5.4.2008 | 23:24
Tengdapabbi 50 ára :o)
Elsku Nonni pabbi, afi & tengdapabbi. Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins Vona að dagurinn hafi verið þér eins góður & þú óskaðir þér. Við nutum þess að eyða deginum með þér & familíunni & skemmtu þér vel í kvöld í faðmi góðra vina Mundu hversu óendanlega við elskum þig mikið & metum Knús & kossar frá okkur öllum
Já tengdapabbi er 50 ára í dag & nutum við dagsins með þeim umvafin fullt af kökum & kræsingum Jói minn byrjaði morguninn á því að færa pabba sínum snúð með fígúrukalli á Já minn kall dreif sig bara í bakarí eftir að hann var búinn að bera út moggann & fór svo í mjög svo snemmabúna heimsókn Ég & Magga skruppum svo saman í smá búðarráp um 10 leytið, leyta að afmælisgjöf fyrir afmælisbarnið & versla aðeins fyrir veisluna Svo var veislan um daginn & vorum við hjá þeim alveg til um kl.21 í kvöld. Ég & Jói skruppum að vísu frá í 1 klst til að bera út moggann en það var svo gott að komast aðeins út & fá sér frískt loft & hreyfingu eftir allt átið Við gáfum honum skyrtu & golfhanska en krakkarnir fengu að gefa honum 1 kassa hver af "afaís" "Afaís" eru bara vanillustangir & var Jói búin að prenta út miða & setja á hvern kassa sem á stóð "Fyrsta hjálp afa" geymist í kæli & svo var stór kross í miðjunni Svona eins & á fyrsta hjálpar kössunum en þetta vakti mikla lukku Svo þurfti Ólína aðeins að dekra við krakkana, gaf þeim nokkur sokkapör & stelpunum sokkabuxur. Svo fengu þær kjúklinganagga, franskar & svala hjá frænkunni sinni & ekki lítið ánægðar með það Ólína kom að sunnan í gær & hafði þá keypt handa þeim sokkana en hún var í skoðun sem kom vel út enda þarf ekki að koma aftur suður fyrr en 25.apríl Svo fékk Ólína að koma með okkur heim & fær að gista hjá okkur í nótt, fyrsta skiptið eftir aðgerðina enda var hún svo spennt að spyrja okkur hvort hún mætti nú gista
Jæja þangað til næst, hafið það gott elskurnar mínar
Dagga & co
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með tengdarpabbann.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.4.2008 kl. 17:05
Takk fyrir góðan dag. Þetta var mjög góður dagur sem við áttum með fjölskyldu og góðum vinum svo er bara Húsavík
Nonni og Magga (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.