11.7.2008 | 15:40
Bara örlítið smá færslubrot
Jæja ætla ekki að skrifa neitt mikið enda nota ég bara aðra hendina núna þar sem mér tókst að skera mig svona svakalega, djúpt & fallega Svo nú er litli putti & baugfingur fastir saman með fullt af umbúðum Var að slökkva á kertum í nótt áður en ég færi að sofa & sprakk stjakinn í höndunum á mér & volla, blóð út um allt Ég reddaði mér í nótt en fór upp á slysó í morgun & sagði læknirinn ég hefði mátt vera heppin að hitta ekki á taug eða sin, svo djúpur var hann en á vondum stað til að sauma & þess vegna vel pökkuð inn Svo á ég að reyna halda hendinni upp þar sem mikil bólga er í þessu & verkir & trúlegast blætt töluvert inn á en mér finnst ekkert sérstaklega auðvelt að halda hendinni svona uppi en sem betur fer er þetta vinstri hendin Jæja nóg um það......
Ástæða bloggleysis er nú bara vinnan, ég vaki þegar aðrir sofa & svo öfugt Byrjaði semsagt vaktatörnina á fimmtudagsmorguninn síðasta & fór á næturvakt sömu nótt ( vann semsagt 8-15 & byrjaði aftur 23 ) & tók þá 5 næturvaktir sem ég kláraði á þriðjudagsmorgun Guð sé lof fyrir æðislega foreldra & tengdaforeldra Vanalega er þetta ekki svo mikið mál en þar sem Jói var á fullu í pollamótinu & Jón Páll í fríi á leikskólanum þá hjálpuðu allir til Tengdó tóku fyrstu 3 næturnar & mamma & pabbi síðustu 2 Takk æðislega elskurnar fyrir alla hjálpina Börnunum leiddist þetta ekki neitt en hvað Jón Páll var samt ánægður að komast heim til sín loksins á þriðjudaginn
Til hamingju með daginn amma mín, eigðu góðan dag í dag Þúsund kossar & knús frá okkur öllum
Jæja best að fara að gera eitthvað, erum að fara í smá tjaldútilegu á eftir Förum í Árskóg þar sem ættarmót í Jóa ætt verður haldið, förum eftir vinnu hjá kallinum Ætla svo bara að setja myndir inn eftir það, nenni því ekki núna, læt vita
Hafið það gott um helgina elskurnar
Dagga & co
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þeir eru hættulegir þessir kertastjakar.
Páll Jóhannesson, 12.7.2008 kl. 11:39
Dagga mín hætturnar leynast víða. Takk fyrir kveðjuna og innlitið. Hafið það gott um helgina.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 12.7.2008 kl. 14:40
Hæ og til hamingju með mömmu þína Og ömmu þína í fyrradag Kveðjur frá suðurnesjum
Hrönn Jóhannesdóttir, 13.7.2008 kl. 10:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.