Komin tími á smá update

GrinVá hvað er langt síðan ég hef nú tekið mér tíma til að setjast niður & blogga örlítið Halo Páskafríið hefur verið yndislegt & til að draga það saman þá höfðum við það bara gott Grin Við héldum 2 matarboð, annað á föstudeginum langa & komu þá Andrés & co í mat til okkar. Það seinna var á laugardeginum en það var heldur fjölmennara. Þá komu Halldóra vinkona, Palli maðurinn hennar & litla rúsínan þeirra hún Katrín Sól en Halldóra átti afmæli þennan dag & komu norður til að vera um páskana. Svo komu Berglind & Gunni & börnin þeirra fjögur, Guðbjörg vinkona & Ásta vinkona & Kári & gullið þeirra, Íris Hrönn Grin Fjölmennt en höfðum það svo gott & borðuðum góðan mat saman Grin Við fórum í mat til mömm & pabba á skírdag & einnig páskadag í kalkúninn góða Grin 

Ólína kom svo til Akureyrar á mánudaginn en þau komu til landsins kl.6 á páskadagsmorgun & voru í Sandgerði á páskadag. Á mánudeginum hittu þau svo hjartalæknirinn þeirra í Reykjavík & kom svo beint í flugi norður. Við vorum öll mætt á flugvöllinn að taka á móti þeim & fórum svo með þeim heim að spjalla & drekka saman Grin Svo buðum við þeim í mat um kvöldið & borðuðum saman þetta dýrindis læri Tounge Semsagt allt gekk vel í Boston & var hún útskrifuð endanlega á laugardeginum & fóru svo í flug um kvöldið Grin Það er svo gaman að vera búin að fá Ólínu heim aftur & nú er það bara næsta verkefni, fermingin hennar Grin 

Svo er páskafríinu lokið í skólunum líka & er allt að komast í fastar skorðir á ný en krakkarnir voru að vera frekar leiðir á öllu þessu fríi Wink Mig er strax farið að hlakka til að skólinn klárast enda mun ég ekki stoppa þangað til Crying Byrjaði á fullu strax í dag, þarf að skila enn einu synopsis verkefni á föstudaginn & svo rýnihóparannsóknarskýrslunni okkar sem við eigum að skila á mánudaginn GetLost 

Svo er ég búin að setja mars albúmið inn á barnaland með fullt af myndum, endilega kíkkið á það Smile Skrifa svo fljótt aftur, blogg páskafríið mitt er víst búið Tounge

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Innlit og kvitt úr borg óttans.

Páll Jóhannesson, 27.3.2008 kl. 13:02

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit og kvitt.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.3.2008 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband