Aðgerðin búin

Jæja ætlaði bara að skjóta inn smá fréttum frá Boston áður en ég fer að sofa Wink Ólína fór í aðgerðina í morgun klukkan 7:30 að staðartíma & tók hún 4 klst. Fyrstu fréttirnar sem við fengum voru þær að hann hefði gert við hjartað eins & hann hafði ætlað sér læknirinn & nú væri verið að mynda hjartað til að sjá hvort það virkaði sem skildi Woundering Henni var að sjálfsögðu haldið í svæfingunni á meðan. Svo komu þær fréttir til okkar að læknirinn var ekki alveg nógu ánægður með það hvernig hjartað starfaði & ákvað hann að reyna aðeins að laga það betur. Síðustu fréttirnar sem við fengum af henni voru að hún væri komin úr aðgerð & hjartað væri farið að starfa sjálft, án tækja & að aðgerðin hefði tekist & sögðu læknarnir hún hafi gengið eins vel & hægt væri Grin Mikill léttir varð þá allt í einu, að vita að allt hefði nú gengið vel & þetta væri loksins yfirstaðið. Við höldum svo áfram að vera dugleg að koma með fréttir af þeim þarna úti svo fylgist með Wink 

Í kvöld var svona pínu fjölskyldukvöld & borðuðu Andrés & co hjá okkur & var svo horft á sjónvarpið Smile Einar Geir fékk svo að gista hjá okkur & fannst honum það ekki leiðinlegt Smile Ultratone í fyrramálið, Jói að vinna & svo bíða óteljandi skattaskýrslur handa Jóa fyrir helgina að vinna GetLost Ég ætla að taka mér frí frá lærdóm á morgun & njóta þess að þrífa, skipta á rúmum & hafa það gott með krökkunum eftir hádegið & annað kvöld Joyful Elín fór í afmæli & skemmti sér konunglega & svo eru fimleikar hjá henni í fyrramálið eftir smá frí vegna árshátíðarinnar í Glerárskóla. Skrifa betur síðar, minni enn & aftur á flottu afmælismyndirnar hans Jóns Páls á barnalandssíðunni okkar www.barnaland.is/barn/66675 endilega kíkkið Grin

Best að drífa sig í háttinn enda klukkan orðin tvö Sleeping Kveðjur úr Draumalandi

Dagga & co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Gott að allt gekk vel knús til ykkar og hafðu ljúfa helgi mín kæra

Brynja skordal, 15.3.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gott að heyra að allt gekk vel og vona að framhaldið verði gott og öll komi þau heim glöð og ánægð.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 15.3.2008 kl. 13:37

3 identicon

Gott að heyra að það gangi vel þarna úti. Endilega skilaðu kveðju til þeirra.

Sædís

Sædís vinkona (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 19:06

4 identicon

Hallo allir saman og takk fyrir godar kvedjur til okkar Olina er nu komin af gjorgaslu (vantar islenskar stafi a tolvuna) og er tvisvar buin ad fara frammur og labba a klosettid. Sjaum mikinn mun a henni fra i morgun, og virdist hun vera akvedin ad na fermingu 29/3.Vonandi getur Olina kvittad a morgun, Kvedja fra Boston.

Margret og Jon (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 22:39

5 identicon

hallo, sakna ykkur rosa hlakka til ad hitta ykku um mars leytid en vid sjaumst bara<3 kvedja Olina

'Olina (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

233 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 17
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 1249

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband