Læknamánuðurinn mikli

Jæja já er ekki komin tími á smá update á þessari bloggsíðu Wink Maður ætti að skammast sín en svona er það bara ef það er mikið að gera þá situr víst eitthvað á hakanum eins & bloggið.

Ég veit hreint ekki hvar ég á að byrja en það er ósköp margt búið að gerast á þessum tíma. Desember var ósköp strembinn & hef ég aldrei verið jafn sein að undirbúa jólin eða hreint bara sleppti mörgu í ár en jólin komu samt & voru yndisleg Tounge Hér fóru jólin töluvert í veikindi hjá litla prinsinum en hann veiktist á jóladag & var veikur út desember. Þegar hann var hættur að geta kyngt þá var brunað með hann upp á sjúkrahús & þar komst í ljós að um frekar svæsna strepptakokkasýkingu sem var að loka hálsinum á honum, ekki skemmtilegt það Frown Semsagt prinsinn fékk sína fyrstu kokkasýkingu. Annars fór jólahátíðin töluvert í leti & afslöppun sem var bara fínt. Strax í janúar þurfti ég að taka fram skólabækur enda geymdi ég próf sem ég ætlaði að taka í janúar & þar með náði öllu mínu. Skólinn byrjaði af krafti & eru fögin mín núna mjög athyglisverð. Ég semsagt er í afbrotafræði, sálfræði, þróunarsálfræði & vinnu-&skipulagssálfræði.  Er einmitt að fara í mitt fyrsta próf á morgun í sálfræði.

Janúar mánuðurinn hefur verið sannkallaður sjúkrahúsmánuður en ég er semsagt loksins búin að fara með Elínu Ölmu til barnalæknis & var hún greind þannig að með 95% líkum sé barnið með mjög alvarlegt mígreni sem þurfi lyfjagjöf EN þessi 5% sem hún vildi útiloka var semsagt æxli við heila & er Elín nú búin að fara í blóðprufur & segulómun & stóð hún sig með mikilli prýði. Við fáum fréttir af þessu núna 6.febrúar en ef niðurstöður koma neikvæðar út, sem við auðvitað búumst við, en þá verður næsta skref að fara ræða um lyfjagjöf. Mikið stress & áhyggjur fylgja þessu ferli þó það sé ákveðin léttir kannski að vita hvað þetta sé & það sé hægt að gera eitthvað við því ( mígreninu þá ). Set hér inn mynd af dömunni þar sem hún var í tækinu.

Elín í segulómun

Ég hef sjálf verið í smá magaveseni & ætla ég ekki of náið í það alveg strax en ég var í stuttu máli sett í neyðarmagaspeglun & fékk önnur lyf í kjölfarið. Sama dag & ég fór í þessa speglun þá keyrði Jói mig á FSA & þegar hann fór aftur til vinnu þá datt hann fyrir framan vinnustaðinn & náði með hjálp að komast inn en þar missir hann meðvitund. Hann neitaði statt & stöðugt þá & allan daginn að fara upp á slysó þar til um kvöldið þegar hann var hættur að geta staðið í fæturnar. Þegar hann fór uppeftir um kvöldið þá kom í ljós að hann hafði slitið liðband & tognað líka ansi vel í ökklanum. Það eru að verða komnar 3 vikur síðan þetta gerðist & hann er ekki ennþá orðin góður, hefur ekki ennþá komist í moggann.

Vonum við að þetta sé nú bara endirinn á þessu læknastússi en við erum alveg búin að fá nóg Grin Svo hefur verið nóg að gera hjá Jóa í fundastússi útaf öllum þessu sem er að gerast í þjóðfélaginu en ég ætla ekki að ræða það hér, við fáum víst nóg af svoleiðis fréttum í sjónvarpi & öðrum fréttamiðlum.

Ég ætla að láta þetta nægja í bili en nú fer maður kannski að skrifa oftar en það eru annars komnar janúar myndir inn á barnaland fyrir þá sem vilja kíkka á þær Grin

Bestu kveðjur

Dagga & co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gangi þér vel í prófinu Dagga mín og vonandi fer þetta að skírast með Elínu litlu. Gangi ykkur vel að ná ykkur af veikindum og meiðslum. Knús á ykkur.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.1.2009 kl. 21:00

2 identicon

Hæ hæ ekki gaman að heyra með skottuna vonandi fer þetta allt að skýrast

knús á ykkur

kv úr Njarðvíkinni 

Aníta (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:52

3 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Gangi þér vel í prófinu. Jæja það munaði þá ekki um fréttirnar loksins þegar þær komu. Vona að bataferlið komi fljótt til ykkar. Og vona að Elínu Ölmu fari nú að líða betur og verði hress á ný.

Hrönn Jóhannesdóttir, 31.1.2009 kl. 11:09

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Þetta á allt eftir að enda vel

Páll Jóhannesson, 31.1.2009 kl. 11:29

5 identicon

Það er aldeilis, bara hellingur að gera.

Við vinkonurnar verðum að hafa vinkonuhitting fljótlega.

Sædís

Sædís vinkona (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 13:35

6 Smámynd: Andrea Ösp Kristinsdóttir

Vildi bara láta vita að ég las. Gaman að rekast á þig á föstudaginn.
Hafðu það gott, vonandi fer skólinn eitthvað að róast hjá mér svo ég geti nú litið upp úr bókunum og kíkt í kotið :)

Hafið það gott.

Andrea Ösp Kristinsdóttir, 2.2.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband