Komin í páskafrí í skólanum

Oh hvað ég er hamingjusöm að fá um viku frí í skólanum, aðeins fá að anda smá Grin Var í prófi í morgun í aðferðarfræði & gekk sko alls ekki vel, ekki séns ég nái þessu prófi Angry Bekkurinn eins & hann leggur sig var EKKI ánægt með prófið, hvort sem þeir hefðu lært í marga sólarhringa eður ei Crying Þetta var bara hræðilegt próf & skildi ég engan veginn í dæmunum hvar ég átti að nota F-próf, t-próf óháð eða háð eða önnur þvíumlík próf til að finna niðurstöðuna GetLost Viðurkenni alveg fúslega að ég hefði getað lært meira fyrir prófið en er nú samt ekki viss um að mér hefði gengið neitt mikið betur. Eins & kannski einhverjir hafa orðið varir við er svona frekar mikið að gera hjá mér & stoppa ég oft ekki fyrr en um miðnætti eða eftir það. Vakna um hálf sjö & er á fullu oft fram eftir kvöldi & fram eftir nóttu, eftir hvað er að gera í skólanum FootinMouth Var að hugsa um að vera kærulaus & horfa bara á sjónvarpið í kvöld & slappa örlítið af W00t Skelli mér svo í klippingu í fyrramálið & svo í Ultratone & þá er ég komin í frí í Ultratone fram á laugardag. Verður samt nóg að gera í bókhaldinu & skattaskýrslum hér heima um páskana Wink Ég hef ekki séð stelpurnar mínar síðan á sunnudaginn enda gista þær hjá mömmu & pabba & koma heim í kvöld eftir að vera búin að vera frá mér í 2 sólarhringa Crying Mig hlakkar svo til að sjá þær & knúsa þær en þetta var gert svo þær þyrftu ekki að vakna snemma á morgnanna bara til að láta skutla sér svo til ömmu sinnar & afa. Ég var upp í skóla í gær til kl.22 & bróðir minn kom svo heim að reyna hjálpa mér í þessari blessuðu aðferðarfræði Whistling

Jæja nú um fólkið mitt í Boston Kissing Ólínu hefur gengið svo vel undanfarið að læknirinn telur hana geta útskrifast í dag eða á morgun & þarf að vera í Boston í 3-4 daga þá. Svo fá þau vonandi grænt ljós á að fljúga til Íslands en þau munu áður en haldið verður til Akureyrar þurfa að hitta hjartalækninn hennar í Rvk, hann Hróðmar, áður en hún getur haldið heim Smile Vonandi koma þau þá til Akureyrar mánudag-þriðjudag í næstu viku sem þýðir að hún mun ná að fermast á tilsettum degi Grin Magga & Nonni settu aftur inn fréttir í commentin fyrir síðustu færslu hjá mér svo endilega kíkkið á það. Við heyrðum í þeim í gærkveldið & var bara gott hljóðið í þeim, þegar þau hringdu í okkur þá voru þau í mötuneytinu á sjúkrahúsinu að borða. Við ætlum svo að hringja í kvöld í þau & leyfa krökkunum að tala við Ólínu en hún bað um það í gær að heyra í litlu dúllunum sínum Grin Ólína, Magga & Nonni, við söknum ykkar SVO mikið & hlökkum til að hitta ykkur í næstu viku. Elskum ykkur svo mikið & sendum þúsund kossa & knús út til ykkar & orð fá ekki lýst hversu mikið við vildum vera hjá ykkur á þessum stundum & veita stuðning Heart

Jæja best að fara drífa sig í Ultratone, skrifa fljótt aftur

Dagga & co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Innlit, kvitt og allt það

Páll Jóhannesson, 19.3.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Brynja skordal

Gleðilega páska og njóttu þess að vera í fríi hafðu það gott

Brynja skordal, 19.3.2008 kl. 22:24

3 identicon

Gott að vera komin í páskafrí...er komin til Akureyrar...kíki á þig fljótlega

Guðbjörg (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 11:18

4 identicon

Hæ hæ var að kíkja inn og vildi kvitta fyrir komunni,Gleðilega páska

Kv úr Njarðvík

Aníta (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 13:28

5 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Páskakveðjur og kveðjur til Boston

Rúnar Haukur Ingimarsson, 21.3.2008 kl. 11:37

6 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Hæ. Gleðilega páska og njóttu þess að vera til Kveðja frá suðurnesjum

Hrönn Jóhannesdóttir, 21.3.2008 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband