11.11.2008 | 09:13
Tíminn líður alltof hratt .....
Já kannski ég sé ein um það en mér finnst tíminn líða alltof hratt, helgarnar eru nýbúnar þegar næsta helgi er komin Áður en ég veit af verður skólinn búinn & það styttist óðum í það & er mig sko farið að hlakka til að fara í smá jólafrí Alltaf nóg að gera í skólanum með próf & verkefni en nú er ég búin í öllum miðannaprófum, á bara 3 verkefni eftir & svo byrja ég í prófum í byrjun desember
Síðan síðast þá hefur eitthvað gerst en um þarsíðustu helgi þá fórum við í mat til Ástu & Kára í matarboð, alger snilld & var svo gaman að hittast svona Góður matur & frábær félagsskapur Svo á sunnudeginum sungu stelpurnar okkar í fjölskylduguðþjónustu í Glerárkirkju & fannst mér hræðilegt að komast ekki en ég var komin með hita & einhvern óþverra & bannaði kallinn mér að fara nokkurn skapaðan hlut Síðasta vika fór í að reyna hrista þetta úr mér & endaði hjá lækni sem komst að því að ég var með sýkingu í líkamanum & komin með vökva í eyrun, bara eins & litlu börnin Fékk sýklalyf & er bara orðin helv... góð núna Helgin núna var svo bara indæl & borðaði Sædís vinkona hjá okkur á föstudeginum, pöntuðum pítsu, borðuðum nammi & horfðum á imbann með vindsæng á stofugólfinu Á laugardaginn fórum við í bíó með krakkana & fór ég með stelpunum & mömmu á High school Musical 3 myndina & voru stelpurnar svo hamingjusamar með þetta en það var fyrir löngu búið að ákveða að fara. Ég lofaði að fara með þeim þegar það yrði sparbíó & það var sko talið niður í þessa bíóferð Jói fór svo í Borgarbíó með litla guttann á Lukku Láka & skemmtu sér bara vel Jón Páll var eins & ljós í bíóinu þrátt fyrir aö aðrir krakkar væru hlaupandi um þá sat minn góður hjá pabba sínum áður en myndin byrjaði & góður alla myndina, yndislegur strákurinn okkar
Svo eru enn & aftur komnar myndir inn á barnaland svo kíkiði ef þið eruð ekki búin að því. Frí er svo í skólanum hjá stelpunum á morgun en þá förum við foreldrarnir með þær í foreldraviðtal, verður gaman að heyra hvernig þeim gengur í skólanum Svo er foreldrakaffi á fimmtudaginn í leikskólanum & er ég að glíma við hvað ég á að gera, þyrfti að mæta í skólann en langar samt svo að mæta, þetta hefur alltaf lent á þannig tíma að ég komist ekki Svo ætla ég að stinga af um næstu helgi & fara úr bænum með krakkana & skilja kallinn eftir heima Ætla að fara á Skagaströnd á föstudaginn til að hitta Guðbjörgu vinkonu & krakkana hennar Mikil tilhlökkun ríkir hjá krökkunum að fá að fara & er sko talið niður. Við ætlum að skilja pabbann eftir heima & ætlar hann að nýta tímann vel á meðan & vinna í bókhaldi bara. Ætlaði reyndar að fara suður á laugardeginum á fund en var að hugsa um að senda Sölla bróðir fyrir sig svo hann geti unnið í bókhaldi Ætla svo að bruna í bæinn aftur á sunnudaginn & skreppa til Ástu vinkonu í kaffi en hún verður 25 ára á laugardaginn þessi elska
Hafið það gott & verið góð við hvort annað
Dagga
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlit og kveðjur.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.