30.8.2008 | 00:32
Nýjar myndir á barnalandi
Jæja ætla aðallega að láta vita af að ég loksins kom mér í að setja inn myndum inn á barnalandi, meira að segja tvem albúmum, bæði frá pæjumóti stelpnanna á Siglufirði & svo ágúst En inn í ágúst albúminu eru myndir frá Englandsferðinni Þær eru pínu stórar myndirnar en ekkert of, það er þá betra að ýta á F11 hjá ykkur þá sjáiði myndirnar betur..... www.barnaland.is/barn/66675
Vikan hefur liðið allt of hratt en skólinn hjá stelpunum byrjaði á mánudaginn & minn líka Í ofanálag var ég að vinna á kvöldvöktum þriðjudags- miðvikudags- & fimmtudagskvöld & Jói að vinna til kl.18 Svo voru fimleikaæfingar að byrja & fótboltaæfingar einnig, nóg að gera hjá okkur öllum þessa vikuna Síðasta vaktin mín var á fimmtudagskvöldið & er ég núna hætt að vinna fram að næsta sumri allaveganna Skólinn tekur bara við núna, bara fínt
Ætla nú bara að nýta helgina í að læra, baka fyrir öll afmælin, laga til & slaka á Það er eins gott fyrir fólkið okkar að fara taka frá næstu 2 laugardaga, 6.sept & þann 13. Margrét Birta verður 8 ára þann 6.sept & ætlum við að halda upp á þrítugsafmæli Jóa þann 13.sept. Ég ætla nú ekki að halda upp á neitt hjá mér á mánudaginn en ég er í skólanum til kl.15 & eftir það verður heitt á könnunni & tertur fyrir þá sem langar að kíkja í kaffi
Jæja læt þetta nægja í bili, er að verða pínu þreytt & ætla bara að fara sofa. Góða nótt allir
Dagga
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjáumst á mánudag.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 31.8.2008 kl. 16:27
Flottust.
Átt þú góðan dag
Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 09:18
Til hamingju með daginn
Hrönn Jóhannesdóttir, 1.9.2008 kl. 12:11
Elsku Dagga okkar!! Til hamingju með 18 + afmælið
Bestu kevðjur
frá liðinu í Kjalarsíðu
Ásta (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 13:19
Vá, mér líður eins og ég hafi fengið afmælisgjöf, ákvað að reyna aftur að kíkja inn og það tókst. En hjartanlega til hamingju með daginn, njótu hans alveg í botn.
Sakna ykkar rosalega mikið.
Sólar og saknaðarkveðjur frá Kenýa
Sædís
Sædís vinkona (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:32
Hæ hæ og til hamingju með afmælið vonandi áttiru góðan dag
Þú varst að spurja hvað hefði komið fyrir Ivan já hann er ótrúlegur hann var að teygja sig eftir bolta en teygði sig of mikið og datt á sjónvarpsskápinn og fékk gat ,en þeir eru farnir að þekkja mig þarna á slysó hehehe en já allavega bara til hamingju með daginn
Kv Aníta og co
Aníta (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.