Próflestur

Héðan er nú kannski ekki mikið að frétta nema endalaus prófalestur GetLost Fór semsagt í sálfræðipróf á miðvikudaginn eftir að hafa setið heima & lært stanslaust síðan á sunnudag. Gekk mér bara ágætlega í prófinu, kom mér kannski á óvart með að ég bjóst við að það væri enn þyngra en það var en samt alveg nógu þungt Pinch Þetta var bara alltof mikið efni fyrir próf & gat maður ekki lært þetta allt utan af en ég hlýt að ná, kannski ekki með neinum níum & tíum en næ vonandi Wink Við hjónin ákváðum svo að hafa bara fjölskyldukvöld á miðvikudagskvöldið þar sem ég varð að hvílast aðeins frá þessum blessaða lærdóm. Keyptum smá nammi & gos handa krökkunum, sem við höfum ekki gert lengi, keyptum einnig dvd mynd handa þeim, Bee movie, & svo var bara slappað af um kvöldið Joyful Í gær var maður ekki komin alveg í lærdómsfíling en við skruppum út á Árskóg á árlega vormarkaðinn sem haldinn er þar Smile Keypti nokkrar jólagjafir & fengu krakkarnir smotterí & auðvitað kíkt á tengdamömmu sem var að kynna Ultratone, Orkupunktajöfnun & aloe vera vörurnar sínar Wink Horfði svo á mynd með kallinum þegar við komum heim sem voru valdar af honum, vildi endilega eignast þessar tvær myndir, Revenge of the nerd I & II Wink Horfðum á fyrri myndina en ég hafði aldrei séð þessar myndir & þetta var bara hin fínasta skemmtun & sé ekki eftir að hafa fjárfest í þeim Smile Guðbjörg vinkona & börnin hennar kíktu svo til okkar í heimsókn, alltaf gaman að fá hana & krakkana & skemmtu krakkarnir sér konunglega saman Smile 

Jæja ætla að halda áfram að læra áður en ég næ í krakkana til mömmu & pabba en ég er að fara í próf á morgun kl:14 í eigindlegum rannsóknaraðferðum Wink Svo ég þarf víst að harka af mér & horfa á Silence of the lambs í kvöld með kallinum eftir að krakkarnir eru sofnaðir en það er ritgerðarspurning upp úr þessari mynd & ég ekki horft á hana í 10 ár Woundering Hlakkar ekki neitt voða til en læt mig hafa það Wink Svo er næsta próf á mánudaginn & er það síðasta prófið núna, svo bara endurtökupróf í lok mánaðar Wink 

Lærdómskveðjur

Dagga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

innlitskvitt og hafðu ljúfa viku elskuleg

Brynja skordal, 6.5.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Gangi þér vel í prófunum frænka. Veit að þú sætti þig ekki við neitt hálfkák

Hrönn Jóhannesdóttir, 6.5.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband