28.10.2008 | 00:13
Bloggletin búin
Jæja ætli sé ekki tilvalið að setja niður einhverjar fréttir, ja eða bara eitthvað Það er orðið svo langt síðan ég skrifaði hérna síðast að ég nenni ekki að telja upp allt sem hefur gerst á þeim tíma en eitthvað. Set þetta upp í svona smá glósuformi í anda skólans
- Stelpurnar alltaf jafn duglegar í fimleikunum, skólanum & eru búnar að syngja með barnakórnum í fjölskylduguðþjónustu & aftur núna næsta sunnudag.
- Erum búin að endurheimta Sædísi vinkonu frá Afríku & búin að fá hana í mat & halda með henni myndakvöld.
- Búið að vera brjálað að gera hjá Jóa í vinnunni & höfum við varla séð karlinn.
- Nóg að gera í skólanum, próf & verkefni, fékk meira að segja 8 í heilsusálfræðinni. Hlakka til að eiga bara um mánuð eftir.
- Er að klára síðustu vikuna mína á Gravity námskeiði á Bjargi, æðislega gaman það.
- Jón Páll er búinn í 3 & hálfs árs skoðuninni & í kjölfar hennar kom í ljós að strákurinn okkar fæddist með flatfót & snúna ökkla á báðum fótum. Hann fer í skoðun til Þorvalds bæklunarlæknis 18.nóvember. Þetta er trúlega ástæðan fyrir því að hann grét sem barn við það að standa í fæturnar þegar hann var að byrja að standa & ganga & gekk illa & brösulega að fá hann til að ganga. Hann kvartar enn um í fótunum & getur ekki gert suma hluti eins & önnur börn á hans aldri & er hann í hreyfihóp á leikskólanum. Þroskamatið kom svona misjafnt út en þær vildu sjá meiri framför í málskilning en ákeðið var að gera ekkert strax í þeim málum þar sem hann hefur tekið gríðarlegum framförum síðastliðnar vikur & mánuði, eftir að hann fór á deildina með eldri krökkunum. Læknirinn hélt einning að það hefði haft áhrif að hann fluttist 18 mánaða til Íslands & þá fengið að heyra bæði íslensku & ensku talaða á heimilinu & ekki leikið sér neitt að ráði við önnur börn á hans aldri. Töluskilningurinn hans var samt framar vonum & gat hann auðveldlega & örugglega talið upp í tíu eins & ekkert væri. Þetta kemur allt með kalda vatninu & erum við núna á fullu í að örva hann enn meira, lesum enn meira, látum hann perla & leira & leggjum extra áherslu á lesturinn.
- Það eru nýjar myndir á barnalandi, bæði októberalbúm & lok septermberalbúm svo endilega kíkkið http://www.barnaland.is/barn/66675
- Annars erum við bara búin að hafa það gott í kreppunni & reynt að láta hana ekki eyðileggja góða skapið, við spörum & líður bara ekkert illa með það. Stolt af því að hafa bara eytt 40.000 kr í mat & hreinlætisvörur þennan mánuð en hefur ekkert skort samt. Ætlum að verðlauna krakkana um mánaðarmótin því þetta er auðvitað fjölskyldu átak & hefur þeim fundist gaman að spara & taka þátt í matseðlagerð & svoleiðis stússi.
Jæja ætla ekkert að hafa þetta lengra núna en ég verð ennþá duglegri að blogga, hef bara haft það svo gott undanfarnar helgar með fjölskyldunni að ég opna ekki tölvuna einu sinni, yndislegt alveg Langar svo að óska honum Jóhannesi Óla frænda mínum & Lenu kærustunni hans innilega til hamingju með stelpuna þeirra sem þeim fæddist á föstudagskvöldið, 9 merkur & var hún tekin með keisara & líður þeim víst vel bara. Til hamingju
Ætla að fara í háttinn núna, ætla að vera fersk í fyrramálið í skólanum
Dagga
268 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlit og kvitt
kv úr Njarðvík
Aníta (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:34
Góða helgi
Anna Ragna Alexandersdóttir, 31.10.2008 kl. 11:13
Hafið það gott elskurnar mínar. Kveðjur.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.11.2008 kl. 17:18
Hvaða leti er eiginlega í þér núna, bara ekkert búin að blogga síðan í október uss... þetta gengur nú bara ekki.
Heyrumst fljótt
Sædís
Sædís (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.