Yndislegt líf að vera búin í skólanum

Jæja þá er maður sko loksins búinn í prófum & búin að sóla sig aðeins í góða veðrinu hérna á norðurlandi Cool Síðasti prófið mitt var á fimmtudaginn & fagnaði ég því bara með leti um kvöldið enda gjörsamlega búin á því eftir Margrét með námsmatiðprófatörnina Wink Á föstudagsmorguninn fór ég svo með stelpunum mínum í Glerárskóla á skólaslitin & fengu þær svo námsmatið sitt, glæsilegt það Elín með námsmatiðSmile Glæsilegar umsagnir & einu "einkunnirnar" þeirra var úr stærðfræði & náðu þessar elskur 9 í því, stórglæsilegt Grin Fórum svo í Glerártorg & skoða herlegheitin & það var eins & akureyringar hefðu aldrei haft leikfangaverslun, ekkert smá fjöldi þar á ferð Smile Það eina sem ég keypti þann daginn var eitt fótboltamark svo krakkarnir gætu æft sig hérna heima í fótbolta enda stelpurnar loksins að byrja á morgun, búnar að bíða síðan í september eftir þessu Grin Þær verða semsagt í 7.flokk kvenna & munu æfa á hverjum virkum degi frá kl.10-12 Grin Ólína & Eyrún vinkona hennar, eyddu svo deginum með stelpunum & komu tvær mjög ánægðar skvísur heim seinnipartinn Smile Á föstudagskvöldið fór svo Jói & Sölli bróðir keyrandi, á bíl Svandísar, í Húnaver þar sem einhverskonar vinnufundur ungra jafnaðarmanna var haldin Wink Ekki var nú leiðinlegt hjá okkur um kvöldið þar sem Svandís & Ólína voru hjá okkur frameftir að spila partý & co, voða fjör Smile 

Á laugardaginn var bakað um morguninn, svo fórum við Svandís með krakkana í sund í Þelamörk & var sko ekki leiðinlegt Smile Loksins þegar litli kúturinn minn fékkst til að fara í rennibrautina þá hreinlega vildi hann ekki hætta Smile Yndislegt að sjá hann. Eftir sundið var svo haldið upp í Vestursíðu í smá "pikk nikk" þar sem var leiðinlegt veður. Borðað í Drekagilinu um kvöldið þar sem litli kútur var komin með hita eftir allt saman, 38,7 Jón Páll lasarusFrown Fórum svo aftur upp í Vestursíðu þar sem tók við náttfata & spilakvöld en strákurinn með hita enn, fór upp í 39,6 & þá fékk ég nóg & gaf honum hitastillandi. Ohh hvað var gaman, allir í náttfötum & spilað partý & co,  borðað nammi & snakk & mikið hlegið Smile Jói kom svo í bæinn um kl.00:30 & vorum við ekki komin heim fyrr en um kl.1:30 & allir orðnir dauðuppgefnir eftir daginn Sleeping 

Sunnudagurinn var líka yndislegur, fjölskyldudagur. Fótboltamarkið sett upp í garðinum, göngutúr í Glerártorg, úti allan daginn Smile Jói vann meira að segja bókhaldið sitt úti Wink Svandís besta frænkan skrapp með Ólínu í rúmfó & kom til baka með eitt stykki stóra buslulaug til að nota, geggjað Smile Gallinn var að við áttum ekki slöngu til að geta fyllt laugina svo til að redda okkur þá var notað við bala & fötu til að setja örlítið vatn í hana, Sundlaugargamansvona til að prufa Smile Mikið fjör & mikið gaman með loforði um að kaupa slöngu strax daginn eftir, sem var að sjálfsögðu gert með öllu tilheyrandi Smile 

Yndislegt veður hélt svo áfram á mánudaginn en ég átti að vera á kvöldvakt en strákurinn var ennþá drulluslappur, fór ekki í leikskólann svo ég tók mér veikindafrí vegna hans, ekki vel við það en svona er það nú bara Frown Eftir að Ólína var búin í skólanum kom hún beinustu leið hingað með Svandísi & fylltu þær á laugina & fór Ólína & Eyrún vinkona hennar með stelpunum í hana & vildu bara helst ekkert koma upp úr aftur Smile Svandís hafði það nú bara gott í sólbaði á meðan Cool Pabbi kom svo við hjá okkur & setti nýjar lamir á sandkassann svo ég gæti farið að bera á hann & gert hann örlítið huggulegri Wink 

Ekki mikið gert í dag nema laga til & svo fengum við heimsókn í morgun, Guðbjörg vinkona með krakkana & gerðum við vöfflur & skruppum aðeins í Glerártorg, voða fjör Smile Mamma, pabbi, Sölli & Sædís komu í mat til okkar í kvöld þar sem þau halda suður á morgun & fara til Þýskalands á fimmtudaginn, æskulýðskórinn að fara syngja Smile Snyrtistofa svo sett upp í kvöld & nokkrar augabrúnir litaðar, vaxaðar & hendur lakkaðar & skreyttar með munstrum Smile

Svo í dag átti hún Sædís vinkona mín afmæli, til hamingju elskan með daginn Kissing 

Vona að veðrið verði gott á morgun svo ég geti farið með krakkana & Ólínu & Svandísi í húsdýragarð rétt hjá Dalvík & svo í sund til Dalvíkur, vonum að veðurguðirnir verði mér góðir á morgun Smile Fer svo að vinna á fimmtudag & föstudag á morgunvöktum & svo á laugardag á morgunvakt en líka næturvakt en skiptir ekki máli því kallinn er að fara í tveggja vikna sumarfrí eftir vinnu á föstudaginn, lovely Smile Stelpurnar okkar eru sko farnar að telja niður í ferðalagið okkar sem er eftir nákvæmlega 13 daga Smile Bara við, Svandís, bíllinn, tjaldið, góður matur, gott veður & fagra Ísland Smile Ef þið viljið svo skoða fleiri flottar myndir þá eru ein 3 maí albúm inn á barnalandi & eitt svona lok maí, byrjun júní albúm, endilega kíkkið á myndirnar Smile

Jæja búin að skrifa allt of mikið svona í einu. Hafið það gott elskurnar & njótið góða veðursins á norðurlandi & hvar sem þið eruð á landinu Kissing

Sól & sumarkveðjur

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Já ég reyni að nota góða veðursins meðan það gefst. Njótið þess líka. Kveðja.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.6.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hae! her er lika gott vedur bidjum ad heilsa ollum, 1000 kossar og knus hedan fra Deutshland

Páll Jóhannesson, 7.6.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband