28.4.2008 | 14:13
Smá niðursveifla & nýjar myndir á barnalandi
Ætli sé ekki óhætt að segja að maður sé í einhverri niðursveiflu núna, gjörsamlega búin að fá nóg stundum Ég vona að ég sé ekki sú eina sem lendir í því að vera að niðurlotum komin & endalaust þreytt
Maður hreyfir vart á sér rassgatið í þessari prófatíð, er stöðugt þreyttur & finnst maður gjörsamlega andlaus & ömurlegur í því sem maður er að gera
Vá hvað mig hlakkar til þegar þetta verður búið núna en ég á samt eftir að læra í maí þar sem ég þarf í próf í lok maí líka
Oh hvað mig hlakkar til að fara að vinna, það verður sko frí fyrir mig
Jæja ætla ekki að þreyta ykkur meira með þessu væli, tími á smá update
Á laugardaginn var bara slakað á & krakkarnir skemmtu sér konunglega þar sem Sara, vinkona stelpnanna, gisti hjá þeim á föstudagskvöldinu & var hjá þeim fram yfir hádegi á laugardeginum Við Jói fórum svo á lokahóf körfuknattleiksdeildar Þórs um kvöldið & borðuðum voða góða grillmat frá Greifanum
Jói stóð sig glæsilega sem veislustjóri & var mikið fjör
Skemmtum okkur konunglega & vorum komin heim um ellefu leytið. Ákváðum að vera fótgangandi um kvöldið & var það himneskt þó svo það væri frekar kalt úti, frískandi bara
Ólína & Eyrún pössuðu krakkana & var víst mikið fjör hér á bæ
Borðuðu pítsu, átu nammi, fóru í singstar & horfðu á fjölskyldumynd
Enda voru krakkarnir steinsofnaðir þegar við komum heim
Á sunnudeginum var ferðinni heitið til Hríseyjar þar sem við vorum að fara í skírn Berglind & Gunni voru að skíra fallega strákinn sinn sem fæddist 1.febrúar síðastliðinn & fékk hann nafnið Auðunn Snær
Skírnarveislan var svo haldin í Brekku & var margt í boði, sveppasúpa, allskonar brauð með því ásamt fullt af tertum
Við fórum aftur heim með þrjú ferjunni & þá var bara lestur sem tók við hjá mér fram eftir kvöldi & heldur hann enn áfram
Ég mun ekki líta upp úr bókum fram til kl.14 á miðvikudag þegar erfiðasta prófið mitt er, sálfræði
Náði samt svona meðfram lestrinum að segja inn fullt af nýjum myndum á barnaland
Endilega kíkkið á þær
Jæja best að halda áfram að læra, er núna að læra utanað starfsemi heilans, ja allaveganna hluta hans
Lærdómskveðjur
Dagga
267 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Langaði bara að segja þér þetta erfiði á eftir að skila sér sem ég veit að þú veist en mikið verðuru ánægð þá bíddu bara
gangi þér vel í prófunum
Kv Aníta
Aníta (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:09
Gangi þér vel Dagbjört mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.4.2008 kl. 15:55
Hvaða hvaða hvaða - upp með sokkana
Páll Jóhannesson, 29.4.2008 kl. 21:10
Tek undir með hinum þú átt eftir að brillera engin spurning
Gangi þér vel í prófunum
Hrönn Jóhannesdóttir, 30.4.2008 kl. 12:40
Hæ,hæ sæta mín :) Þú átt eftir að standa þig vel í prófunum :) eins og öllu sem þú tekur þér fyrir hendur :) Gangi þér rosalega vel dúllan mín, og það verður gaman að fara sjá þig þegar próftíðin er búin:)
Kossar og knús :*
liðið í kjalarsíðunni
Ásta (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.