27.5.2008 | 22:47
Bloggleti eða hvað .......
Úff hvað er langt síðan ég hef bloggað, ég skammast mín eiginlega barasta Það hefur nú bara margt gerst síðan ég bloggaði síðast. Var nú samt bara að hugsa um að stikla á stóru með það fyrst það er svona langt síðan & yrði færslan frekar löng ef ég ætlaði að segja ALLT
Það sem er helst er að ég byrjaði að vinna 9.maí & naut ég þess að slaka aðeins á með krökkunum þangað til. Bróðir minn átti svo afmæli þann 12.maí & var okkur boðið í afmælisdinner til hans. Svo var farið með Elínu Ölmu & hinum í 1.bekk í Kjarnaskóg ásamt fjölskyldum & grillað & haft gaman. Stífar æfingar voru hjá stelpunum í fimleikum nú í maí vegna vorsýningarinnar sem haldin var í Íþróttahöllinni þann 18.maí, glæsileg sýning hjá þeim Afi var heiðraður af þórsurum vegna afreka sinna í kraftlyftingum frá árunum 1979-1991 með glæsilegum skáp sem innihélt verðlaun hans sem verður geymdur í Hamri. Keyptum okkur stórglæsilegt grill & getum ekki hætt, búin að fá fyrstu vinina í grillmat Fórum í grill/eurovision partý með fjölskyldunni & við hjónin skemmtum okkur aðeins lengur áfram með hópnum á meðan krakkarnir fengu að fara heim með Svandísi eftir keppnina. Búin að njóta í botn góða veðursins með að læra úti í grasinu & njóta þess. Fyrsti garðslátturinn búinn & næsti fljótlega aftur. Byrjuð í "prófum" aftur & á eftir tvö próf eftir núna, eitt á morgun & svo á fimmtudaginn. Búin að fá tvær einkunnir 7,5 í afbyggingu 20.aldar & svo 8,5 í eigindlegum rannsóknaraðferðum & er mjög sátt við þær Krakkarnir búnir að fara allir til tannlæknis, stelpurnar búnar í fimleikum þar til í haust, skólaslit hjá þeim á föstudaginn & svo fer fótboltinn að byrja hjá þeim
Jæja ég held að ég sé nú búin að koma svona einhverju frá mér en er pottþétt að gleyma fullt líka en þetta hefur nú bara verið þannig að ég hef hreinlega fengið gubbu við að horfa á tölvuna mína þar sem hún minnti mig of mikið á skólann Er bara búin að njóta þess að gera eitthvað allt annað en að vera í tölvunni & sé ekkert eftir því en núna er ég að komast yfir þetta & get farið að halda blogginu mínu áfram eftir góða hvíld frá tölvunni & von bráðum skólanum líka. Klukkan nákvæmlega 17 á fimmtudaginn verð ég búin í prófum & get farið að gera það sem mig langar að gera, svona meðfram vinnunni Vinnan er bara draumur í dós enda vinn ég nokkrar vaktir & svo komin í frí & vinnuálagið orðið svo mikið minna þar sem við erum fleiri að vinna svo álagið dreifist meira & manni kvíður ekki lengur fyrir að byrja á vinnutörn þar sem það tók mann marga daga að ná sér
Skrifa MJÖG fljótt aftur en ég ætla ekki að setja inn á barnaland nýjar myndir fyrr en á fimmtudagskvöldið kannski en ég er nú samt búin að vera dugleg, komin þrjú maí albúm nú þegar Þar getiði nú fundið myndir af flestu því sem ég var að skrifa um, endilega kíkkið ef þið eruð ekki nú þegar búin að því Jæja ætla að halda áfram að lesa fyrir upplýsingarrýni & ætla að fara í sturtu & snemma í rúmið
Sumarkveðjur úr sólinni
Dagga
33 dagar til jóla
Tenglar
Fallegu börnin
- Fallegu börnin mín Barnalandsíðan okkar
- Helgi Þór Andrésson Sonur Andrésar, bróður Jóa & Hafdísar
- Einar Geir Ingólfsson Sonur Hafdísar svilkonu minnar
- Ivan Freyr Lucic Sonur Anítu frænku minnar & Davors
- Birna Marija & Emilia Hrönn Dætur Davors hennar Anítu
- Katrín Sól Pálsdóttir Dóttir Halldóru vinkonu & Palla
- Íris Hrönn Káradóttir Dóttir Ástu vinkonu & Kára
- Karel Bergmann & Helgi Synir Dóru frænku Jóa & Gumma
- Davíð, Sæþór & Arnar Helgi Synir Dísu frænku Jóa & Kristján
- Ísafold Kelley Dóttir Siggu & Jesse
- Emil Ingi Gunnlaugsson Sonur Kristbjargar & Gulla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Isss bara leti - bloggleti
Páll Jóhannesson, 28.5.2008 kl. 07:51
Hver getur setið inni í þessu blíðviðri við tölvu, nema þeir sem vinna við þær og eru svo óheppnir að vera ekki í fríi þessa dagana. Mér er spurn?
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 28.5.2008 kl. 20:55
Hæ hæ var að kíkja við og vildi kvitta fyrir komunni bið að heilsa
Kv Aníta
Aníta (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 09:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.