6.9.2008 | 09:01
Stóra stelpan mín 8 ára í dag
Það er óhætt að segja að tíminn líði enda finnst mér eins & það hafi gerst í gær sem ég var að koma frumburði mínum í heiminn
Það tók nú ekki langan tíma miðað við að vera fæða mitt fyrsta barn en ég byrjaði að finna fyrir verkjum milli 3 & 4 um nóttina & hnátan var komin í heiminn kl:10:27
Þvílík gleði & hamingja að fá þessa fallegu stelpu í fangið á mér, gullfalleg & yndisleg, eins & hún er í dag
Hér á myndinni vinstra megin sjáiði okkur stoltu foreldrana með stelpuna okkar 5 daga gamla
Stóra stelpan okkar var svo skírð Margrét Birta þann 24.september sama ár en ekki var erfitt að finna nafnið á hana þar sem bæði móðir mín &
tengdamamma heita því nafni, Margrét
Margrét Birta í dag er allt sem foreldri gæti viljað, frábær í alla staði
Hún leggur mikinn metnað í það sem hún gerir & sést það mjög vel í henni þar sem hún stundar fimleika & hefur vaxið mjög innan þeirra greinar
Einnig æfði hún af kappi fótbolta í sumar & sást einnig þar keppnisskapið & félagslyndið hennar enda kemur henni einstaklega vel við alla þá krakka sem hún hittir
Hún náði t.d í sumar einu bronsi með liðinu
sínu á pæjumótinu á Siglufirði & svo fjórða sætinu á Landsbankamótinu, maður er nú bara endalaust stoltur af henni
Myndin hér til hægri sýnir hana með bronsið & bikarinn á Siglufirði. Margrét hefur nú prufað allmargt eins & að flytja rétt um 1 árs aldur til Hríseyjar, flutti 5 ára til Englands þar sem hún byrjaði sína skólagöngu & gekk frábærlega & eignaðist fullt af góðum vinkonum þar sem hún hefur enn samband við í dag
Myndin hér er af fyrsta skóladeginum hennar í Englandi. Þessi stóra stelpa mín á eftir að gera marga góða hluti í framtíðinni & mun ég & pabbi hennar styðja við bakið á henni í hverju sem hún vill taka sér fyrir hendi í framtíðinni
Til hamingju með daginn elsku fallega Margrét Birta mín & vonandi muntu eiga góðan dag með okkur & fjölskyldu þinni í dag
Elskum þig endalaust mikið dúllan mín
Já dóttirin á afmæli í dag & verður haldin veisla fyrir vini & fjölskyldu í dag kl.15 & verður bara fjör Svo mun hún halda afmælisveislu á morgun fyrir bekkjarsystur sínar en hún heldur hana ásamt annarri bekkjarsystur sinni, henni Anítu, sem á einmitt afmæli sama dag & hún svo við foreldrarnir ákváðum að sameina þessi tvö afmæli í eina veislu, sniðugt ha
Svo á morgun kl.13 verður hér troðfullt húsið af 8 ára skvísum
Margrét Birta fékk svo pakkana sína áðan frá okkur foreldrunum & systkinum & varð ekkert lítið ánægð enda voru þeir troðfullir af fötum & einum geisladisk
Hún er núna að fara í fimleika en hún er á æfingu frá 9-10:30 & er að fara með sleikjó handa stelpunum í sínum hóp
Ég er búin að öllu kökustandi & ætla að fara dúlla mér við að setja stóla allsstaðar & dúka & sparileirtauið o.s.frv.
Langar í lokin að þakka kærlega fyrir öll fallegu sms-in & kveðjurnar á blogginu & póstinum sem ég fékk á afmælisdaginn minn & auðvitað allar fallegu gjafirnar Maður fékk nú fullt af fallegum gjöfum, mikið af alls konar fallegu leirtaui, samlokugrill, dvd myndum & litun & plokkun & svo auðvitað blómum
Tengdamömmu fannst það eitthvað svo tilvalið að gefa mér litun & plokkun þar sem alla mánuði sé ég um að lita & plokka & vaxa fólkið mitt, nú væri tími komin á að ég fengi að láta dekra við mig
Takk kærlega fyrir mig elskurnar & Sædís vinkona, takk sérstaklega til þín fyrir símtalið frá Kenýa, mér þótti einstaklega vænt um það
Sakna þín
Jæja ætla að halda áfram að njóta dagsins, hafið það gott & hlakka til að sjá flest ykkar í dag
Stolt móðir
265 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með skvísuna. Sjáumst á eftir.
Páll Jóhannesson, 6.9.2008 kl. 13:49
Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.9.2008 kl. 14:04
Til hamingju með prinsessuna
. Kveðjur úr Danaveldi.
Margith Eysturtún, 6.9.2008 kl. 16:36
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 6.9.2008 kl. 18:24
Ég skil ekki alveg þessa síðu þína, stundum kemst ég inn og stundum ekki. Sem betur fer hleypti netið mér inn núna. Vá hvað ég sakna ykkar núna, því ég hef ekkert að gera annað en að hugsa heim.
Bið að heilsa ykkur öllum.
Sædís
Sædís vinkona (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 07:45
Hæ hæ og til hamingju með stelpuna veit ég er sein en þar sem það er búið að vera hátíð hér í bæ síðan á fimmtudag hef ég litið verið heima og þar af leiðandi ekkert í tölvunni vona að mér verði nú fyrirgefið
kossar og knús
Kv Aníta og co
Aníta (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 09:32
Til hamingju með dömuna segi eins og Aníta búið að vera mikið um að vera og lítið í tölvu en en og aftur til hamingju með prinsessuna ykkar
Hrönn Jóhannesdóttir, 7.9.2008 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.