16.3.2008 | 22:19
Lífið er bara yndislegt :o)
Já eins & fyrirsögnin segir til um þá er lífið bara yndislegt þó svo það geti oft komið upp erfiðir tímar en maður vinnur bara úr þeim & þroskast Langar til að segja ykkur smá fréttir frá fallegu hetjunni okkar frá Boston Jói talaði við pabba sinn í gærkveldi & voru bara góðar fréttir, hún var farin að ganga aðeins um & fara á klósettið & svona. Svo hringdu þau í okkur í dag þar sem þau ætluðu að fara í sturtu á hótelinu en gátu það ekki þar sem vatnið hitnaði ekki & urðu þau að þvo sér með kattarþvotti Magga svaf sína aðra nótt á spítalanum hjá Ólínu & svaf Magga greinilega bara ágætlega, ja eða allaveganna fast, því henni var tilkynnt að allt hefði gengið vel um nóttina, farið einu sinni á wc & þær hefðu ekki viljað vekja hana því hún svæfi svo vært Allt gengur semsagt vel & er hún laus við flest tæki nema að hún er ennþá tengt við hjartalínurit & svo með súrefni þar sem hún mettar ekki vel Hún er með vökva í lungunum & á ekki auðvelt með að tala, hún er einnig í æfingum með að blása & getur náð núna tveim kúlum af þrem upp Hún fékk svo að skreppa í tölvu í dag & talaði hún við okkur núna undir kvöld á msn-inu & hafði skrifað komment á síðustu færslu um hversu mikið þessi dúlla saknaði okkar & hlakkaði til að hitta okkur Magga & Nonni settu einmitt inn í gær komment um stöðu mála & þykir okkur alveg óendanlega vænt um það Svo hringdum við í hana um 8 leytið í kvöld & brá okkur svo við að tala við hana, hún talaði lágt & var ekki auðvelt fyrir hana að tjá sig en við náðum að segja henni hvað okkur hlakkaði til að sjá hana & elskuðum hana Krakkarnir fengu að tala við ömmu sína í morgun í síma & voru svo hamingjusamir með það Við hringjum svo aftur á morgun & heyrum í henni & setjum þá vonandi bara fleiri góðar fréttir þá
En stelpurnar fóru til mömmu & pabba í kvöld þar sem þær munu gista næstu tvær nætur þar sem páskafríið í skólanum er byrjað & ég þarf að mæta í skólann næstu tvo daga Jón Páll er líka í leikskólanum fram á miðvikudag en ég er líka í Ultratone fram á miðvikudag eftir skóla svo mamma & pabbi ákváðu að þetta væri besta lausnin svo við þyrftum ekki að vekja þær snemma á morgnanna til að fara með þær til þeirra Ég get þá líka einbeitt mér að því að læra fyrir prófið á þriðjudaginn í aðferðarfræði Einar Geir fékk svo að gista hjá okkur á föstudagskvöldið & var mikið fjör hjá krökkunum Á laugardaginn var Jói að vinna til 2 & ég í Ultratone til hádegis & ákvað svo að skreppa með mömmu & stelpunum á opnun í Rúmfatalagernum á meðan Jón Páll svaf vært hjá afa sínum Gott kvöld svo með fjölskyldunni & auðvitað Svandísi, elduðum pítsu & horfðum á góða fjölskyldumynd
Jæja best að halda áfram að læra fyrir aðferðarfræðiprófið mitt.
Dagga & co
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hallo allir. H'er sitjum vid eldrafolkid og b'idum eftir ad hetjan vakni kl er 6.38 her en er 10,40 heima svafum bara vel, vorum baedi a h;otelinu og hjukkan sagdi ad hun hefdi att goda nott vaknadi tvisva og nadi godum hosta tho ad engin mamma eda pabbi vari til ad hj'alpa eda hosta med henni thvi alltaf thegar hun reinir ad hosta tha forum vid ad hosta. thegar hun reinir ad hosta til ad na vatninu sem safnast hefur i lungun er thetta eins og se verid ad snua gamli ford ai gang.Annars bara allt gott buid ad laga vatnid a hotelinu og var gott ad fara i heita sturtu kl 5,40 thangad til nast hafid thad gott. kvedja fra BOSTON
Magga og Nonni (IP-tala skráð) 17.3.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.