9.9.2008 | 23:25
Skemmtileg & annasöm helgi að baki
Já nú er stóra stelpan mín orðin 8 ára & þvílík gleði hjá henni um helgina, hún brosti allan hringinn Við héldum afmælisveislu fyrir fjölskyldu & vini á laugardaginn & var það svo notaleg stund sem maður átti hérna Strax um kvöldið var farið að undirbúa afmælisveislu sunnudagsins sem var haldin fyrir skólasystur hennar Margrét Birta hélt upp á afmælið með skólasystur sinni, Anítu Lind, sem á afmæli sama dag & hún & var veislan haldin hér heima Það var sko mikið fjör hérna þá & mikið hlegið Um kvöldið komu svo tengdó, Svandís & Ólína frá Reykjavík & komu til okkar í kvöldkaffi, það var sko búið að halda þeim vakandi & var það sko ekki auðvelt Stelpan okkar fékk fullt af gjöfum & pening & var hún í skýjunum yfir þessu öllu saman & sveif hér á sæluskýi á sunnudagskvöld, úrvinda af þreytu eftir alla afmælistörnina sína
Myndin hér til hliðar er af henni í nýju peysunni sinni sem hún keypti sér fyrir afmælispeninginn sinn. Svo eru hérna myndir af fígúrutertunum mínum tvem sem gerðar voru fyrir þessi afmæli núna
Svo er allt á fullu í undirbúning af næsta afmæli en hann Jói minn er að verða þrítugur á mánudaginn en veislan verður haldin á laugardaginn í Lárusarhúsi, húsi Samfylkingarinnar & verður skemmt sér eins lengi & fólk endist Ég er búin að reyna að vera baka fyrir afmælið en er líka á fullu við að læra. Er að fara í próf á föstudaginn í félagsfræðilegri greiningu & skila SPSS verkefni í aðferðarfræði sama dag. Nóg að gera en það verður nú líka pínu léttir þegar þessari afmælistörn líkur þó manni hlakki rosa til
Annarrs er ekki mikið að frétta fyrir utan það sem ég hef sagt hér að ofan en ég skrifa bara fljótt aftur
Ég er svo búin að setja inn 2 ný albúm á barnaland svo endilega kíkkið & kannski kvittið Myndirnar eru m.a. frá Akureyravökunni, af okkar flotta furðufugli, afmælunum o.fl.
Jæja hafið það gott
Dagga
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oh hvad eg hefdi viljad vera hja ykkur, serstaklega mundi eg vilja vera heima tegar stora veislan verdur haldin.
Bid ad heilsa ykkur ollum.
Saedis
Saedis vinkonaa (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 05:38
Hæ! þú varst klukkuð þokkalega núna - kíktu á bloggið mitt
Páll Jóhannesson, 10.9.2008 kl. 22:13
Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.9.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.