Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Bloggletin búin

Jæja ætli sé ekki tilvalið að setja niður einhverjar fréttir, ja eða bara eitthvað Grin Það er orðið svo langt síðan ég skrifaði hérna síðast að ég nenni ekki að telja upp allt sem hefur gerst á þeim tíma en eitthvað. Set þetta upp í svona smá glósuformi í anda skólans Tounge

  • Stelpurnar alltaf jafn duglegar í fimleikunum, skólanum & eru búnar að syngja með barnakórnum í fjölskylduguðþjónustu & aftur núna næsta sunnudag.
  • Erum búin að endurheimta Sædísi vinkonu frá Afríku & búin að fá hana í mat & halda með henni myndakvöld.
  • Búið að vera brjálað að gera hjá Jóa í vinnunni & höfum við varla séð karlinn.
  • Nóg að gera í skólanum, próf & verkefni, fékk meira að segja 8 í heilsusálfræðinni. Hlakka til að eiga bara um mánuð eftir.
  • Er að klára síðustu vikuna mína á Gravity námskeiði á Bjargi, æðislega gaman það.
  • Jón Páll er búinn í 3 & hálfs árs skoðuninni & í kjölfar hennar kom í ljós að strákurinn okkar fæddist með flatfót & snúna ökkla á báðum fótum. Hann fer í skoðun til Þorvalds bæklunarlæknis 18.nóvember. Þetta er trúlega ástæðan fyrir því að hann grét sem barn við það að standa í fæturnar þegar hann var að byrja að standa & ganga & gekk illa & brösulega að fá hann til að ganga. Hann kvartar enn um í fótunum & getur ekki gert suma hluti eins & önnur börn á hans aldri & er hann í hreyfihóp á leikskólanum. Þroskamatið kom svona misjafnt út en þær vildu sjá meiri framför í málskilning en ákeðið var að gera ekkert strax í þeim málum þar sem hann hefur tekið gríðarlegum framförum síðastliðnar vikur & mánuði, eftir að hann fór á deildina með eldri krökkunum. Læknirinn hélt einning að það hefði haft áhrif að hann fluttist 18 mánaða til Íslands & þá fengið að heyra bæði íslensku & ensku talaða á heimilinu & ekki leikið sér neitt að ráði við önnur börn á hans aldri. Töluskilningurinn hans var samt framar vonum & gat hann auðveldlega & örugglega talið upp í tíu eins & ekkert væri. Þetta kemur allt með kalda vatninu & erum við núna á fullu í að örva hann enn meira, lesum enn meira, látum hann perla & leira & leggjum extra áherslu á lesturinn.
  • Það eru nýjar myndir á barnalandi, bæði októberalbúm & lok septermberalbúm svo endilega kíkkið http://www.barnaland.is/barn/66675
  • Annars erum við bara búin að hafa það gott í kreppunni & reynt að láta hana ekki eyðileggja góða skapið, við spörum & líður bara ekkert illa með það. Stolt af því að hafa bara eytt 40.000 kr í mat & hreinlætisvörur þennan mánuð en hefur ekkert skort samt. Ætlum að verðlauna krakkana um mánaðarmótin því þetta er auðvitað fjölskyldu átak & hefur þeim fundist gaman að spara & taka þátt í matseðlagerð & svoleiðis stússi.

Jæja ætla ekkert að hafa þetta lengra núna en ég verð ennþá duglegri að blogga, hef bara haft það svo gott undanfarnar helgar með fjölskyldunni að ég opna ekki tölvuna einu sinni, yndislegt alveg Grin Langar svo að óska honum Jóhannesi Óla frænda mínum & Lenu kærustunni hans innilega til hamingju með stelpuna þeirra sem þeim fæddist á föstudagskvöldið, 9 merkur & var hún tekin með keisara & líður þeim víst vel bara. Til hamingju Heart Ætla að fara í háttinn núna, ætla að vera fersk í fyrramálið í skólanum W00t 

Dagga


ANDLAUS & það er byrjað að snjóa

Þetta er svona einn af þeim dögum, vikum sem maður er gjörsamlega búinn á því, á allan hátt Frown Einn af þeim dögum sem manni langar hreinlega að gefast upp á skólanum & vera bara með krökkunum GetLost En sem betur fer eins & alltaf verður hljóðið í manni allt annað trúlegast bara í næstu viku W00t Eftir þriðjudaginn í næstu viku þegar þessi 3 próf mín verða búin þá verður hljóðið pottþétt orðið allt annað Wink Er semsagt að fara í eitt próf á mánudaginn í sögu sálfræðinnar & svo 2 próf á þriðjudaginn, bæði í heilsusálfræði & í mannfélagslegri greiningu, gaman gaman hjá mér LoL 

Svo er helgin framundan en síðasta helgi var svo fín, afslöppuð & fín. Berglind, Gunni & börn komu til okkar í mat á föstudagskvöldinu, æðislegt & svo fékk Alexandra dóttir þeirra að gista hjá okkur um nóttina. Það var sko mikið gaman & mikið fjör hjá þeim vinkonum Smile Á laugardeginum var svo lokahóf yngri flokkanna hjá fótboltanum í Þór & voru stelpurnar okkar Með verðlaunapeninginn sinnauðvitað mættar á svæðið & tóku við verðlaunapeningnum sínum Wink Um kvöldið var okkur svo boðið í mat upp í Vestursíðu til tengdó & vorum þar fram eftir kvöldi. Á sunnudeginum var sko bara náttfatadagur & ekki nennt að gera neitt, yndislegt alveg Smile Að vísu fóru stelpurnar með Ólínu sinni í sund en ég nennti allaveganna ekki neinu þennan daginn takk Joyful Hef svo ekki hugmynd um hvað gert verður núna um helgina en allt er á lausu enn þar sem kallinn ætlaði að fara suður á landsþing ungra jafnaðarmanna en nú er vetrarvertíðin hjá Dekkjahöllinni & hann trúlega fastur þar um helgina Wink Ég ætlaði sko að nýta mér það & vera hjá mömmu & pabba um helgina en svo verður trúlegast ekki, ætli verði ekki bara lært GetLost Kemur allt í ljós Smile Eina sem ég veit að ég verð í fjölskylduguðþjónustu á sunnudaginn, stelpurnar mínar eru að syngja með barnakórnum svo auðvitað mæti ég & vonandi með sem flestum í fjölskyldunni Grin

Sædís vinkona er svo komin til landsins & hlakka ég mjög til að fá hana norður, veit ekki alveg hvenær það verður en trúlegast eftir helgina Grin Velkomin heim elskan Kissing 

Hér er svo byrjað áð snjóa & fannst stelpunum mínum það æðislegt að horfa út um gluggann í morgun & sjá allan þennan snjó Smile Við vorum í mat hjá mömmu & pabba í gærkveldi & neitaði strákurinn minn að koma heim með okkur, ég hreinlega missti andlitið, þessi heimkæri strákur sem vill alltaf bara vera heima neitaði nú að koma heim & vildi fá að gista hjá ömmu sinni & afa takk fyrir Crying Amma náttúrulega bráðnaði bara að heyra litla kútinn tala um að hann ÆTLAÐI sér að gista hjá ömmu sinni að hún í raun tók þá ákvörðun um að svo auðvitað yrði Wink Hann naut sín víst í botn að vera svona einn með ömmu sinni & afa sem er nú ekki oft & var hann svo ánægður með lífið þessi elska en vá hvað ég saknaði hans Crying Skrítið að labba framhjá herberginu hans áður en ég fór að sofa & sjá hann ekki liggja þar eða vera vakin af honum eldsnemma Tounge

Svo svona í lokin þá eru komnar nýjar myndir inn á barnaland, endilega kíkið & kvittið Smile Myndin sem ég setti svo inn er mynd af þeim systrum með verðlaunapeninginn sinn Smile

Dagga

 


Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband