15.9.2008 | 00:53
Eiginmaðurinn þrítugur í dag
Til hamingju með daginn elskan mín
Hlökkum til að njóta dagsins með þér
Jebbs þá er kallinn orðinn þrítugur Afmælisveislan hans var haldin á laugardaginn í Lárusarhúsi & var þetta yndislegur dagur & kvöld Gestirnir streymdu jafnt yfir daginn & nutum við þess að gera vel við hann. Ég tók & söng fyrir hann 3 lög, tengdamamma & litla systir hans lásu honum falleg orð, börnin hans sungu fyrir hann afmælissönginn & svo fullt af singstar um kvöldið, alger snilld Fyrir hönd mannsins míns vil ég þakka öllum þeim sem komu & hittu okkur á laugardaginn & fallegu kveðjurnar & gjafirnar sem hann fékk Hann fékk mikið af fallegum gjöfum, blómvendi, gjafakort í 66°norður fyrir 20.000, gjafabréf í Ormsson fyrir 15.000, gjafabréf í Glerártorg fyrir 7.500, Dressmann fyrir 4.000 & Imperial fyrir 5.000. Einnig fékk hann fallega 66°norður flíspeysu, nokkrar vínflöskur, ostakörfu, nammikörfu ásamt helgardvöl á Illugastöðum, bók, hanska, bjórglös & fleira Síðast en ekki síst fékk hann gjafabréf frá litlu systur sinni, henni Ólínu, upp á fría barnapössun í heilt ár, hvenær sem er
Dagurinn verður bara ljúfur & munu foreldrar mínir, systkini, tengdó & systur hans koma til okkar í kvöldmat, læri mmmmm Jói tók sér frí í vinnunni, bæði í dekkjahöllinni & í mogganum svo hann fær að njóta dagsins í botn Ég ætla að skreppa aðeins í skólann en kem svo til hans & nýti daginn með honum
Til þín Jói minn :
Mig langar bara að segja hversu heppin að vera gift þessum manni & er hann guðsgjöfin mín ásamt okkar 3 fallegu börnum. Þú ert kletturinn minn & hefur alltaf & munt alltaf standa þétt upp við mig & styðja mig & hvetja áfram í öllu sem ég tek mér fyrir höndum. Rólyndi þitt kemur saman við mitt hraða eðli & þannig náum við jafnvægi í sameiningu. Þú dregur fram það besta í mér & ég í þér. Við erum eitt & hlakkar mig til að eyða ævinni með þér. Þetta hafa verið bestu 9 ár lífs míns & hlakka til í næstu ár í lífi okkar Með þessu óskum við börnin þér til hamingju með 30 árin þín
Afmæliskveðjur
Dagga & börnin 3
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
9.9.2008 | 23:25
Skemmtileg & annasöm helgi að baki
Já nú er stóra stelpan mín orðin 8 ára & þvílík gleði hjá henni um helgina, hún brosti allan hringinn Við héldum afmælisveislu fyrir fjölskyldu & vini á laugardaginn & var það svo notaleg stund sem maður átti hérna Strax um kvöldið var farið að undirbúa afmælisveislu sunnudagsins sem var haldin fyrir skólasystur hennar Margrét Birta hélt upp á afmælið með skólasystur sinni, Anítu Lind, sem á afmæli sama dag & hún & var veislan haldin hér heima Það var sko mikið fjör hérna þá & mikið hlegið Um kvöldið komu svo tengdó, Svandís & Ólína frá Reykjavík & komu til okkar í kvöldkaffi, það var sko búið að halda þeim vakandi & var það sko ekki auðvelt Stelpan okkar fékk fullt af gjöfum & pening & var hún í skýjunum yfir þessu öllu saman & sveif hér á sæluskýi á sunnudagskvöld, úrvinda af þreytu eftir alla afmælistörnina sína
Myndin hér til hliðar er af henni í nýju peysunni sinni sem hún keypti sér fyrir afmælispeninginn sinn. Svo eru hérna myndir af fígúrutertunum mínum tvem sem gerðar voru fyrir þessi afmæli núna
Svo er allt á fullu í undirbúning af næsta afmæli en hann Jói minn er að verða þrítugur á mánudaginn en veislan verður haldin á laugardaginn í Lárusarhúsi, húsi Samfylkingarinnar & verður skemmt sér eins lengi & fólk endist Ég er búin að reyna að vera baka fyrir afmælið en er líka á fullu við að læra. Er að fara í próf á föstudaginn í félagsfræðilegri greiningu & skila SPSS verkefni í aðferðarfræði sama dag. Nóg að gera en það verður nú líka pínu léttir þegar þessari afmælistörn líkur þó manni hlakki rosa til
Annarrs er ekki mikið að frétta fyrir utan það sem ég hef sagt hér að ofan en ég skrifa bara fljótt aftur
Ég er svo búin að setja inn 2 ný albúm á barnaland svo endilega kíkkið & kannski kvittið Myndirnar eru m.a. frá Akureyravökunni, af okkar flotta furðufugli, afmælunum o.fl.
Jæja hafið það gott
Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2008 | 09:01
Stóra stelpan mín 8 ára í dag
Það er óhætt að segja að tíminn líði enda finnst mér eins & það hafi gerst í gær sem ég var að koma frumburði mínum í heiminn Það tók nú ekki langan tíma miðað við að vera fæða mitt fyrsta barn en ég byrjaði að finna fyrir verkjum milli 3 & 4 um nóttina & hnátan var komin í heiminn kl:10:27 Þvílík gleði & hamingja að fá þessa fallegu stelpu í fangið á mér, gullfalleg & yndisleg, eins & hún er í dag Hér á myndinni vinstra megin sjáiði okkur stoltu foreldrana með stelpuna okkar 5 daga gamla Stóra stelpan okkar var svo skírð Margrét Birta þann 24.september sama ár en ekki var erfitt að finna nafnið á hana þar sem bæði móðir mín & tengdamamma heita því nafni, Margrét Margrét Birta í dag er allt sem foreldri gæti viljað, frábær í alla staði Hún leggur mikinn metnað í það sem hún gerir & sést það mjög vel í henni þar sem hún stundar fimleika & hefur vaxið mjög innan þeirra greinar Einnig æfði hún af kappi fótbolta í sumar & sást einnig þar keppnisskapið & félagslyndið hennar enda kemur henni einstaklega vel við alla þá krakka sem hún hittir Hún náði t.d í sumar einu bronsi með liðinu sínu á pæjumótinu á Siglufirði & svo fjórða sætinu á Landsbankamótinu, maður er nú bara endalaust stoltur af henni Myndin hér til hægri sýnir hana með bronsið & bikarinn á Siglufirði. Margrét hefur nú prufað allmargt eins & að flytja rétt um 1 árs aldur til Hríseyjar, flutti 5 ára til Englands þar sem hún byrjaði sína skólagöngu & gekk frábærlega & eignaðist fullt af góðum vinkonum þar sem hún hefur enn samband við í dag Myndin hér er af fyrsta skóladeginum hennar í Englandi. Þessi stóra stelpa mín á eftir að gera marga góða hluti í framtíðinni & mun ég & pabbi hennar styðja við bakið á henni í hverju sem hún vill taka sér fyrir hendi í framtíðinni Til hamingju með daginn elsku fallega Margrét Birta mín & vonandi muntu eiga góðan dag með okkur & fjölskyldu þinni í dag Elskum þig endalaust mikið dúllan mín
Já dóttirin á afmæli í dag & verður haldin veisla fyrir vini & fjölskyldu í dag kl.15 & verður bara fjör Svo mun hún halda afmælisveislu á morgun fyrir bekkjarsystur sínar en hún heldur hana ásamt annarri bekkjarsystur sinni, henni Anítu, sem á einmitt afmæli sama dag & hún svo við foreldrarnir ákváðum að sameina þessi tvö afmæli í eina veislu, sniðugt ha Svo á morgun kl.13 verður hér troðfullt húsið af 8 ára skvísum Margrét Birta fékk svo pakkana sína áðan frá okkur foreldrunum & systkinum & varð ekkert lítið ánægð enda voru þeir troðfullir af fötum & einum geisladisk Hún er núna að fara í fimleika en hún er á æfingu frá 9-10:30 & er að fara með sleikjó handa stelpunum í sínum hóp Ég er búin að öllu kökustandi & ætla að fara dúlla mér við að setja stóla allsstaðar & dúka & sparileirtauið o.s.frv.
Langar í lokin að þakka kærlega fyrir öll fallegu sms-in & kveðjurnar á blogginu & póstinum sem ég fékk á afmælisdaginn minn & auðvitað allar fallegu gjafirnar Maður fékk nú fullt af fallegum gjöfum, mikið af alls konar fallegu leirtaui, samlokugrill, dvd myndum & litun & plokkun & svo auðvitað blómum Tengdamömmu fannst það eitthvað svo tilvalið að gefa mér litun & plokkun þar sem alla mánuði sé ég um að lita & plokka & vaxa fólkið mitt, nú væri tími komin á að ég fengi að láta dekra við mig Takk kærlega fyrir mig elskurnar & Sædís vinkona, takk sérstaklega til þín fyrir símtalið frá Kenýa, mér þótti einstaklega vænt um það Sakna þín
Jæja ætla að halda áfram að njóta dagsins, hafið það gott & hlakka til að sjá flest ykkar í dag
Stolt móðir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.8.2008 | 00:32
Nýjar myndir á barnalandi
Jæja ætla aðallega að láta vita af að ég loksins kom mér í að setja inn myndum inn á barnalandi, meira að segja tvem albúmum, bæði frá pæjumóti stelpnanna á Siglufirði & svo ágúst En inn í ágúst albúminu eru myndir frá Englandsferðinni Þær eru pínu stórar myndirnar en ekkert of, það er þá betra að ýta á F11 hjá ykkur þá sjáiði myndirnar betur..... www.barnaland.is/barn/66675
Vikan hefur liðið allt of hratt en skólinn hjá stelpunum byrjaði á mánudaginn & minn líka Í ofanálag var ég að vinna á kvöldvöktum þriðjudags- miðvikudags- & fimmtudagskvöld & Jói að vinna til kl.18 Svo voru fimleikaæfingar að byrja & fótboltaæfingar einnig, nóg að gera hjá okkur öllum þessa vikuna Síðasta vaktin mín var á fimmtudagskvöldið & er ég núna hætt að vinna fram að næsta sumri allaveganna Skólinn tekur bara við núna, bara fínt
Ætla nú bara að nýta helgina í að læra, baka fyrir öll afmælin, laga til & slaka á Það er eins gott fyrir fólkið okkar að fara taka frá næstu 2 laugardaga, 6.sept & þann 13. Margrét Birta verður 8 ára þann 6.sept & ætlum við að halda upp á þrítugsafmæli Jóa þann 13.sept. Ég ætla nú ekki að halda upp á neitt hjá mér á mánudaginn en ég er í skólanum til kl.15 & eftir það verður heitt á könnunni & tertur fyrir þá sem langar að kíkja í kaffi
Jæja læt þetta nægja í bili, er að verða pínu þreytt & ætla bara að fara sofa. Góða nótt allir
Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.8.2008 | 23:51
Stolt af að vera íslendingur
Já maður er sko stoltur íslendingur í dag, gaman að vakna upp fyrir allar aldir með krakkana, borða morgunmat & fara svo inn í Hamar & horfa á leikinn með stemmingu Glæsilegur árangur hjá íslenska landsliðinu, til hamingju við öll með daginn
Búið að vera góð helgi, mjög góð & afslöppuð Ég var búin að vera í prófum í vikunni sem leið & á kvöldvöktum líka svo afslöppunin var sko vel þegin Laugardeginum var eytt með Berglindi, Gunna & krökkunum þeirra & var fyrst farið í sund & svo út að borða, yndisleg stund með þeim Svo var bara verslað & familían í Vestursíðu heimsótt. Kvöldið fór bara í leti & sjónvarpsgláp með krökkunum Dagurinn í dag fór í að vera stoltur íslendingur & bara dúllast, að vísu bakaði ég slatta í dag bæði fyrir afmæli & nestið fyrir skólann, pizzasnúða
Svo er bara fyrsti skóladagurinn á morgun & byrja ég ekki fyrr en kl.12:35 en það er bara allt í lagi Stelpurnar byrja í skólanum kl.9 & verða til 12 & er spenningurinn í hámarki hjá þeim skvísum Er svo á síðustu vöktunum mínum í vinnunni í vikunni, tek það með skólanum, verð á kvöldvöktum þriðjudag, miðvikudag & fimmtudag & er þá bara búin, þarf ekki að vinna á ný þar til í maí á næsta ári, lovely Að vísu er nú skólinn meira en fullt nám svo það er ekki eins & maður sitji aðgerðarlaus í haust & vetur Svo nú fer maður að verða duglegri að blogga þar sem ég verð meira í tölvunni vegna skólans & svo ætla ég að hendi inn myndum á barnaland á morgun, nokkrum albúmum, læt vita hér þá Er samt búin að setja nokkrar myndir inn á flickr síðuna mína www.flickr.com/daggapals endilega kíkkið
Jæja best að fara að halla sér svo maður vakni nú ferskur í fyrramálið
Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2008 | 20:01
Home sweet home
Ohhh hvað er nú gott að vera komin heim Mikið saknar maður barnanna sinna þegar maður fer svona lengi frá þeim Heimkoman var yndisleg & höfðu stelpurnar mínar ásamt Ólínu frænku sinni bakað þessa glæsilegu skúffuköku með skrauti, fánum á & öllu tilheyrandi Svo voru tengdaforeldrar mínir, Svandís & Ólína á svæðinu & mættu svo foreldrar mínir & systkini líka, semsagt yndisleg stund í alla staði
Ferðin gekk vel fyrir sig út en eins & kom fram í síðustu færslu gistum við Sædís systir hjá Anítu frænku í Keflavík & amma & mamma hjá Hrönn frænku Svo þegar átti að fara að sofa þá vaknaði litli Ivan hennar Anítu & leið illa alla nóttina, greyið strákurinn, svo Aníta náði að vera vakandi þegar við fórum rétt fyrir 5 um morguninn Svo var bara náð í ömmu & mömmu & brunað út á flugvöll. Þar beið Guðbjörg vinkona okkar & þá var bara að tékka okkur inn, skoða fríhöfnina & fá sér góðan morgunmat fyrir flugið Allt gekk eins & í sögu & vorum við komnar til Leicester rétt fyrir kl.16 & þá var bara að strolla inn á hótelið okkar, Holiday Inn Náðum svo nokkrum búðum fyrir lokun & kvöldmat. Það var ljúft að leggjast á koddann það kvöld en voru klukkustundirnar að nálgast 52 í vöku þegar ég loksins náði að sofna um kvöldið, vá ég man ekki eftir mér meir
Dagarnir úti fóru í að versla & skoða í búðir & ekkert smá sem maður var nú oft orðin uppgefin í fótum & höndum eftir daginn. Fórum eitt kvöldið meira að segja í sund á hótelinu, önnur bara í langar sturtur eða böð & svo bara lesin "biblían" okkar eins & við kölluðum hana ( Aha ég er að tala um Argos bæklinginn stóra & var hann sko nýkominn út ) Ég & Guðbjörg vinkona náðum meira að segja nokkrum góðum myndum í sjónvarpinu & svo var náttúrulega endalaust spjallað & mátuð nýju fötin & ekki má gleyma öllu bókhaldinu í kringum þetta Ég verslaði aðallega á krakkana en það var um 20 kg sem var verslað bara á þau en þau fengu ekki nema mjög lítið brot þegar ég kom heim enda var mikið af því jólagjafir, afmælisgjafir & svo verslaði ég fyrir rauðklædda vin minn alla hans daga Stelpurnar voru samt ánægðar með sitt. Þær fengu sitthvora mussuna, hlírabolinn, skó, tvennar stuttbuxur, little pet shop leikdýr & svo saman fengu þær High school musical playstation singstar leik Jón Páll fékk ekkert um kvöldið enda var litli gæjinn bara orðinn lasinn, komin með 38,4 & var steinsofandi en hann fékk sínar um morguninn Hann var mjög ánægður með bílinn sinn Lögga úr Cars, gallabuxurnar, bolinn, skyrtuna, stuttbuxurnar & hettupeysuna sína & vildi bara fara strax í herlegheitin sem hann fékk Heimferðin var samt pínu stressandi þar sem að lestin sem við ætluðum að taka beint til Stansted flugvallar kl.7:29 fór ekki alla leið & þurftum við að stoppa í Peterborough & taka þar aðra lest til Stevenage & aðra þaðan til Cambridge & svo þaðan til Bishop Strotford sem fór svo til Stansted Semsagt 5 lestir & tók það 4 klst & náðum við að tékka okkur inn rétt fyrir tólf en flugið var 12:40 Þetta var ofboðslega mikið stress & þurftum við oft að hlaupa á milla platforma, brautarpalla til að ná næstu lest enda frá 4 mínútum upp í 10 mínútur á milli lesta, hrikalegt & með allar okkar 8 töskur á hjólum & við 5 Pjúff hvað við vorum sveittar eftir öll þessi hlaup en fegnar að ná fluginu
Núna liggur Jón Páll hérna í hjónarúminu hjá mér að leika sér að bílunum sínum orðinn þreyttur eftir svefnlausan dag & búin að vera hitalaus í allan dag Hann hefur örugglega bara fengið hitann því hann hefur verið farinn að sakna mömmu sinnar sem fór svo bara þegar hann fékk hana til sín Við mæðginin fórum áðan saman í sturtu & hann í náttföt en ég að fara að læra þar sem ég er að fara í 2 próf í næstu viku Er líka að fara á síðustu næturvaktina mína í nótt & á svo bara eftir 3 morgunvaktir & 5 kvöldvaktir í ágúst mánuði & þá er maður hættur Er semsagt að vinna þessar 3 morgunvaktir um helgina, fös,lau,sun & svo próf á mánudaginn í aðferðarfræði Jói byrjar aftur að vinna á morgun eftir viku sumarfrí en byrjar ekki aftur í mogganum fyrr en á mánudaginn
Best að láta þetta nægja núna en ætla að fara að fá myndirnar hjá pabba frá pæjumótinu á Siglufirði sem var um síðustu helgi & lentu stelpurnar mínar í 3.sæti, ekkert smá flott hjá þeim Þá fer ég að henda þeim inn en lofa engu með hvenær & eins með myndir úr ferðinni þar sem ég ætla að láta námið mitt ganga fyrir því, læt vita betur með það.
Í lokin langar mig að votta aðstandendum Ragnars Vigfússonar samúð mína & þá sérstaklega sonum hans en Ragnar var giftur Önnu föðursystur minni en hann dó á meðan við vorum úti í Leicester þann 08.08.08. Vigfús frændi minn, sem ég hef ekki séð í 5 ár, kom til Íslands í gær til að sjá um útför pabba síns & fékk hann far með okkur norður. Það var gaman að sjá hann þó svo aðstæður hafi verið sorglegar. Votta ykkur samúð mína & vil senda kveðju út til hennar Margith & tvem börnum þeirra Vigfúsar þar sem þau komust ekki með til Íslands. Guð veri með ykkur öllum í þessari sorg ykkar.
Heimkveðjur
Dagga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.8.2008 | 23:11
Leicester here I come
Jæja nú sit ég hér við tölvuna hjá Anítu frænku & er sko í góðu yfirlæti hjá henni Ég var á næturvakt síðustu nótt, fór svo heim að taka mig til fyrir ferðina, sem var nú ekki mikið, svo lögðum við af stað Jebb mín tók með sér nákvæmlega eitt pils, einn bol, brækur, brjóstahaldara, tannbursta & tannkrem & námsbækur Oh hvað mig hlakkar til að fara & versla Vöknum svo 4 í nótt & ætlum að vera mætt á flugvöllinn um 5 & chilla fyrir brottför
Sædís vinkona fór svo til Kenya í dag & kemur ekki aftur heim fyrr en eftir 3 mánuði, eigum eftir að sakna hennar mikið
Jói & stelpurnar fóru í kvöld að safna flöskum með 7.flokk til að safna fyrir ferðinni um helgina, pæjumótið á Siglufirði Margrét mín grét mikið í gærkveldi & í morgun þar sem hún vildi ekki að mamma sín færi Oh hvað ég á eftir að sakna krakkana en vona að þau muni bara skemmta sér konunglega
Jæja kem svo heim á þriðjudaginn en kannski rita ég nokkur orð að utan, fylgist bara með Svo eru komnar nýjar myndir á barnaland, endilega kíkkið www.barnaland.is/barn/66675 & kvittið
Ástarkveðjur til ykkar elsku dúllurnar mínar
Dagga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2008 | 17:51
Hiti & hamingja
Já já já já ég veit alveg upp á mig sökina, ekkert búin að blogga síðan 13.júlí..... skamm skamm ég Þetta er bara búinn að vera indæll mánuður, vorum semsagt helgina 11-13.júlí í Árskógi með ættingjum Jóa sem var hrein snilld, voða gaman Kynntist alveg fullt af fólki, meira en Joi, hann var ekkert alltaf með á hreinu hverjir hinir & þessir voru en þá gat ég nú stundum sagt honum það Við tjölduðum & gistum 2 nætur á staðnum, alltaf gaman að tjalda
Lífið hér hefur annars bara verið gott, vinna & njóta lífsins með krökkunum. Stelpurnar mínar kepptu á Strandarmóti 19.júlí & var voða fjör hjá þeim, myndir af því eru inn á barnalandi endilega kíkkið www.barnaland.is/barn/66675 þar eru fullt af flottum myndum frá Júlí Svo hefur litla sundlaugin á heimilinu verið tekin fram ansi oft, sérstaklega þegar veðrið er eins gott & í dag.
Síðasta næturvaktatörnin mín kláraði ég á þriðjudagsmorgun & hef notið lífsins í góða veðrinu Stelpurnar mínar eru í fríi frá fótboltanum þangað til á miðvikudaginn í næstu viku. Jón Páll byrjar svo aftur í leikskólanum á þriðjudaginn & ég fer suður á miðvikudaginn & svo út snemma á fimmtudagsmorgun Hlakka rosa til, keypti mér einmitt eitthvað af pundum í dag til að taka með..... & versla
Ég fer svo að vinna á sunnudagskvöld & vinn fram á miðvikudagsmorgun & er Jói líka eitthvað að vinna um helgina á tjaldsvæði fyrir Þór. Við ætlum að fara svo í bíó með krökkunum, tívolí & fara sjálf í bíó Ég fór í gær með krakkana í sund á Dalvík & á miðvikudaginn í Akureyrarlaug, geggjað að fara í svona góða veðri enda eru krakkarnir þokkalega svartir eftir alla útiveruna
Reyni svo að vera duglegri að blogga enda hefur talvan varla verið opnuð seinni hluta júlí mánuðar enda of gott veður að hanga inni eða ég sofandi eftir næturvakt Nú fer ég samt að neyðast til að vera meira í tölvunni enda að fara í 2 próf 18 & 21 ágúst Svo ég verð að læra, enda byrjuð á því, ætla sko að reyna að brillera í þessum prófum Svo byrja ég aftur í skólanum 25.ágúst, þá byrjar annað árið í sálfræði hjá mér & þá mun maður ekki eiga neitt líf nema skólann Svo auðvitað byrjuð að plana aðeins þrítugsafmælið hans Jóa, ætlum að halda upp á það 13.september svo takið frá daginn
Hafið það gott í öllum hitanum & endilega kíkkið á barnalandssíðuna & skiljið eftir spor
Dagga & co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.7.2008 | 23:57
Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag, hún á afmæl'hún mamma ......
Til hamingju með daginn elsku mamma mín, vonandi áttirðu yndislegan dag í dag með fólkinu fyrir sunnan Hlakka til að sjá þig í vikunni & hafðu það gott í bústaðnum Mundu að við elskum þig, þúsund kossar & knús
Skrifum betur á morgun
Ástarkveðjur frá okkur öllum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.7.2008 | 15:40
Bara örlítið smá færslubrot
Jæja ætla ekki að skrifa neitt mikið enda nota ég bara aðra hendina núna þar sem mér tókst að skera mig svona svakalega, djúpt & fallega Svo nú er litli putti & baugfingur fastir saman með fullt af umbúðum Var að slökkva á kertum í nótt áður en ég færi að sofa & sprakk stjakinn í höndunum á mér & volla, blóð út um allt Ég reddaði mér í nótt en fór upp á slysó í morgun & sagði læknirinn ég hefði mátt vera heppin að hitta ekki á taug eða sin, svo djúpur var hann en á vondum stað til að sauma & þess vegna vel pökkuð inn Svo á ég að reyna halda hendinni upp þar sem mikil bólga er í þessu & verkir & trúlegast blætt töluvert inn á en mér finnst ekkert sérstaklega auðvelt að halda hendinni svona uppi en sem betur fer er þetta vinstri hendin Jæja nóg um það......
Ástæða bloggleysis er nú bara vinnan, ég vaki þegar aðrir sofa & svo öfugt Byrjaði semsagt vaktatörnina á fimmtudagsmorguninn síðasta & fór á næturvakt sömu nótt ( vann semsagt 8-15 & byrjaði aftur 23 ) & tók þá 5 næturvaktir sem ég kláraði á þriðjudagsmorgun Guð sé lof fyrir æðislega foreldra & tengdaforeldra Vanalega er þetta ekki svo mikið mál en þar sem Jói var á fullu í pollamótinu & Jón Páll í fríi á leikskólanum þá hjálpuðu allir til Tengdó tóku fyrstu 3 næturnar & mamma & pabbi síðustu 2 Takk æðislega elskurnar fyrir alla hjálpina Börnunum leiddist þetta ekki neitt en hvað Jón Páll var samt ánægður að komast heim til sín loksins á þriðjudaginn
Til hamingju með daginn amma mín, eigðu góðan dag í dag Þúsund kossar & knús frá okkur öllum
Jæja best að fara að gera eitthvað, erum að fara í smá tjaldútilegu á eftir Förum í Árskóg þar sem ættarmót í Jóa ætt verður haldið, förum eftir vinnu hjá kallinum Ætla svo bara að setja myndir inn eftir það, nenni því ekki núna, læt vita
Hafið það gott um helgina elskurnar
Dagga & co
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar