6.3.2008 | 16:23
Tölur & aðeins tölur í dag
Sæl veriði
Það er sko óhætt að segja að þetta sé töludagur hjá mér Þið skiljið kannski engan vegin hvað ég meina með því en jú síðan í gær er ég búin að vera læra fyrir upplýsingarýni prófið mitt sem var í morgun En sá lærdómur snérist dálítið mikið um tölur, marktækar tölur, lélegar tölur, skuggatölur & mikið fleiri tölutal Elsta stelpan, hún Margrét Birta, tók svo upp á því í gærkveldi að fá hita, ekki mikinn en ég sendi barnið ekki með hita í skólann svo Jói var heima með stelpurnar í morgun til 10 á meðan ég var í prófinu. Elín var að verða hitalaus í morgun en svona er samt á mörkunum Ég reyndi svo þegar ég kom heim til að fá þær til að leggja sig með mér sem gekk ekki sem skildi. Ég hafði nefnilega ekki náð nema 2 tímum í hvíld í nótt þar sem ég fór í rúmið um fjögur & vaknaði "fersk" um 6 Elín vaknaði meira að segja 10 mínútum á undan mér, Jón Páll 10 mín á eftir mér & Margrét um hálf sjö Ég sem ætlaði að vakna á undan krökkunum svo ég næði að lesa aðeins fyrir prófið en já svona fór það nú Ég ákvað í morgun, svona til öryggis, að mæla Jón Pál til að athuga hvort hann væri nokkuð með hita en nei & minn bara svo hress að ég fór með hann í leikskólann Svo var hringt í mig um hálf tvö, bara hálftíma áður en hann átti að vera búinn í leikskólanum & beðin um að sækja hann Þá var hann búin að vera ekki með sjálfum sér í allan dag & komin með hita svo líka Þannig að börnin verða öll heima á morgun, þori ekki að láta stelpurnar fara strax í skólann svo þeim slái ekki niður.
Áðan var tölustaðan sú að Margrét Birta var með 37,8°, Elín Alma með 37,3°en Jón Páll með 38,3° svo tölurnar fylgja mér í dag Annarrs er alveg nóg að gera, er að reyna laga til & svo er undirbúiningur afmælið Jóns Páls að komast í gang. Er að fara lita & plokka/vaxa í kvöld svo ég & fleiri lítum nú vel út um helgina Ætlum þrátt fyrir veikindi að halda ótrauð með að fara öll saman út að borða, kemur í ljós á morgun hversu mörg við verðum en þetta verður bara gaman Erum að gera boðskortin núna fyrir afmælið svo fólk geti fengið í kvöld eða í fyrramálið. Var svo að pæla að búa hérna til albúm með kökunum mínum en þeir sem vilja skoða myndir af fjölskyldunni eða vita meira um hana lesa það á barnalandi, verið óhrædd að biðja um lykilorðið ef þið vitið það ekki Setti nýtt í vefdagbókina í gær
Kveðjur úr veikindabælinu
Dagga
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf fjör hjá ykkur
Páll Jóhannesson, 6.3.2008 kl. 16:49
Dugnaðurinn í þér, ég öfunda liðið sem kemur í afmælisveisluna því mig minnir að þú sért kökusnillingur;-)
Þessi börn hafa alltaf þá tilhneigingu að veikjast hvert á fætur öðru, það er þó skárra þegar þau taka sig öll saman;-)
Lára Stefánsdóttir, 6.3.2008 kl. 17:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.