Er virkilega nóvember meira en hálfnaður ???

Á skagaströndKomin heim úr frábærri ferð á Skagaströnd, yndisleg ferð alveg Heart Krakkarnir skemmtu sér alveg konunglega & léku sér mikið enda kemur þeim alltaf svo vel saman öllum krökkunum þó þau hafi ekki sést í langan tíma Grin Það var leikið sér úti, farið í búðina á staðnum & sjoppuna, litað, föndrað, leikið allskonar leiki & svo mætti lengi telja. Við Guðbjörg lékum okkur líka, að sjálfsögðu, við að horfa á bíómyndir, lita & vaxa & húðhreinsast aðeins Cool Þegar við komum á föstudeginum vorum við svo heppin að það var sýning hjá skólanum að tilefni degi íslenskrar tungu. Við fórum í félagsheimilið, Fellsborg, & horfðum á frábæra sýningu nemenda skólans en Guðbjörg er umsjónarkennari 7.bekks sem stóð sig glæsilega þetta kvöld Grin Höfðum það bara svo gott hjá þeim & var yndislegt að hitta þau öll Kissing Takk kærlega fyrir allt elskurnar Heart

Þegar heim var komið þá var drifið sig beint til Ástu vinkonu en hún var 25 ára deginum áður & vildi ég fá að hitta afmælisbarnið mitt Kissing Um kvöldið fengu svo stelpurnar að fara með pabba sínum á körfuboltaleik & skemmtu sér bara vel, skruppu svo aðeins til ömmu sinnar & afa upp í Vestursíðu & fóru allt of seint að sofa Sleeping

Á mánudaginn fór ég með Elínu mína til læknis um morguninn útaf þessum höfuðverkjaköstum sínum Frown Læknirinn gat ekki sagt til um hvað þetta væri & vildi að hún færi til barnalæknis í betri skoðun. Elín hefur undanfarnar vikur þjáðst að höfuðverkjaköstum & var einmitt talað um það í foreldraviðtalinu að hún fyndi oft til í skólanum & þyldi illa hávaða. Þetta hafði líka gerst nokkrum sinnum hérna heima en við fórum ekki að hafa áhyggjur fyrr en kennarinn minntist á að þetta ætti sér líka stað í skólanum Undecided Svo núna bíðum við eftir að fá tíma hjá Gróu barnalækni sem mun athuga hvað sé að angra dömuna okkar.

Áfram héldu svo læknisskoðanirnar en á þriðjudaginn fór ég með Jón Pál til Þorvalds bæklunarlæknis til að skoða fæturnar hans. Hann sagðist ekki vilja vanalega gefa krökkum innlegg en eftir að hafa séð drenginn ganga þá sagði hann að það kæmi ekkert annað til greina en að hann fengi innlegg & yrði alltaf að hafa það í skónum sínum. Hann væri með gífurlega snúna hæla & væri það trúlega það sem veldur þessum verkjum & óöryggi hjá honum. Einnig þarf hann alltaf að ganga í góðum skóm, bæði inni & úti. Bara fegin að ekki þurfi að gera meira en læknirinn sagði að þetta ætti að eldast af honum Wink

Svo er jólahreingerningin aðeins byrjuð en við tókum & breyttum herberginu hans Jóns Páls svo hann fengi meira gólfpláss svo það var bara þrifið hátt & lágt í leiðinni Grin Breyttum líka aðeins inni hjá stelpunum & erum að taka í gegn skápana & búin að taka í gegn allt dótið þeirra Grin Ætlum að reyna klára að þrífa íbúðina & setja upp seríur & kannski smá jóladót um helgina svo ég geti bara einbeitt mér að skólanum fram að prófum & á meðan prófunum stendur Grin Laufabrauðsgerð á föstudaginn & svo einhver smákökugerð um helgina, ásamt spilakvöldi með systrum Jóa á laugardagskvöldið & svo snyrtikynning hjá mér á sunnudagskvöldið með Möggu tengdó Wink Þetta verður bara fínasta helgi Smile

Verð í verkefnavinnu í fyrramálið & fer svo á Greifann í hádeginu að hitta hluta af sjúkraliðunum mínum, þeim sem ég útskrifaðist með Smile Það verður bara gaman Grin Svo á eftir að koma í ljós hvort kallinn fari til Rvk um helgina á formannafund en hann er ekki alveg búinn að ákveða sig víst. Frekar mikið að gera hjá honum í samfylkingunni þessa dagana vegna ástandsins í landinu en svona er þetta bara Grin Fór meira að segja í mótmælagöngu hér á laugardaginn, kom í sjónvarpinu & ég missti af því GetLost En ég sá mynd af honum með ESB fána á facebook, flottur kallinn Wink

Jæja læt þetta nægja í bili en það eru komnar nýjar myndir inn á barnaland frá ferðinni okkar á Skagaströnd, endilega kíkkið http://www.barnaland.is/barn/66675 & fyrir þá sem ekki vita þá skiptum við um lykilorð en það er ekki flókið, eiginlega það sama nema ekki íslenskir stafir. Þetta var svo að þeir sem við þekkjum í útlandinu & hafa ekki íslenskt lyklaborð geti nú skoðað síðuna okkar.

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit og kvitt. Sjáumst annað kvöld.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.11.2008 kl. 16:29

2 identicon

Innlit og kvitt

kv úr Njarðvík

Aníta (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 08:48

3 identicon

Blessuð og sæl.

Má ég biðja þig að senda mér póst, er með rangt netfang.

Ungliðadeild SLFÍ er komin með bloggsíðu og nú er um að gera að spyrja spurninga og fá svör, vangavelturnar frá aðalfundinum.   http://unglidadeild.blogcentral.is/

Kveðja Helga Dögg

Helga Dögg (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.12.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband