Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Nýjar myndir á barnalandi

Jæja ætla aðallega að láta vita af að ég loksins kom mér í að setja inn myndum inn á barnalandi, meira að segja tvem albúmum, bæði frá pæjumóti stelpnanna á Siglufirði & svo ágúst Grin En inn í ágúst albúminu eru myndir frá Englandsferðinni Grin Þær eru pínu stórar myndirnar en ekkert of, það er þá betra að ýta á F11 hjá ykkur þá sjáiði myndirnar betur..... www.barnaland.is/barn/66675

Vikan hefur liðið allt of hratt en skólinn hjá stelpunum byrjaði á mánudaginn & minn líka Grin Í ofanálag var ég að vinna á kvöldvöktum þriðjudags- miðvikudags- & fimmtudagskvöld & Jói að vinna til kl.18 Crying Svo voru fimleikaæfingar að byrja & fótboltaæfingar einnig, nóg að gera hjá okkur öllum þessa vikuna Wink Síðasta vaktin mín var á fimmtudagskvöldið & er ég núna hætt að vinna fram að næsta sumri allaveganna Grin Skólinn tekur bara við núna, bara fínt Smile 

Ætla nú bara að nýta helgina í að læra, baka fyrir öll afmælin, laga til & slaka á W00t Það er eins gott fyrir fólkið okkar að fara taka frá næstu 2 laugardaga, 6.sept & þann 13. Margrét Birta verður 8 ára þann 6.sept & ætlum við að halda upp á þrítugsafmæli Jóa þann 13.sept. Ég ætla nú ekki að halda upp á neitt hjá mér á mánudaginn en ég er í skólanum til kl.15 & eftir það verður heitt á könnunni & tertur fyrir þá sem langar að kíkja í kaffi Grin 

Jæja læt þetta nægja í bili, er að verða pínu þreytt & ætla bara að fara sofa. Góða nótt allir Sleeping

Dagga


Stolt af að vera íslendingur

Já maður er sko stoltur íslendingur í dag, gaman að vakna upp fyrir allar aldir með krakkana, borða morgunmat & fara svo inn í Hamar & horfa á leikinn með stemmingu Grin Glæsilegur árangur hjá íslenska landsliðinu, til hamingju við öll með daginn Kissing 

Búið að vera góð helgi, mjög góð & afslöppuð Wink Ég var búin að vera í prófum í vikunni sem leið & á kvöldvöktum líka svo afslöppunin var sko vel þegin Grin Laugardeginum var eytt með Berglindi, Gunna & krökkunum þeirra & var fyrst farið í sund & svo út að borða, yndisleg stund með þeim Grin Svo var bara verslað & familían í Vestursíðu heimsótt. Kvöldið fór bara í leti & sjónvarpsgláp með krökkunum Wink Dagurinn í dag fór í að vera stoltur íslendingur & bara dúllast, að vísu bakaði ég slatta í dag bæði fyrir afmæli & nestið fyrir skólann, pizzasnúða Tounge

Svo er bara fyrsti skóladagurinn á morgun & byrja ég ekki fyrr en kl.12:35 en það er bara allt í lagi Grin Stelpurnar byrja í skólanum kl.9 & verða til 12 & er spenningurinn í hámarki hjá þeim skvísum Smile Er svo á síðustu vöktunum mínum í vinnunni í vikunni, tek það með skólanum, verð á kvöldvöktum þriðjudag, miðvikudag & fimmtudag & er þá bara búin, þarf ekki að vinna á ný þar til í maí á næsta ári, lovely Smile Að vísu er nú skólinn meira en fullt nám svo það er ekki eins & maður sitji aðgerðarlaus í haust & vetur W00t Svo nú fer maður að verða duglegri að blogga þar sem ég verð meira í tölvunni vegna skólans & svo ætla ég að hendi inn myndum á barnaland á morgun, nokkrum albúmum, læt vita hér þá Wink Er samt búin að setja nokkrar myndir inn á flickr síðuna mína www.flickr.com/daggapals endilega kíkkið

Jæja best að fara að halla sér svo maður vakni nú ferskur í fyrramálið Wink

Dagga


Home sweet home

Ohhh hvað er nú gott að vera komin heim Grin Mikið saknar maður barnanna sinna þegar maður fer svona lengi frá þeim Crying Heimkoman var yndisleg & höfðu stelpurnar mínar ásamt Ólínu frænku sinni bakað þessa glæsilegu skúffuköku með skrauti, fánum á & öllu tilheyrandi Wink Svo voru tengdaforeldrar mínir, Svandís & Ólína á svæðinu & mættu svo foreldrar mínir & systkini líka, semsagt yndisleg stund í alla staði Heart

Ferðin gekk vel fyrir sig út en eins & kom fram í síðustu færslu gistum við Sædís systir hjá Anítu frænku í Keflavík & amma & mamma hjá Hrönn frænku Smile Svo þegar átti að fara að sofa þá vaknaði litli Ivan hennar Anítu & leið illa alla nóttina, greyið strákurinn, svo Aníta náði að vera vakandi þegar við fórum rétt fyrir 5 um morguninn Wink Svo var bara náð í ömmu & mömmu & brunað út á flugvöll. Þar beið Guðbjörg vinkona okkar & þá var bara að tékka okkur inn, skoða fríhöfnina & fá sér góðan morgunmat fyrir Beðið á keflavíkurflugvelliflugið Smile Allt gekk eins & í sögu & vorum við komnar til Leicester rétt fyrir kl.16 & þá var bara að strolla inn á hótelið okkar, Holiday Inn Wink Náðum svo nokkrum búðum fyrir lokun & kvöldmat. Það var ljúft að leggjast á koddann það kvöld en voru klukkustundirnar að nálgast 52 í vöku þegar ég loksins náði að sofna um kvöldið, vá ég man ekki eftir mér meir Sleeping

Dagarnir úti fóru í að versla & skoða í búðir & ekkert smá sem maður var nú oft orðin uppgefin í fótum & höndum eftir daginn. Fórum eitt kvöldið meira að segja í sund á hótelinu, önnur bara í langar sturtur eða böð & svo bara lesin "biblían" okkar eins & við kölluðum hana ( Aha ég er að tala um Argos bæklinginn stóra & var hann sko nýkominn út ) W00t Ég & Guðbjörg Gengið í Leicestervinkona náðum meira að segja nokkrum góðum myndum í sjónvarpinu & svo var náttúrulega endalaust spjallað & mátuð nýju fötin & ekki má gleyma öllu bókhaldinu í kringum þetta Grin Ég verslaði aðallega á krakkana en það var um 20 kg sem var verslað bara á þau en þau fengu ekki nema mjög lítið brot þegar ég kom heim enda var mikið af því jólagjafir, afmælisgjafir & svo verslaði ég fyrir rauðklædda vin minn alla hans daga Wink Stelpurnar voru samt ánægðar með sitt. Þær fengu sitthvora mussuna, hlírabolinn, skó, tvennar stuttbuxur, little pet shop leikdýr & svo Á leið til Stanstedsaman fengu þær High school musical playstation singstar leik Smile Jón Páll fékk ekkert um kvöldið enda var litli gæjinn bara orðinn lasinn, komin með 38,4 & var steinsofandi en hann fékk sínar um morguninn Grin Hann var mjög ánægður með bílinn sinn Lögga úr Cars, gallabuxurnar, bolinn, skyrtuna, stuttbuxurnar & hettupeysuna sína & vildi bara fara strax í herlegheitin sem hann fékk Grin Heimferðin var samt pínu stressandi þar sem að lestin sem við ætluðum að taka beint til Stansted flugvallar kl.7:29 fór ekki alla leið & þurftum við að stoppa í Peterborough & taka þar aðra lest til Stevenage & aðra þaðan til Cambridge & svo þaðan til Bishop Strotford Ánægðar með leikinn sinnsem fór svo til Stansted W00t Semsagt 5 lestir & tók það 4 klst & náðum við að tékka okkur inn rétt fyrir tólf en flugið var 12:40 Pinch Þetta var ofboðslega mikið stress & þurftum við oft að hlaupa á milla platforma, brautarpalla til að ná næstu lest enda frá 4 mínútum upp í 10 mínútur á milli lesta, hrikalegt & með allar okkar 8 töskur á hjólum & við 5 W00t Pjúff hvað við vorum sveittar eftir öll þessi hlaup en fegnar að ná fluginu W00t

Núna liggur Jón Páll hérna í hjónarúminu hjá mér að leika sér að bílunum sínum orðinn þreyttur eftir svefnlausan dag & búin að vera hitalaus í allan dag Smile Hann hefur örugglega bara fengið hitann því hann hefur verið farinn að sakna mömmu sinnar sem fór svo bara þegar hann fékk hana til sín W00t Við mæðginin fórum áðan saman í sturtu & hann í náttföt en ég að fara að læra þar sem ég er að fara í 2 próf í næstu viku GetLost Er líka að fara á síðustu næturvaktina mína í nótt & á svo bara eftir 3 morgunvaktir & 5 kvöldvaktir í ágúst mánuði & þá er maður hættur Smile Er semsagt að vinna þessar 3 morgunvaktir um helgina, fös,lau,sun & svo próf á mánudaginn í aðferðarfræði Pinch Jói byrjar aftur að vinna á morgun eftir viku sumarfrí en byrjar ekki aftur í mogganum fyrr en á mánudaginn Wink 

Best að láta þetta nægja núna en ætla að fara að fá myndirnar hjá pabba frá pæjumótinu á Siglufirði sem var um síðustu helgi & lentu stelpurnar mínar í 3.sæti, ekkert smá flott hjá þeim Kissing Þá fer ég að henda þeim inn en lofa engu með hvenær & eins með myndir úr ferðinni þar sem ég ætla að láta námið mitt ganga fyrir því, læt vita betur með það.

Í lokin langar mig að votta aðstandendum Ragnars Vigfússonar samúð mína & þá sérstaklega sonum hans en Ragnar var giftur Önnu föðursystur minni en hann dó á meðan við vorum úti í Leicester þann 08.08.08. Vigfús frændi minn, sem ég hef ekki séð í 5 ár, kom til Íslands í gær til að sjá um útför pabba síns & fékk hann far með okkur norður. Það var gaman að sjá hann þó svo aðstæður hafi verið sorglegar. Votta ykkur samúð mína & vil senda kveðju út til hennar Margith & tvem börnum þeirra Vigfúsar þar sem þau komust ekki með til Íslands. Guð veri með ykkur öllum í þessari sorg ykkar.

Heimkveðjur

Dagga


Leicester here I come

Jæja nú sit ég hér við tölvuna hjá Anítu frænku & er sko í góðu yfirlæti hjá henni Grin Ég var á næturvakt síðustu nótt, fór svo heim að taka mig til fyrir ferðina, sem var nú ekki mikið, svo lögðum við af stað Wink Jebb mín tók með sér nákvæmlega eitt pils, einn bol, brækur, brjóstahaldara, tannbursta & tannkrem & námsbækur Cool Oh hvað mig hlakkar til að fara & versla W00t Vöknum svo 4 í nótt & ætlum að vera mætt á flugvöllinn um 5 & chilla fyrir brottför Grin 

Sædís vinkona fór svo til Kenya í dag & kemur ekki aftur heim fyrr en eftir 3 mánuði, eigum eftir að sakna hennar mikið Kissing

Jói & stelpurnar fóru í kvöld að safna flöskum með 7.flokk til að safna fyrir ferðinni um helgina, pæjumótið á Siglufirði Grin Margrét mín grét mikið í gærkveldi & í morgun þar sem hún vildi ekki að mamma sín færi Crying Oh hvað ég á eftir að sakna krakkana en vona að þau muni bara skemmta sér konunglega Grin 

Jæja kem svo heim á þriðjudaginn en kannski rita ég nokkur orð að utan, fylgist bara með Wink Svo eru komnar nýjar myndir á barnaland, endilega kíkkið www.barnaland.is/barn/66675 & kvittið W00t

Ástarkveðjur til ykkar elsku dúllurnar mínar Heart

Dagga


Hiti & hamingja

Já já já já ég veit alveg upp á mig sökina, ekkert búin að blogga síðan 13.júlí..... skamm skamm ég Blush Þetta er bara búinn að vera indæll mánuður, vorum semsagt helgina 11-13.júlí í Árskógi með ættingjum Jóa sem var hrein snilld, voða gaman Grin Kynntist alveg fullt af fólki, meira en Joi, hann var ekkert alltaf með á hreinu hverjir hinir & þessir voru en þá gat ég nú stundum sagt honum það Tounge Við tjölduðum & gistum 2 nætur á staðnum, alltaf gaman að tjalda Wink

Lífið hér hefur annars bara verið gott, vinna & njóta lífsins með krökkunum. Stelpurnar mínar kepptu á Strandarmóti 19.júlí & var voða fjör hjá þeim, myndir af því eru inn á barnalandi endilega kíkkið www.barnaland.is/barn/66675 þar eru fullt af flottum myndum frá Júlí Grin Svo hefur litla sundlaugin á heimilinu verið tekin fram ansi oft, sérstaklega þegar veðrið er eins gott & í dag.

Síðasta næturvaktatörnin mín kláraði ég á þriðjudagsmorgun & hef notið lífsins í góða veðrinu Smile Stelpurnar mínar eru í fríi frá fótboltanum þangað til á miðvikudaginn í næstu viku. Jón Páll byrjar svo aftur í leikskólanum á þriðjudaginn & ég fer suður á miðvikudaginn & svo út snemma á fimmtudagsmorgun Cool Hlakka rosa til, keypti mér einmitt eitthvað af pundum í dag til að taka með..... & versla Wink

Ég fer svo að vinna á sunnudagskvöld & vinn fram á miðvikudagsmorgun & er Jói líka eitthvað að vinna um helgina á tjaldsvæði fyrir Þór. Við ætlum að fara svo í bíó með krökkunum, tívolí & fara sjálf í bíó Wink Ég fór í gær með krakkana í sund á Dalvík & á miðvikudaginn í Akureyrarlaug, geggjað að fara í svona góða veðri enda eru krakkarnir þokkalega svartir eftir alla útiveruna Cool 

Reyni svo að vera duglegri að blogga enda hefur talvan varla verið opnuð seinni hluta júlí mánuðar enda of gott veður að hanga inni eða ég sofandi eftir næturvakt Whistling Nú fer ég samt að neyðast til að vera meira í tölvunni enda að fara í 2 próf 18 & 21 ágúst GetLost Svo ég verð að læra, enda byrjuð á því, ætla sko að reyna að brillera í þessum prófum W00t Svo byrja ég aftur í skólanum 25.ágúst, þá byrjar annað árið í sálfræði hjá mér & þá mun maður ekki eiga neitt líf nema skólann Undecided Svo auðvitað byrjuð að plana aðeins þrítugsafmælið hans Jóa, ætlum að halda upp á það 13.september svo takið frá daginn Grin

Hafið það gott í öllum hitanum & endilega kíkkið á barnalandssíðuna & skiljið eftir spor Smile

Dagga & co


Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband