Aðgerðardagurinn

Jæja þá er dagurinn kominn, stóri dagurinn, aðgerðardagurinn Woundering Hún fer í aðgerðina núna klukkan 7:30 að staðartíma þarna úti. Við heyrðum í þeim í gær & voru það mjög góðar fréttir sem við fengum þá. Læknirinn sem gerir aðgerðina telur að hann geti hreinlega lagað lokuna í stað þess að þurfa að taka loku úr lunganu & flytja í hjartað Grin Hann talar um að það séu 97% líkur á því að þetta geti gengið & þá er þetta líka ekki eins stór aðgerð eða um 4 klst Grin Læknirinn mun líka prufa að setja hjartað í gang til að vita hvort þetta virkar & ef ekki þá er það bara það sem var upprunalega áætlað. Þá er lungnaloka tekin & sett í hjartað & annað hvort tekið úr svíni eða látnum einstakling loka til að geta sett í lungað. Ef þetta tekst þá styttist dvöl hennar úr 10 dögum á spítalanum í 5 daga & þarf hún svo að vera í Boston í 3-4 daga á eftir áður en hún fær að fljúga heim til okkar Grin Þetta þýðir að hún nær pottþétt fermingunni sinni Grin Við heyrðum í þeim í gærkveldi & talaði Jói við pabba sinn lengi á meðan hann sat á bekk & mæðgurnar voru að versla inn í Wallmart eða ég held það heiti það Joyful Við hin heyrðum bara í Ólínu um kvöldmataleytið til að óska henni góðs gengis á aðgerðardaginn. Hún er þokkalega ánægð ennþá en hún er nýbúin að fá ferðadvd frá foreldrum sínum & svo gáfum við, Andrés & co & Svandís henni fermingargjöfina áður en hún fór út, myndavél Grin Set hér mynd meðfylgjandi af henni í Rvk með nýju flottu, bleiku vélina GrinÓlína með nýju bleiku myndavélina sína

Ekki það mikið að frétta af okkur hinum, bara mikið að gera. Ég er búin að vera í Ultratone síðan á þriðjudag alltaf eftir skóla & ég var í sálfræðiprófi síðasta miðvikudag & hefði alveg viljað ganga betur Errm Ég fékk aftur á móti út úr afbyggingarprófinu mínu & ég er í skýjunum, þessi áfangi sem er á ensku um leiðinlega kalla & fólk heldur áfram að detta úr áfanganum Whistling Ég var ekkert endilega viss um að ná honum en það náðu allir, lægsta einkunn 5 & hæðsta 8 & ég náði 7 LoL Vá hvað ég var ánægð, það var ekkert smá Grin Svo er búin að vera árshátíð í Glerárskóla & var Elín að sýna, syngja Grin Ég fór á sýningu á miðvikudaginn með Margréti minni & höfðum gaman, Elín kom svo til okkar eftir að hennar atriði lauk en þau voru fyrst Smile Glæsileg árshátíð Wink Í gærmorgun var svo Margrét Birta að spila á flautu með bekknum sínum & komst ég ekki en pabbi hennar fór & tók atriðið upp á videóvélina okkar & afinn mætti með myndavélina sína Grin 

Svo í kvöld ætlum við að hafa svona lítið fjölskyldukvöld & koma til okkar Andrés & co & Svandís & ætlum við að borða saman & hafa það gott Grin Er svo búin að setja inn myndir á barnaland frá afmælinu & fleira Grin Endilega kíkið & kvittið Grin 

Baráttukveðjur til fólksins mín í Boston Heart

Dagga & co


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Jóhannesdóttir

Já Dagga mín baráttu kveðjur til þeirra guð veri þeim hliðhollur svo hún nái skjótum bata. Sendum allan okkar hlýhug til Ólínu.

Hrönn Jóhannesdóttir, 14.3.2008 kl. 14:17

2 identicon

Kvitt, pitt...sjáumst vonandi í páskafríinu

Guðbjörg (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Dagbjört Pálsdóttir
Dagbjört  Pálsdóttir
Akureyringur en fyrst & fremst móðir þriggja yndislegra barna, gift yndislegum manni, sálfræðinemi, sjúkraliði & finnst mjög gaman að elda góðan mat & baka. Þeir sem vilja hafa samband við mig geta sent mér póst á daggapals@internet.is

33 dagar til jóla

Nýjustu myndir

  • Elín í segulómun
  • Systkinin á aðfangadag
  • Elín Alma afmælisstelpa
  • Elín afmælisstelpan
  • Á skagaströnd

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband