13.8.2008 | 20:01
Home sweet home
Ohhh hvað er nú gott að vera komin heim Mikið saknar maður barnanna sinna þegar maður fer svona lengi frá þeim Heimkoman var yndisleg & höfðu stelpurnar mínar ásamt Ólínu frænku sinni bakað þessa glæsilegu skúffuköku með skrauti, fánum á & öllu tilheyrandi Svo voru tengdaforeldrar mínir, Svandís & Ólína á svæðinu & mættu svo foreldrar mínir & systkini líka, semsagt yndisleg stund í alla staði
Ferðin gekk vel fyrir sig út en eins & kom fram í síðustu færslu gistum við Sædís systir hjá Anítu frænku í Keflavík & amma & mamma hjá Hrönn frænku Svo þegar átti að fara að sofa þá vaknaði litli Ivan hennar Anítu & leið illa alla nóttina, greyið strákurinn, svo Aníta náði að vera vakandi þegar við fórum rétt fyrir 5 um morguninn Svo var bara náð í ömmu & mömmu & brunað út á flugvöll. Þar beið Guðbjörg vinkona okkar & þá var bara að tékka okkur inn, skoða fríhöfnina & fá sér góðan morgunmat fyrir flugið Allt gekk eins & í sögu & vorum við komnar til Leicester rétt fyrir kl.16 & þá var bara að strolla inn á hótelið okkar, Holiday Inn Náðum svo nokkrum búðum fyrir lokun & kvöldmat. Það var ljúft að leggjast á koddann það kvöld en voru klukkustundirnar að nálgast 52 í vöku þegar ég loksins náði að sofna um kvöldið, vá ég man ekki eftir mér meir
Dagarnir úti fóru í að versla & skoða í búðir & ekkert smá sem maður var nú oft orðin uppgefin í fótum & höndum eftir daginn. Fórum eitt kvöldið meira að segja í sund á hótelinu, önnur bara í langar sturtur eða böð & svo bara lesin "biblían" okkar eins & við kölluðum hana ( Aha ég er að tala um Argos bæklinginn stóra & var hann sko nýkominn út ) Ég & Guðbjörg vinkona náðum meira að segja nokkrum góðum myndum í sjónvarpinu & svo var náttúrulega endalaust spjallað & mátuð nýju fötin & ekki má gleyma öllu bókhaldinu í kringum þetta Ég verslaði aðallega á krakkana en það var um 20 kg sem var verslað bara á þau en þau fengu ekki nema mjög lítið brot þegar ég kom heim enda var mikið af því jólagjafir, afmælisgjafir & svo verslaði ég fyrir rauðklædda vin minn alla hans daga Stelpurnar voru samt ánægðar með sitt. Þær fengu sitthvora mussuna, hlírabolinn, skó, tvennar stuttbuxur, little pet shop leikdýr & svo saman fengu þær High school musical playstation singstar leik Jón Páll fékk ekkert um kvöldið enda var litli gæjinn bara orðinn lasinn, komin með 38,4 & var steinsofandi en hann fékk sínar um morguninn Hann var mjög ánægður með bílinn sinn Lögga úr Cars, gallabuxurnar, bolinn, skyrtuna, stuttbuxurnar & hettupeysuna sína & vildi bara fara strax í herlegheitin sem hann fékk Heimferðin var samt pínu stressandi þar sem að lestin sem við ætluðum að taka beint til Stansted flugvallar kl.7:29 fór ekki alla leið & þurftum við að stoppa í Peterborough & taka þar aðra lest til Stevenage & aðra þaðan til Cambridge & svo þaðan til Bishop Strotford sem fór svo til Stansted Semsagt 5 lestir & tók það 4 klst & náðum við að tékka okkur inn rétt fyrir tólf en flugið var 12:40 Þetta var ofboðslega mikið stress & þurftum við oft að hlaupa á milla platforma, brautarpalla til að ná næstu lest enda frá 4 mínútum upp í 10 mínútur á milli lesta, hrikalegt & með allar okkar 8 töskur á hjólum & við 5 Pjúff hvað við vorum sveittar eftir öll þessi hlaup en fegnar að ná fluginu
Núna liggur Jón Páll hérna í hjónarúminu hjá mér að leika sér að bílunum sínum orðinn þreyttur eftir svefnlausan dag & búin að vera hitalaus í allan dag Hann hefur örugglega bara fengið hitann því hann hefur verið farinn að sakna mömmu sinnar sem fór svo bara þegar hann fékk hana til sín Við mæðginin fórum áðan saman í sturtu & hann í náttföt en ég að fara að læra þar sem ég er að fara í 2 próf í næstu viku Er líka að fara á síðustu næturvaktina mína í nótt & á svo bara eftir 3 morgunvaktir & 5 kvöldvaktir í ágúst mánuði & þá er maður hættur Er semsagt að vinna þessar 3 morgunvaktir um helgina, fös,lau,sun & svo próf á mánudaginn í aðferðarfræði Jói byrjar aftur að vinna á morgun eftir viku sumarfrí en byrjar ekki aftur í mogganum fyrr en á mánudaginn
Best að láta þetta nægja núna en ætla að fara að fá myndirnar hjá pabba frá pæjumótinu á Siglufirði sem var um síðustu helgi & lentu stelpurnar mínar í 3.sæti, ekkert smá flott hjá þeim Þá fer ég að henda þeim inn en lofa engu með hvenær & eins með myndir úr ferðinni þar sem ég ætla að láta námið mitt ganga fyrir því, læt vita betur með það.
Í lokin langar mig að votta aðstandendum Ragnars Vigfússonar samúð mína & þá sérstaklega sonum hans en Ragnar var giftur Önnu föðursystur minni en hann dó á meðan við vorum úti í Leicester þann 08.08.08. Vigfús frændi minn, sem ég hef ekki séð í 5 ár, kom til Íslands í gær til að sjá um útför pabba síns & fékk hann far með okkur norður. Það var gaman að sjá hann þó svo aðstæður hafi verið sorglegar. Votta ykkur samúð mína & vil senda kveðju út til hennar Margith & tvem börnum þeirra Vigfúsar þar sem þau komust ekki með til Íslands. Guð veri með ykkur öllum í þessari sorg ykkar.
Heimkveðjur
Dagga
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hva... bíddu hvað kom eiginlega fyrir, allt þetta vesen og ég EKKI með í för. Nei, ég held svei mér að það hafi orðið einhver mistök þarna á fer.
Þessi síða þín er ekkert smá ferk í niðurhölun. Ég reyndi í gær að komast hérna inn en eftir um hálftíma bið og græna strikið ekki einu sinni komið í hálft þá hætti ég bara.
Ég sakna ykkar allra rosalega mikið, en þetta er allt að skána, því ég hef loksins fengið nógu ansi stórt verkefni til að einbeita mér að, sem ég klára vonandi áður en ég kem heim.
Skilaðu kveðju til allra.
Sædís
Sædís vikona (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 16:32
þetta hefur verið skemmtileg ferð hjá ykkur en vá trúi að þetta hafi verið púl með allar lestirnar en gott að þið komust tímalega í flug gangi þér í prófum hafðu það ljúft elskuleg
Brynja skordal, 21.8.2008 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.