Smá niðursveifla & nýjar myndir á barnalandi

Ætli sé ekki óhætt að segja að maður sé í einhverri niðursveiflu núna, gjörsamlega búin að fá nóg stundum Undecided Ég vona að ég sé ekki sú eina sem lendir í því að vera að niðurlotum komin & endalaust þreytt GetLost Maður hreyfir vart á sér rassgatið í þessari prófatíð, er stöðugt þreyttur & finnst maður gjörsamlega andlaus & ömurlegur í því sem maður er að gera Undecided Vá hvað mig hlakkar til þegar þetta verður búið núna en ég á samt eftir að læra í maí þar sem ég þarf í próf í lok maí líka GetLost Oh hvað mig hlakkar til að fara að vinna, það verður sko frí fyrir mig Wink Jæja ætla ekki að þreyta ykkur meira með þessu væli, tími á smá update Smile 

Á laugardaginn var bara slakað á & krakkarnir skemmtu sér konunglega þar sem Sara, vinkona stelpnanna, gisti hjá þeim á föstudagskvöldinu & var hjá þeim fram yfir hádegi á laugardeginum Smile Við Jói fórum svo á lokahóf körfuknattleiksdeildar Þórs um kvöldið & borðuðum voða góða grillmat frá Greifanum Tounge Jói stóð sig glæsilega sem veislustjóri & var mikið fjör Smile Skemmtum okkur konunglega & vorum komin heim um ellefu leytið. Ákváðum að vera fótgangandi um kvöldið & var það himneskt þó svo það væri frekar kalt úti, frískandi bara Wink Ólína & Eyrún pössuðu krakkana & var víst mikið fjör hér á bæ Smile Borðuðu pítsu, átu nammi, fóru í singstar & horfðu á fjölskyldumynd Smile Enda voru krakkarnir steinsofnaðir þegar við komum heim Smile

Á sunnudeginum var ferðinni heitið til Hríseyjar þar sem við vorum að fara í skírn Smile Berglind & Gunni voru að skíra fallega strákinn sinn sem fæddist 1.febrúar síðastliðinn & fékk hann nafnið Auðunn Snær Smile Skírnarveislan var svo haldin í Brekku & var margt í boði, sveppasúpa, allskonar brauð með því ásamt fullt af tertum Smile Við fórum aftur heim með þrjú ferjunni & þá var bara lestur sem tók við hjá mér fram eftir kvöldi & heldur hann enn áfram GetLost Ég mun ekki líta upp úr bókum fram til kl.14 á miðvikudag þegar erfiðasta prófið mitt er, sálfræði Crying Náði samt svona meðfram lestrinum að segja inn fullt af nýjum myndum á barnaland Smile Endilega kíkkið á þær Smile

Jæja best að halda áfram að læra, er núna að læra utanað starfsemi heilans, ja allaveganna hluta hans Smile

Lærdómskveðjur

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ

Langaði bara að  segja þér þetta erfiði á eftir að skila sér sem ég veit að þú veist en mikið verðuru ánægð  þá bíddu bara  gangi þér vel í prófunum

Kv Aníta

Aníta (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gangi þér vel Dagbjört mín.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.4.2008 kl. 15:55

3 Smámynd: Páll Jóhannesson

Hvaða hvaða hvaða - upp með sokkana

Páll Jóhannesson, 29.4.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Tek undir með hinum þú átt eftir að brillera engin spurning Gangi þér vel í prófunum

Hrönn Jóhannesdóttir, 30.4.2008 kl. 12:40

5 identicon

Hæ,hæ sæta mín :) Þú átt eftir að standa þig vel í prófunum :) eins og öllu sem þú tekur þér fyrir hendur :) Gangi þér rosalega vel dúllan mín, og það verður gaman að fara sjá þig þegar próftíðin er búin:)

Kossar og knús :*

liðið í kjalarsíðunni

Ásta (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband