27.6.2008 | 15:21
Farin á krókinn
Hæ hæ
Langaði bara að henda inn nokkrum línum en nú erum við að fara leggja í hann á Sauðárkrók þar sem stelpurnar mínar eru að fara keppa á sínu fyrsta fótboltamóti, Landsbankamótinu Ég ætla að keyra þangað með þeim & ætlar móðir mín að koma með okkur Á morgun eða annaðkvöld munu svo Jói, Jón Páll, pabbi & Sædís mæta á svæðið til að taka þátt í þessu með okkur Stelpurnar orðnar virkilega spenntar & fengu þær einmitt í gær liðsgalla á sig, keppnistreyjur, stuttbuxur, sokka, vindjakka & fl. en sumt voru fyrirframafmælisgjafir þar sem öll herlegheitin kosta sitt Ætla setja hérna inn mynd af þeim þar sem þær voru að máta í gærkveldi áður en ég fór að merkja allan fatnað & dót sem tekið verður með á krókinn.
Þetta eru svo númerin þeirra en þau voru valin þannig að afmælisdagur þeirra var notaður Vantar bara keppnisskóna & legghlífarnar sem við nenntum nú ekki að setja þær í þegar herlegheitin voru mátuð
Látum þessa flottu fyrirsætumynd duga í bili, setjum svo inn fullt af myndum þegar við komum heim á sunnudagskvöldið
Hafið það gott um helgina
Keppniskveðja frá þórsurunum
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi verður þetta fyrsta keppnisferðalag stelpnanna skemmtilegt. Góða ferð og gangi ykkur vel.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.6.2008 kl. 20:19
Flottar í Þórsbúninginum
Rúnar Haukur Ingimarsson, 30.6.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.