11.3.2008 | 00:00
Afmæli
Þá er enn eitt afmælið búið & var það nú bara óvenju rólegt þ.e.a.s. margir sem komust ekki en þetta var bara kósý stemming Strákurinn fékk mikið af flottum gjöfum & naut dagsins í faðmi vina & ættingja
Á laugardaginn eða á afmælisdegi sonarins þá vöktum við hann um morguninn með pökkum & afmælissöng & sá var sko aldeilis ánægður með allt playmódótið sitt Um hádegið fór ég með krakkana upp í Vestursíðu til tengdó svo ég kæmist á jarðarför Braga frænda. Eftir hana var haldið aftur í Vestursíðu til að borða afmælistertu & hafði mín yndislega tengdamamma búið til pönnukökur handa mér, glútenfríar & góðar Jói var á ráðstefnu frá 10-16 sem þau í samfylkingunni stóðu fyrir, bleik orka & heppnaðist svona vel líka Um kvöldið var ferðinni heitið á Greifinn að borða með allri fjölskyldunni & var það hrein snilld Við vorum ekki bara að halda upp á afmæli stráksins heldur einnig að kveðja Ólínu okkar sem heldur til Boston á morgun
Í gær eftir að síðustu gestirnir voru farnir héldum við mæðginin upp á slysadeild þar sem við létum líta á puttan hans & hálsinn á mér Ég hafði vaknað um morguninn skrítin & með svona hálsbólgu en samt bara væga. Þegar tók að líða á daginn jókst hún & var ég hætt undir kvöld að geta kyngt & hitinn hækkaði verulega Puttinn á Jóni Páli var líka orðinn vel bólginn, heitur & greinilega gröftur í honum Við löbbuðum út með sinnhvorn sýklalyfjaskammtinn, ég með streptakokka & hann með sýkingu í puttanum Við höfum náð að halda þessu í 3 ár að láta hann ekki fara á sýklalyf en nú bara var ekki annað hægt, hann semsagt fór á sinn fyrsta sýklalyfjakúr í dag Við höfum alltaf geta notast við eitthvað annað eða beðið læknana ekki að gefa það ef það er ekki nauðsyn. En ég fór ekki í skólann í morgun þar sem læknirinn bannaði mér það, enda ekki með neina heilsu í það & fann það líka að ég hefði kannski ekki fúnkerað þar í dag
Í dag komu svo tengdó & Ólína til að kveðja okkur & einnig Andrés, Hafdís & strákarnir til okkar í kaffi Ákváðum meira að segja að borða saman um páskana hérna & hafa það gott, einnig var svona fjölskyldukvöld ákveðið næsta föstudagskvöld Í fyrramálið skutlar Jói fólkinu sínu á flugvöllinn þar sem þau munu fljúga til Rvk & halda svo seinnipartinn til Boston. Svo mun Ólína leggjast inn þann 13. & aðgerðin svo þann 14. Við verðum svo dugleg að setja inn fréttir af þeim hingað inn svo þið getið fylgst með.
Ég hef að vísu ekki tíma til að setja inn myndir á barnaland núna né á morgun en ætla að gera það á miðvikudaginn. Er að fara í sálfræðipróf á miðvikudaginn Læt vita þegar ég verð búin að setja þær inn. Þangað til hafið það sem allra best
Streptakokkakveðjur
Dagga
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ frænka og takk fyrir kveðjun til min. Já það hefði nú verið gaman að vera í veislunni hjá ykkur en svona er stundum lífið enda vill svo til núna að ekki má maður víst éta svona gómsætt læt mig nægja að horfa á það Vona að allt gangi vel hjá Ólínu. Kveðja frá Njarðvíkurborg
Hrönn Jóhannesdóttir, 11.3.2008 kl. 10:42
Vonandi eru þið Jón Páll að hressast, sjálf er ég komin með kvef og í hálsinn.það eru víst allavegana pestar í gangi. Kveðja úr Seljahlíð.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.3.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.