Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Niðurstöðurnar komnar í hús

Já niðurstöðurnar komu til okkar á föstudaginn þ.e. þá hringdi Andrea barnalæknir í okkur með niðurstöðurnar. Bestu fréttirnar voru þær að ekki fundust nein æxli en því miður fannst einhver vökvi í heilanum, á bak við eyrað, ekki samt eins & eyrnabólga heldur mikið lengra inn. Hún vill nú ekkert gera við því sem stendur en við verðum að vera mjög vel vakandi fyrir einkennum þannig að ef þau kæmu fram að þá sé hægt að byrja lyfjagjöf við því Errm Blóðprufurnar komu fínt út sem leiddi það aðeins í ljós að fyrri grunur hennar reyndist því miður réttur, mígreni & það alvarlegt Frown Ákveðið var að byrja strax á lyfjagjöf & byrjaði Elín á lyfjum á laugardagsmorgun. Því miður var Elín búin að vera mjög slæm & þess vegna ég ekki geta skrifað strax eins & ég ætlaði.... Hún byrjaði á að fá mjög slæmt kast aðfaranótt miðvikudags & var með það fram á laugardagskvöld. Málið var að það sem við foreldrarnir vissum ekki var að barnamígreni er víst ekki eins & mígreni í fullorðnum. Flest börn sem eru greind með mígreni finna til í maga en ekki höfði, eftir því sem köstin verða verri & alvarlegri þá leiða þau oft út í höfuð, einmitt það sem Elín er búin að vera þjást af. Hún var semsagt frá í maga, með niðurgang, ælandi & óendanlega þreytt & slöpp allan þennan tíma ( frá miðvikudegi fram á laugardagskvöld ).

Von okkar er að þessi lyf muni hjálpa elskunni okkar að líða betur & vonandi minnka köstin, þ.e.a.s að lengri tími líði á milli kasta & verði kannski ekki eins slæm. Við sem vorum svo ánægð að hún var góð á sunnudag & mánudag en fékk svo eitt kast í dag Pinch Því miður..... En þetta var orðið þannig að það liðu ekki nema 2-3 dagar á milli kasta, stundum skemur, ekki gott Undecided Við eigum svo að heyra í lækninum aftur eftir 2 vikur eða þarnæsta föstudag til að vita hvernig þessar töflur virka, hvort þurfi að auka skammtinn o.s.frv. Elín fékk semsagt ekki þessar hefðbundnu mígrenislyf þar sem þau eru oft ekki gefin svona ungum börnum þar sem þau geta ekki látið vita í tíma þegar kast er að koma, það bara kemur. Hún er komin á svona einhverskonar blóðþrýstingslyf sem hefur reynst hjálplegt sem fyrirbyggjandi lyf. Þetta minnkar afkastagetu hjartans svo aukaverkanir geta verið töluverðar eins & svimi, ógleði, yfirlið, martraðir, minnkað blóðflæði til útlima, þreyta í vöðvum o.fl. Ekkert nema tíminn getur leitt í ljós hvort þetta virkar eða hvort þurfi að prófa önnur lyf en læknirinn ætlar að halda áfram þangað hún getur hjálpað elskunni okkar.

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra núna en ég er að undirbúa mig fyrir 50% próf í vinnu-& skipulagssálfræði sem er á föstudaginn. Einnig langar mig að skrifa betur eftir nokkra daga þegar ég get komið með aðrar fréttir en ég get ekki sagt frá í augnablikinu, þið verðið bara að bíða örlítið lengur Tounge

Kv.Dagga


Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband