Kettir ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagana

Einmitt, kettir ekki ofarlega á vinsældarlista mínum þessa dagana GetLost Veit ekkert meira pirrandi en að koma heim til mín & sjá drullug kattarspor út um allt í hvítu rúmfötunum mínum, hreinu hvítu gluggakistunum, í andlitum okkar á nóttinni eða hreinlega sundurnagaða kjúklingaleggi á eldhúsgólfinu sem áttu að vera í matinn um kvöldið Angry Ég hef ekkert á móti köttum sem slíkum svo framarlega sem þeir koma ekki óboðnir inn á mitt heimili & brjóta & bramla, éta matinn minn & drulla allt út fyrir mér GetLost Ég verð bara að vera ljót í mér & segja, er erfitt fyrir eigendu að halda þessum dýrum inn á sínum eigin heimilum..... ef ekki af hverju að senda þau þá ekki bara í sveit eða sleppa því að eiga þá Woundering Ef fólk er á annað borð að fara fá sér gæludýr á það að vera inn á þeirra heimilum en ekki annarra. Veit það er asnarlegt kannski að bera saman en ekki yrði það neitt vinsælt ef börnin mín færu óboðin inn í einhver hús & færu að brjóta hluti eða annað eins, það yrði allt brjálað & mér kennt um að geta ekki hugsað um börnin mín GetLost Ég gjörsamlega missti mig í gær þegar ég kom heim & sá drullug kattarspor í hvítu rúmfötunum mínum & hringdi í framkvæmdarnefnd akureyrarbæjar til að vita hver réttur minn væri gagnvart þessu Errm Ég tjáði þeim að ég væri búin að fá nóg & vildi hreinlega vita hvort ég gæti eitthvað gert & sagði í reiði minni hvort ekki væri hreinlega hægt að eitra fyrir þeim í glugganum..... en sagði samt að ég vildi ekki drepa þá, bara varna því að þeir kæmust inn til mín. Hann benti mér á eitthvað efni sem væri til í Húsasmiðjunni í Gæludýrabúðinni en vissi ekki hvort það virkaði. Hitt í stöðunni væri að hringja bara í sig ef ég gómaði kött í íbúðinni minni & hann kæmi & tæki hann Pinch Viti menn, núna í morgun þá lá mín í rúminu veik & gat engan veginn sofnað & þegar ég er u.þ.b. að sofna þá finn ég eitthvað við fætur mínar & var það ekki eitt stykki köttur Angry Mín var sko fljót á fætur & fram á eftir kettinum & hringdi í manninn síðan í gær, tjáði honum að ég væri með kött á heimilinu sem ég vildi losna við..... Maðurinn hjá Akureyrarbæ var fljótur & var mættur innan 10 mín. með búr & alles. Tók köttinn & sagði mér endilega að láta sig vita aftur ef fleiri kettir kæmu, þetta væri auðvitað algjörlega óviðunandi & ef þeir fyndu eiganda kattarins þá fengi hann að vita um þetta Wink Ég var ánægð yfir því að eitthvað system virki hér á Akureyri, að svona eigi ekki að gerast & eigendur eiga að vera ábyrgir gæludýra sinna eins & við foreldrar gagnvart börnum okkar...... Vona að ég muni aldrei framar sjá kött á mínu heimili, vona að þetta hafi alltaf verið sami kötturinn að verki & nú sé þessu lokið ..... Smile

Jæja best að halda áfram að læra fyrir sálfræðiprófið sem er á morgun en ég var svo heppin að fá einhvern hita í mig í gær með beinverkjum & öðru skemmtilegu Crying Ætla nú samt að mæta í þetta próf sama hvernig ég verð þar sem ég hef verið að læra fyrir það & nenni engan veginn að taka eitt enn prófið í endurtöku. Annars er allt gott að frétta, leti á sunnudeginum en Ólína bauð stelpunum í bíó með sér & fórum við síðan í heimsókn til tengdó. Margrét Birta er svo að fara á eftir með bekknum sínum í keilu & er mikið tilhlökkun fyrir það. Er svo búið að lofa Elínu að við förum einhvern tímann öll saman í keilu því hún var ekki sátt við að fá ekki að fara líka Wink

Sálfræðikveðjur

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sama vandamál hér...þyrfti að kaupa eitthvað sem fælir þá frá.

Hólmdís Hjartardóttir, 8.4.2008 kl. 14:17

2 identicon

Alveg er ég sammála þessu með kattaeigendur þeim ætti að vera skilt að passa dýrin rétt eins og hundaeigendur þurfa að gera.  Er sjálf með kött sem fer ekki út og það er ekkert mál.  Þú gætir prófað að sprauta sítrónusafa í gluggana(úti), veit að það hefur dugað.  Kv. Linda

linda (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 20:07

3 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Jæja Dagga mín. Það verður ekki þú sem syngur næstu daga "Komdu kisa mín, kló er falleg þín". Þeir geta orðið ansi þreytandi þessir kettir. Það er einn hér í næsta húsi sem fælir frá alla fugla og svo spókar hann sig oft upp á þaki. Gangi þér vel í prófinu. Kv.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.4.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

MJÁ - Ég vil setja lög sem banna lausagöngu katta STRAX.

Páll Jóhannesson, 9.4.2008 kl. 12:03

5 Smámynd: Egill Andrés Sveinsson

Hvernig er það er ekki Akureyrarbær búin að boða stórherta löggjöf gagnvart kattareigendum, minnir að allavegna fressir megi ekki ganga lausir nema búið sé að gelda þá, svo við vonum að köttum í lausagöngu fari þá fækkandi.  En annars er ég alveg sammála þér um að kettir ættu ekki að fá að ganga lausir og einnig finnst mér að banna ætti ketti í borg og bæjum þar sem þeir geta orðið til vandræða.  Sömu lög fyrir ketti og hunda ættu einnig að vera, þar sem þessi dýr hafa bæði fjórar lappir og skott og ekki leyfð nema í búri innan bæjarmarka Akureyrar.  Barráttu kveðjur

Egill Andrés Sveinsson, 9.4.2008 kl. 13:42

6 identicon

Hef slæma reynslu af köttum þar sem ég að ég var næstum dáin því mér brá svo þegar ég vaknaði einn morgun með kött malandi ofan á mér en ég hef aldrei átt kött. það á bara að banna alfarið lausagöngu katta...þeir ættu bara að vera í bandi eins og hundar 

Guðbjörg (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Oh vá hvað er gott að heyra að margir eru á sama máli & ég með þessi kattarmál  Takk kærlega öll fyrir að tjá ykkur um vandamál lausagang katta hér í bæ & trúlega víðar

Dagbjört Pálsdóttir, 9.4.2008 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband