1.8.2008 | 17:51
Hiti & hamingja
Já já já já ég veit alveg upp á mig sökina, ekkert búin að blogga síðan 13.júlí..... skamm skamm ég Þetta er bara búinn að vera indæll mánuður, vorum semsagt helgina 11-13.júlí í Árskógi með ættingjum Jóa sem var hrein snilld, voða gaman Kynntist alveg fullt af fólki, meira en Joi, hann var ekkert alltaf með á hreinu hverjir hinir & þessir voru en þá gat ég nú stundum sagt honum það Við tjölduðum & gistum 2 nætur á staðnum, alltaf gaman að tjalda
Lífið hér hefur annars bara verið gott, vinna & njóta lífsins með krökkunum. Stelpurnar mínar kepptu á Strandarmóti 19.júlí & var voða fjör hjá þeim, myndir af því eru inn á barnalandi endilega kíkkið www.barnaland.is/barn/66675 þar eru fullt af flottum myndum frá Júlí Svo hefur litla sundlaugin á heimilinu verið tekin fram ansi oft, sérstaklega þegar veðrið er eins gott & í dag.
Síðasta næturvaktatörnin mín kláraði ég á þriðjudagsmorgun & hef notið lífsins í góða veðrinu Stelpurnar mínar eru í fríi frá fótboltanum þangað til á miðvikudaginn í næstu viku. Jón Páll byrjar svo aftur í leikskólanum á þriðjudaginn & ég fer suður á miðvikudaginn & svo út snemma á fimmtudagsmorgun Hlakka rosa til, keypti mér einmitt eitthvað af pundum í dag til að taka með..... & versla
Ég fer svo að vinna á sunnudagskvöld & vinn fram á miðvikudagsmorgun & er Jói líka eitthvað að vinna um helgina á tjaldsvæði fyrir Þór. Við ætlum að fara svo í bíó með krökkunum, tívolí & fara sjálf í bíó Ég fór í gær með krakkana í sund á Dalvík & á miðvikudaginn í Akureyrarlaug, geggjað að fara í svona góða veðri enda eru krakkarnir þokkalega svartir eftir alla útiveruna
Reyni svo að vera duglegri að blogga enda hefur talvan varla verið opnuð seinni hluta júlí mánuðar enda of gott veður að hanga inni eða ég sofandi eftir næturvakt Nú fer ég samt að neyðast til að vera meira í tölvunni enda að fara í 2 próf 18 & 21 ágúst Svo ég verð að læra, enda byrjuð á því, ætla sko að reyna að brillera í þessum prófum Svo byrja ég aftur í skólanum 25.ágúst, þá byrjar annað árið í sálfræði hjá mér & þá mun maður ekki eiga neitt líf nema skólann Svo auðvitað byrjuð að plana aðeins þrítugsafmælið hans Jóa, ætlum að halda upp á það 13.september svo takið frá daginn
Hafið það gott í öllum hitanum & endilega kíkkið á barnalandssíðuna & skiljið eftir spor
Dagga & co
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir matinn sem þú bauðst okkur í. Mjög góður og gaman að borða mat sem maður þarf ekki að elda sjálfur. Sjáumst á mánudagskvöldið.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.8.2008 kl. 20:37
Hæ hæ bara að kvitta fyrir komunni bið að heilsa
Kv Aníta
Aníta (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 21:33
Hæ hæ. Vildi bara senda þér kveðjur svona rétt áður en ég fer. Á eftir að sakna ykkar geðveikt mikið. En sjáumst hressar í nóvember.
Sædís
Sædís vinkona (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.