungu stelpurnar okkar í fjölskylduguðþjónustu í Glerárkirkju & fannst mér hræðilegt að komast ekki en ég var komin með hita & einhvern óþverra & bannaði kallinn mér að fara nokkurn skapaðan hlut
Síðasta vika fór í að reyna hrista þetta úr mér & endaði hjá lækni sem komst að því að ég var með sýkingu í líkamanum & komin með vökva í eyrun, bara eins & litlu börnin
Fékk sýklalyf & er bara orðin helv... góð núna
Helgin núna var svo bara indæl & borðaði Sædís vinkona hjá okkur á föstudeginum, pöntuðum pítsu, borðuðum nammi & horfðum á imbann með vindsæng á stofugólfinu
Á laugardaginn fórum við í bíó með krakkana & fór ég með stelpunum & mömmu á High school Musical 3 myndina & voru stelpurnar svo hamingjusamar með þetta en það var fyrir löngu búið að ákveða að fara. Ég lofaði að fara með þeim þegar það yrði sparbíó & það var sko talið niður í þessa bíóferð
Jói fór svo í Borgarbíó með litla guttann á Lukku Láka & skemmtu sér bara vel
Jón Páll var eins & ljós í bíóinu þrátt fyrir aö aðrir krakkar væru hlaupandi um þá sat minn góður hjá pabba sínum áður en myndin byrjaði & góður alla myndina, yndislegur strákurinn okkar
Svo eru enn & aftur komnar myndir inn á barnaland svo kíkiði ef þið eruð ekki búin að því. Frí er svo í skólanum hjá stelpunum á morgun en þá förum við foreldrarnir með þær í foreldraviðtal, verður gaman að heyra hvernig þeim gengur í skólanum Svo er foreldrakaffi á fimmtudaginn í leikskólanum & er ég að glíma við hvað ég á að gera, þyrfti að mæta í skólann en langar samt svo að mæta, þetta hefur alltaf lent á þannig tíma að ég komist ekki
Svo ætla ég að stinga af um næstu helgi & fara úr bænum með krakkana & skilja kallinn eftir heima
Ætla að fara á Skagaströnd á föstudaginn til að hitta Guðbjörgu vinkonu & krakkana hennar
Mikil tilhlökkun ríkir hjá krökkunum að fá að fara & er sko talið niður. Við ætlum að skilja pabbann eftir heima & ætlar hann að nýta tímann vel á meðan & vinna í bókhaldi bara. Ætlaði reyndar að fara suður á laugardeginum á fund en var að hugsa um að senda Sölla bróðir fyrir sig svo hann geti unnið í bókhaldi
Ætla svo að bruna í bæinn aftur á sunnudaginn & skreppa til Ástu vinkonu í kaffi en hún verður 25 ára á laugardaginn þessi elska
Hafið það gott & verið góð við hvort annað
Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
268 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar